Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 31

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 865 Tafla I. Fjöldi, kyn og aldur sjúklinga sem skornir voru upp vegna þrengsla í ósœð. Meðalaldur Aðgerð Karlar Konur (bii) Gegnum lífhimnu (transperitoneal) 16 10 60,3 (41-79) Bak við lífhimnu (retroperitoneal) 10 11 63,4 (51-74) eal). Á 13 árum, frá 1950, hafði hann fram- kvæmt um 2000 aðgerðir á ósæð og farið bak við lífhimnu hjá 500 sjúklingum (25%). í byrj- un beitti hann þessari aðferð einungis hjá sjúk- lingum sem hann taldi erfitt að skera í gegnum lífhimnu, oftast vegna samvaxta í kviðarholi í kjölfarfyrri aðgerða. Þessum sjúklingum vegn- aði betur eftir aðgerð (1). í kjölfar þessa fóru fleiri að beita þessari aðferð og birtu svipaðar niðurstöður (2,3). Upphaflega var aðferðinni á bak við lífhimnu aðallega beitt hjá sjúklingum með æðaþrengsli en hún síður talin henta við aðgerðir á ósæðargúl (aorta aneurysma). Charles Rob framkvæmdi engu að síður fjölda aðgerða á ósæðargúl með góðum árangri (1). Síðari athuganir benda til að hún geti verið fullt eins góð hjá þeim sjúklingum (2,4,5). Helstu kostir aðgerðar bak við lífhimnu eru taldir: Minna rask verður á kviðarholslíffær- um, garnalömun eftir aðgerð stendur skemur, minni samvextir verða og minna vökvatap út í kviðarhol í og eftir aðgerð. Ofangreint getur stytt sjúkrahúslegu (1,2,6). Þrátt fyrir þetta tíðkast víðast hvar að skera miðlínuskurð gegnum kviðarholið. Helstu ástæður þess eru að skurðlæknar eru vanari þeirri aðferð og fæst á þann veg betri yfirsýn yfir ósæð. Það sem einkum mælir gegn því að fara bak við lífhimnu er að erfiðara reynist að skoða og þreifa líffæri kviðarhols með tilliti til annarra meinsemda svo sem krabbameins. Talið hefur verið tækni- lega erfiðara að fara bak við lífhimnu. Á handlækningadeild Landspítalans var líf- himna alltaf rofin við aðgerðir á ósæð kviðar- hols fram til 1978. Frá þeim tíma hefur jöfnum höndum verið beitt þessum tveimur aðgerðar- leiðum. Eftir 10 ára reynslu þykir ástæða til að gera samanburð á þeim. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem skornir voru á Landspítala vegna þrengsla í ósæð og grindarholsæðum á tímabilið 1979- 1989. Ekki voru teknir með sjúklingar með ósæðargúl, þar sem þar var eingöngu farið í gegnum lífhimnu í miðlínuskurði. Fjörutíu og sjö sjúklingar gengust undir aðgerð, þar af 21 þar sem farið var bak við lífhimnu (hópur A), en 26 sjúklingar þar sem farið var gegnum kviðarholið (hópur B). Heldur fleiri karlar gengust undir aðgerð eða 26 á móti 21 konu. Meðalaldur var 63,4 í hópi A en 60,3 ár í hópi B (tafla I). Tuttugu og átta sjúklingar höfðu skert gönguþol en 19 höfðu stöðuga hvíldar- verki eða yfirvofandi drep í ganglimum, sem ábendingu fyrir aðgerð. Tekin var saman tímalengd aðgerðar, blóð- magn gefið vegna aðgerðar, lengd föstu eftir aðgerð og legudagar frá aðgerð til útskriftar. Skurðdauði taldist ef sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Kannað var sérstaklega hvort sjúklingar höfðu hjarta- og/eða lungnasjúkdóm fyrir aðgerð. Tölfræðilegur samanburður var gerður með Fischers nákvæmnisprófi og Mann-Withney prófi. Líkindi <0,05 voru talin tölfræðilega marktæk. Niðurstöður Marktækur munur reyndist á aðgerðarlengd sem var um það bil þrír tímar (miðgildi) hjá hópi A en um fjórir tímar (miðgildi) hjá hópi B (p<0,05). Ekki reyndist munur á blóðgjöf sem var um sex einingar hjá hvorum hópi. Meðal- lengd föstu eftir aðgerð var fjórir dagar í hópi A en fimm dagar í hópi B (p<0,05). Legutími var 11 dagar í hópi A á móti 15 dögum í hópi B (ns). Fjórir sjúklingar úr hópi B létust en eng- inn úr hópi Á (ns) (tafla II). Tafla II. Aðgerdarlími, lengdföstu eftiraðgerð, legudagar ogskurðdauðisjúklinga sem skornir voru upp vegnaþrengsla íósœð. Bak við lífhimnu Gegnum lífhimnu Líkindi Aðgerðartími (mín) 185 (150-390) 247,5 (180-400) p=0,009 Fasta eftir aögerð (dagar) 4 (2-10) 5 (3-16) p=0,018 Legudagar 11 (8-180) 15 (4-400) p=0,147 Skurðdauði 0 4 p=0,117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.