Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 40
872 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 aðferðarfræði okkar því hún var sams konar og annars staðar. Það skal þó nefnt að við spurð- um ekki sérstaklega út í tímalengd einkenna, né hversu væg eða slæm þau voru. Slíkar ítar- legar upplýsingar um einkenni gæfu könnun sem þessari vissulega enn meira gildi. Við minnum einnig á það að okkar úrtak var valið, en ekki slembiúrtak úr öllum þjóðfélagshóp- um. Það er því alls ekki víst að niðurstöður okkar megi yfirfæra á allt ungt fólk á landinu. Við teljum helst að skýringin liggi í yngra úr- taki í okkar könnun, en meðalaldurinn var 23,5 ár. í erlendum könnunum eru oftast allir aldurshópar skoðaðir og meðalaldur um eða yfir 50 ár (2,9). Talið er að auðvelt sé að greina IBS hjá ungum einstaklingum, því tæplega er um aðra sjúkdóma að ræða, eða fáa, sem trufla grein- inguna, eins og hætta er á hjá eldri einstakling- um. Eins og áður segir var unga fólkið í okkar könnun einsleitur hópur, allt námsmenn á há- skólastigi. Margir þátttakendur voru sennilega undir andlegu álagi, í erfiðu námi og prófum. I okkar könnun, eins og erlendum könnunum, tengdu flestir þátttakendur IBS einkennin við andlegt álag, eða 63,3% þeirra sem töldust hafa IBS. Þetta fólk er oft félítið og óvissa ríkir um framtíðina þar með talið atvinnuhorfur. Námsmenn hafa einnig oft óreglulegan vinnu- dag sem endurspeglast í óreglulegu mataræði, sennilega oft miður góðri og trefjalítilli fæðu. Enn fremur má ætla að oft hvíli meira á konum en körlum á þessum vettvangi þar sem með- ganga oj> umhyggja fyrir börnum bætist við námið. I þessari könnun eru konur með IBS helmingi fleiri en karlar og er það í samræmi við kannanir á Vesturlöndum. Karlar með IBS eru þó fleiri en'konur í ýmsum löndum Asíu (6). Þeir sem hafa þrjú IBS einkenni eða fleiri eru taldir hafa slæmt IBS (9). Þessi hópur er merkilega stór í þessari könnun, 21,4%, eða rúmlega fimmti hver einstaklingur. Hér er enn meira ójafnvægi milli kynja, um það bil fjórar konur á móti hverjum karli. Spurningar hafa vaknað um hvort áhrif kvenhormóna á þarm og ristil gætu skýrt þessa sláandi kynjadreifingu. IBS einkenni tengjast vissulega oft tíðum og konur með IBS leita oft til kvensjúkdómalækna þar sem þær telja rang- lega að einkennin tengist innri kynfærum (11,12). Lyfjameðferð er sjaldgæf hjá háskólanemum með meint IBS. Sennilega leita því fáir til læknis vegna einkennanna, en um slíkt var ekki spurt beint. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir, en áætlað er að einungis innan við 20% einstaklinga með IBS leiti til læknis (8). Þetta bendir til þess að fólk harki af sér verkina og ónotin, enda eru þau sennilega oft væg. Það er þó ljóst að sumir virðast hafa umtalsverð einkenni eins og áður segir. Má ætla að sumir telji þetta vera eðlilega líkamssvörun við áreiti eins og streitu. Vissulega má segja að það sé mats- og skilgreiningaratriði hvenær líkamleg einkenni eins og IBS einkenni, eða önnur eins og brjóstsviði eða kvíði, séu orðin sjúkleg. Við leggjum því áherslu á að óvarlegt og óviðeig- andi er að tala um tæplega 40% háskólastú- denta sem sjúklinga þótt þessi fjöldi sé gjarnan með einhver IBS einkenni. Við túlkun á niðurstöðum seinni hluta könn- unarinnar, sem lýtur að öðrum einkennum frá meltingarfærunum, höfum við engar aðrar góðar, sambærilegar kannanir til viðmiðunar. Tilgangurinn með þessum spurningum var að athuga sérstaklega hvort einstaklingar með IBS væru gjarnari á að fá þessi einkenni en þeir sem ekki hafa IBS. Auk þess gefur könnunin einnig almenna vitneskju um algengi melting- arónota meðal ungra íslendinga. Auðvitað ber að taka niðurstöðum með fyrirvara þar sem ekki var spurt náið út í einkennin, svo sem við hvaða aðstæður þau koma fram eða hvort þau tengist hugsanlega öðrum sjúkdómum í eða utan meltingafæra. Það er umhugsunarvert að öll 13 einkennin eru algengari hjá þeim sem hafa IBS en hjá hinum sem ekki teljast hafa sjúkdóminn. Munurinn er vel marktækur hvað varðar sex einkenni, það er verk um ofanverð- an kvið, ógleði, vindgang, uppþembu, hægða- tregðu og verkjalausan niðurgang. Það kemur ekki á óvart að sterk tengsl eru milli IBS og þriggja síðasttöldu einkennanna, þar er mun- urinn á einstaklingum með og án IBS áberandi mikill, í öllum tilvikum rúmlega þrefaldur. Það er velþekkt að sjúklingar með IBS lýsi tregum, hörðum hægðum sem iðulega víxlast á við nið- urgang. Þá telja sumir að verkjalaus niður- gangur sé sérstakt afbrigði af IBS (1). Þótt klínísk reynsla og niðurstöður þessarar könn- unar sýni glögglega náin tengsl þessara ein- kenna við IBS eru þau ekki hluti af greiningar- aðferð Mannings og félaga (5). Ef litið er sérstaklega á einkenni frá efri hluta meltingarvegar þá eru þau tengd IBS. Það skal þó tekið fram að við spurðum ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.