Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 20
854 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 3) Steinar sem valda öðrunr langvinnum ein- kennum (7). Á níu ára tímabili fóru 92 sjúklingar í samtals 112 steintökur um húð á Borgarspítalanum. Karlar voru tvöfalt fleiri en konur eins og vænta mátti, þar sem steinsjúkdómurinn er mun algengari meðal karla en kvenna. Konur hafa aftur á móti oftar erfiðari steinsjúkdóm og þurfa því hlutfallslega oftar að gangast undir aðgerð en karlar. Meðalaldur var 50 ár. Legu- dagar voru frá þremur til 66, eða að meðaltali 10,8 dagar. Það má segja að meðal legutími sé langur miðað við væntingar og í samanburði við erlendar rannsóknir (8-10). Skýringarnar eru margþættar. Nokkrir sjúklinganna lengdu meðal legutímann óhóflega. Má nefna til dæm- is þann sem hafði lengstan legutíma 66 daga. Hann átti við langvarandi alvarlegar sýkingar að stríða fyrir aðgerð og var auk þess með opinn gang (fistil) milli þvagrásar og húðar sem meðhöndlað var í sömu legu. Einn sjúklingur, lamaður eftir hálsmænuáverka (quadriplegia), fór bæði í gall- og nýrnasteinaðgerð með stuttu millibili og beið síðan lengi eftir plássi á endur- hæfingardeild. Margir sjúklingar voru lagðir inn bráðainnlögn vegna alvarlegra þvagfæra- sýkinga (urosepsis) og rennslishindrunar, þeir fengu nýrnaraufun og fúkalyfjameðferð, en aðgerðin sjálf var gerð þegar sýkingin var um garð gengin, oft eftir 10-15 daga. Á síðustu árum hefur einungis einn röntgenlæknir á Borgarspítalanum sérhæft sig í þessum aðgerð- um og hafa sjúklingar því stundum þurft að bíða vegna skorts á aðstoð frá röntgendeild. Flestir sjúklingar sem komu af biðlista og voru að öðru leyti tilbúnir til aðgerðar höfðu legutíma frá þremur dögum til sex daga, sem sýnir hversu lengi sjúklingarnir þurfa á spítala- vist að halda vegna aðgerðarinnar einnar. Eftir útskrift komast þeir svo til strax til sinna fyrri starfa. Vinstra nýra virðist vera í meiri hættu en það hægra hvað steinmyndun varðar. Aðgerð var framkvæmd í 41% tilvika á hægra nýra en 59% tilvika á vinstra nýra. Tvær erlendar rannsókn- ir (6,11) benda einnig á þetta og telja það mark- tækan mun (p < 0,01). Hvergi er getið um öfugt hlutfall. Engin haldbær skýring er á þessu. Flestir eða 70% höfðu einn stein og var stærðin frá 4-40 mm í þvermál. Flestir stein- anna voru á aðgengilegum stað, það er að segja í neðsta bikarklasa (calyxgroup), nýrnaskjóðu, eða í efsta þriðjungi þvagleiðarans. Talið er að viðunandi árangur sé þótt eitthvert steinbrot 4 mm eða minna sé eftir, sem ekki veldur ein- kennum og búast má við að gangi niður af sjálfu sér (12,13). í þessari rannsókn losnuðu 77% fullkomlega við steina eftir eina aðgerð og 10,5% höfðu steinleif 4 mm eða minni og varð því góður árangur í 87,5% tilvika eftir eina aðgerð. Fimm sjúklingar losnuðu við steina eða höfðu minni steinleif en 4 mm eftir ítrekaðar steintökuaðgerðir. Heildarárangur varð því sá, að 90,2% af þeim 92 sjúklingum sem rannsóknin náði til fengu góðan árangur af þessari aðferð. Þetta er svipaður árangur eins og getið er um í sambærilegum rannsóknum (6,9,11,14,15). Steinbyrði var áberandi meiri hjá þeim sem höfðu steinleif stærri en 4 mm sem taldist óviðunandi árangur, þeir höfðu fleiri steina og meðalstærð var 16 mm á móti 11 mm hjá hinum. Engir alvarlegir fylgikvillar komu í kjölfar aðgerðarinnar og er það í samræmi við aðrar rannsóknir (8). Algengast var leki frá þvag- kerfi en það greri alltaf án eftirkasta á fáum dögum. Talið er að leki frá þvagkerfinu eftir steintöku um húð sé svo venjulegur, að fremur beri að líta á hann sem hluta aðgerðar en fylgi- kvilla (11). Algengasta steinsamsetningin var blanda af kalsíumoxalati og kalsíumfosfatsöltum. Ef til vill má segja að hér sé verið að lýsa úreltri meðferðartækni eftir að höggbylgju- meðferð kom til sögunnar í lok níunda áratug- arins, svo er þó ekki. Ýmsar ástæður eru fyrir því að áfram þarf að taka nýrnasteina um húð, svo sem; 1) Steinar eru stærri en 20-30 mm, 2) afsteypusteinar, 3) líkamsbygging sjúklings er þannig að stein- brjóturinn ræður ekki við vandamálið, 4) steinbrot er árangurslaust með þeirri tækni, 5) rennslishindrun og sýking (5,16,17). Sumir telja einnig varasamt að beita högg- bylgjumeðferð við börn (5,12). Jafnvel er talið að steintaka um húð sé höggbylgjumeðferð fremri ef um er að ræða steina í neðsta bikar- klasa og sé rétt að velja þá meðferð strax. í því tilviki eru að jafnaði 90% sjúklinga lausir við steina eftir steintöku um húð á móti 60% eftir höggbylgjumeðferð (7,9,16,18,19). Þá þarf að halda við þessari tækni, því unnt er með svipari aðferð að meðhöndla aðra sjúk- dóma. Þannig hefur með sömu tækni verið unnt að þræða þvagleiðarann um húð frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.