Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 26

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 26
860 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 áfram að versna. Sex vikum eftir fyrstu komu leiddi seguiómun af heila í ljós breytingar, er samræmst gátu Wilsons sjúkdómi, og var sjúk- lingurinn kallaður inn til ítarlegri greiningar og meðferðar. Til viðbótar sýndi skoðun nú tals- verð djúphnoðaeinkenni, svo sem fátækleg svipbrigði, stirðleika í útlimum, truflaða vöðvaspennu, og vöðvarykkjakrampa (myo- klonia), einkum í hægri fæti. Iljaviðbrögð voru óeðlileg báðum megin. Tal byrjaði í góðri tón- hæð, en áður en setningu var lokið lækkaði röddin niður í hvísl. Almenn taugaspenna og geðlægð voru meira áberandi en við fyrri komu. Hringlaga koparútfellingar voru í báð- um hornhimnum (myndir 1 og 2). Niðurstöður rannsókna: Segulómun var gerð með T1 vægum og róteindar/T2 vægum sneiðum. Við rannsóknina sást aukið segulskin í snúðarkjörnum og eyjarlokum (nucleus lenti- formis) beggja vegna, bæði á róteindarmynd- um og myndum með T2 vægi. Svipaðar breyt- ingar sáust í heilastofni, sem voru samhverfar um hjarnavatnspípu (aqueductus cerebri) (myndir 3, 4 og 5). Hjartalínurit og tölvusneið- mynd af kviði leiddu ekkert athugavert í ljós. Tölvusneiðmynd af miðmæti sýndi, eins og fram hefur komið, stækkaðan hóstarkirtil, en mælingar mótefna gegn asetýlkólín viðtækjum, skjaldglóbúlínum (thyroglobulin), skjald- frymisögnum (thyroid microsomes) og þver- rákóttum vöðvum voru neikvæðar, svo og tví- blint tensílonpróf og vöðva- og taugarit. Al- Figure 3. A proton density transaxial MRI image ofthe brain showing increased signal in the caudate and the lentiform nuclei. Figure 4. A coronal section showing the same changes as in figure 3. Figure 1. Shows the Kayser-Fleisher ring in the patient’s left eye on the first hospital admission. Figure 2. Shows the Kayser-Fleisher ring in the left eye after one year on treatment.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.