Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 34

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 34
868 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 helmingi fleiri en karlar. Streita er stór orsaka- valdur IBS. Hlutfallslega fáir með IBS virðast leita sér lækninga. Auknar líkur eru á því að einstaklingar með IBS fái önnur einkenni frá meltingarvegi sem einnig virðast starfræn. Inngangur Irritable bowel syndrome (IBS, ristilkrampar, heilkenni ristilertingar, iðraólga, spastískur ristill) er langvarandi starfrænn sjúkdómur í meltingarvegi (1). Hér er valið að nota enska heitið Irritable Bowel Syndrome (IBS) yfir þetta heilkenni, þar sem ekki er til fullnægj- andi íslenskt heiti að okkar áliti. Islensk heiti, samanber hér að ofan, virðast ekki heppileg því þau eru óþjál og sum beinlínis röng. Þannig vísa flest íslensku heitin einungis til ristilsins, en IBS einkenni má sennilega rekja til bæði mjógirnis og ristils (1). Almennt er viðurkennt að IBS sé einn algengasti, ef ekki algengasti, meltingarfærasjúkdómurinn, en skiptar skoð- anir eru um hversu algengur hann er (2,3). IBS leiðir ekki til dauða eða örorku og tengist í hugum margra taugaveiklun eða sálrænum kvillum. Ahugi á að rannsaka slíka sjúkdóma er oft og einatt takmarkaður og skýrir þetta ef til vill að hluta til það að IBS hefur mjög lítið verið rannsakað hérlendis (4). Löngu er tíma- bært og áhugavert að kanna nánar útbreiðslu IBS á íslandi. Efniviður og aðferðir Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur sem voru nær allir við nám í Háskóla íslands. Könnunin var framkvæmd frá nóvember 1993 til janúar 1994. Spurt var um tilvist svokallaðra Mannings skilmerkja, orðað: Ertu gjörn/gjarn á að fá eftirfarandi einkenni? Þessi einkenni eru: (i) þensla á kvið, (ii) verkir í kvið sem lagast við hægðalosun, (iii) linar hægðir sam- fara kviðverkjum, (iv) tíðar hægðir samfara kviðverkjum, (v) slím í hægðum og (vi) ófull- komin hægðalosun (5). Talið var að viðkom- andi hefði IBS ef tvö eða fleiri skilmerki voru jákvæð (2,5). Spurt var um tengsl þessara IBS einkenna við streitu og hvort viðkomandi tæki lyf við þessum einkennum. Þá voru þátttak- endur spurðir hvort þeir væru gjarnir á að fá önnur einkenni tengd meltingarvegi. Þessi einkenni voru: Brjóstsviði, nábítur, kyngingar- örðugleikar, verkir ofanvert um kvið (ofan nafla), ógleði, uppköst, uppþembutilfinning, Fjöldi Aldur Mynd 1. Aldursdreifing og fjöldi einstaklinga. % Jikvsð s%ör við cinstökum IBS-cinkcnnum Mynd 2. Hlutfallsleg tíðni einstakra IBS einkenna. garnagaul, hægðatregða, verkjalaus niður- gangur, blóð í hægðum, vindgangur og megr- un. Tölfræðileg úrvinnsla var gerð með hjálp tölfræðiforritsins SPSS-PC. Við tölfræðilegt mat könnunarinnar var notað kí-kvaðrat próf og miðað við p=0,05 (95%) öryggismörk. Einnig var notuð dreifigreiningin ANOVA og t-próf með p=0,05 (95%) öryggismörk. Niðurstöður Könnunin var gerð á 411 manna úrtaki. Ell- efu svarblöð reyndust vera ógild og því voru svör 400 einstaklinga nothæf, 253 kvenna (63,2%) og 147 (36,8%) karla. Aldursdreifing- in var 19—51 árs (mynd 1) en langflestir (93,5%) voru á aldrinum 19-29 ára. Einstök IBS einkenni, algengi og dreifing eftir kyni: Athuguð var tíðni einstakra einkenna og kynjadreifing þeirra (mynd 2).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.