Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 32
866 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Af 27 sjúklingum í hópi B reyndust 12 sjúk- lingar (44%) hafa sögu eða einkenni um hjartasjúkdóm og fimm (18,5%) um lungna- sjúkdóm. í hópi A voru átta sjúklingar (38%) með sögu eða einkenni um hjartasjúkdóm og sjö (33%) um lungnasjúkdóm. Ökkla-/upp- armshlutfall í blóðþrýstingi lá fyrir hjá 33 sjúk- lingum. Af þeim höfðu 18 lægra hlutfall en 0,5 í öðrum hvorum eða báðum fótum. Þrír sjúklingar fengu sýkingu í skurðsár eftir aðgerð, hjá tveimur þeirra hafði verið gerður þverskurður (bak við lífhimnu). Um var að ræða grunna yfirborðssýkingu er svaraði vel sýklalyfjagjöf. Einn sjúklingur úr hópi A fékk sýkingu í gerviæð svo fjarlægja varð hana og setja þess í stað axlar-nára framhjáhlaup (subclavian-femoral bypass). Umræða Gerð var afturskyggn rannsókn þar sem bornar eru saman tvær aðferðir við skurðað- gerðir á ósæð vegna æðakölkunar. Allar að- gerðir voru framkvæmdar af tveimur reyndum æðaskurðlæknum. Ef litið er til áhættuþátta, svo sem lungna- og hjartasjúkdóma, hvort um alvarlega æðasjúkdóma í ganglimum var að ræða og til aldurs sjúklinganna er ekki munur á hópunum tveimur. í aðgerðarlýsingum er hvergi skýrt frá vali aðgerðar hjá einstökum sjúklingum. Þó er ein undantekning, sjúkling- ur með nýlega greinda fyrirferð í nýra og var því valið að fara í gegnum lífhimnu og skoða nýrað. Reyndist um einfalda blöðru að ræða, sem var fjarlægð. Ætla má því að hér sé um tvo sambærilega hópa að ræða, að minnsta kosti varðandi þá þætti er skoðaðir voru. Aðgerðartími var styttri ef farið var bak við lífhimnu kviðarhols. Möguleg skýring á þess- um mun er að skurðsvæði er afmarkaðra og minna, ekki þarf að losa um samvexti séu þeir til staðar og lokun á minna sári er fljótlegri. Fasta eftir aðgerð reyndist einnig skemmri þegar farið var bak við lífhimnu eða fjórir dag- ar á móti fimm. Skýring þess er augljós þar sem komist er hjá því að trufla starfsemi garna og raunar mætti búast við meiri mun í föstutíma. Verulegur munur er á legutíma, sem er ekki tölfræðilega marktækur, en sjúklingar í hópi A liggja að meðaltali rúmum fjórum sólarhring- um skemur en sjúklingar í hópi B. Líklegasta skýring er styttri skurðtími, styttri föstutími og minni áverki við skurðaðgerð bak við lífhimnu. Skurðdauði var 8,5%, sem er nokkuð hátt, skurðdauði við sambærilegar aðgerðir erlendis frá þessum tíma er allt frá 3% til 10% (2,4,5). Fjórir sjúklingar létust, allir úr hópi B. Þeir höfðu allir slæman þrengslasjúkdóm með yfir- vofandi drepi í fótum, auk þess höfðu þrír þeirra hjartasjúkdóm og einn sjúklingur lungnasjúkdóm. Þrír þeirra voru krufnir, en sá fjórði ekki að beiðni aðstandenda. Dánarorsök reyndist brátt hjartadrep hjá einum, blóðrek til lungna hjá öðrum, blæðing frá skeifugörn hjá þeim þriðja og öndunarbilun hjá þeim síðasta. Við yfirferð á sjúkraskrám kom í ljós að tveir sjúklingar sem voru skornir 1984 greindust með krabbamein í vinstri hluta ristils fjórum árum síðar. I báðum tilvikum var um að ræða fremur stór æxli samkvæmt aðgerðarlýsingu og annað þeirra vaxið yfir á þvagblöðru. í báðum tilvik- um hafði aðgerð verið framkvæmd bak við líf- himnu og líffæri kviðarhols því ekki skoðuð sérstaklega. Er hugsanlegt að það seinki grein- ingu illkynja æxla í kviðarholi. Þó á að vera hægt að þreifa stóran hluta af vinstri ristli án þess að rjúfa lífhimnu. Ekki fundust nein önn- ur mein við aðgerð hjá sjúklingunum er geng- ust undir aðgerð gegnum lífhimnu. Margir óvissuþættir eru í þeim samanburði sem hér er gerður þar sem ekki réð tilviljun ein hvor aðgerðarleiðin var valin. Samt sem áður benda niðurstöðurnar til þess að vænlegra sé að fara bak við lífhimnu kviðarhols og eru að því leyti samhljóða niðurstöðum erlendis frá þar sem svipaður samanburður hefur verið gerður. HEIMILDIR 1. Rob C. Extraperitoneal approach to the abdominal aorta. Surgery 1963; 53: 87-9. 2. Sicard GA, Allen BT, Munn JS, Anderson CB. Retro- peritoneal Versus Transperitoneal Approach for Repair of Abdominal Aortic Aneurysms. Surg Clin North Am 1989; 69: 795-805. 3. Johnson JN, McLoughlin GA, Wake PN, Helsby CR. Comparison of extraperitoneal and transperitoneal meth- ods of aorto-iliac reconstruction. Cardiovasc Surg 1986; 27: 561-1. 4. Helsby R, Mossa AR. Aorto-iliac reconstruction with special reference to the extraperitoneal approach. Br J Surg 1975; 62: 596-600. 5. Metz P, Mathiesen FR. Retroperitoneal approach for implantation of Aorto-iliac and Aorto-Femoral vascular prosthesis. Acta Chir Scand 1978; 144: 471-3. 6. Beli DD, Gaspar MR, Movius HJ, Rosental JJ, Lemire GG. Retroperitoneal Exposure of the terminal Aorta and Iliac Arteries. Am J Surg 1979; 138: 254-6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.