Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 39

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 871 ekki marktækur munur (kí-kvaðrat=0,02; df=l; p=0,876). (M) Megrun: Megrun reyndist ekki vera mikið vandamál, einungis 11 einstaklingar ját- uðu slíku, 3,6% kvenna og 1,4% karla og því ekki marktækur munur á milli kynjanna (kí- kvaðrat=l,68; df=l; p=0,195). Tengsl annarra einkenna frá meltingarvegi vid meintan IBS sjúkdóm: Einstaklingar sem við skilgreindum með IBS voru bornir saman við þá sem ekki virtust hafa kvillann, með tilliti til annarra einkenna frá meltingarvegi. Niðurstöður má sjá í töflu III og mynd 5. Öll 13 einkennin voru algengari hjá þeim sem höfðu IBS en þeim sem ekki höfðu IBS. Marktækur munur (tafla III) var á milli hóp- anna hvað varðar sex einkenni, en þau eru; (D) verkir ofanvert um kvið, (E) ógleði, (G) uppþembutilfinning, (I) hægðatregða, (J) verkjalaus niðurgangur og (L) vindgangur. Sérstök athugun var gerð á meðaleinkenna- fjölda hjá einstaklingum með og án IBS. Meðaleinkennafjöldi var meiri hjá þeim sem höfðu IBS eða2,93, en var 1,64 hjá einstakling- um án IBS. Þetta gaf marktækan mun (t=-7,92; df=398; p=0,000). Umræða Það er vandmeðfarið að gefa greininguna IBS. Engin sérhæfð rannsókn er til sem sannar tilvist kvillans. Rannsóknir, ef gerðar eru, eru fyrst og fremst til að útiloka vefræna sjúkdóma eins og bólgur eða æxli, en einkennum þeirra svipar stundum til IBS einkenna. Greining á IBS, sem er starfrænn kvilli, byggir því á hlut- lægu eða klínísku mati læknisins, það er að segja einkennum og einkennamynstri sjúk- lingsins. Þegar svo er, er eðlilegt að fræðimenn séu ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skil- greina sjúkdóminn. í rannsóknum hefur aðal- lega verið beitt tvenns konar aðferðafræði, það er svokölluðum skilmerkjum Kruis (6) og Mannings (5). Valið var að nota Mannings skilmerki ekki síst í ljósi þess að sú aðferð hentar betur til greiningar á IBS hjá ungu fólki (7). Aðferðin er einnig talin henta betur á sjúklinga utan spítala, ekki síst konur (7,8). Segja má að Mannings greiningaraðferð sé sú sem mestrar hylli nýtur meðal fræðimanna. Greiningaraðferðin var niðurstaða af rann- sókn á 15 hugsanlegum einkennum IBS og Tafla III. Tengsl annarra einkennafrámeltingarvegi vid IBS. Einkenni Án IBS Meö IBS P Samtals Brjóstsviöi 19,7 25,2 0,197 21,8 Nábítur 6,4 9,9 0,203 7,8 Kyngingaröröugleikar 4,8 5,3 0,831 5,0 Verkir ofanvert í kviö 6,0 14,6 0,004 9,3 Ógleöi 8,8 23,8 0 14,5 Uppköst 1,6 2,6 0,47 2,0 Uppþemba 12,4 38,4 0 22,3 Garnagaul 52,2 55,0 0,592 53,3 Hægðatregöa 6,4 31,8 0 16,0 Verkjalaus niðurgangur 6,0 20,5 0 11,5 Blóö í hægöum 4,0 5,3 0,549 4,5 Vindgangur 33,7 55,6 0 42,0 Megrun 1,6 4,6 0,072 2,8 % Mynd 5. Tengsl annarra einkenna frá meltingarvegi við IBS. A=Brjóstsviði B=Nábítur C= Kyngingarörðugleikar D=Verkir ofanvert t kvið E=Ógleði F=Uppköst G=Upp- þemba H=Garnagaul I=Hœgðatregða J=Verkjalaus niður- gangur K=Blóð í hœgðum L=Vindgangur M=Megrun samanburði við einkenni sjúklinga með aðra þekkta meltingarfærasjúkdóma. Þannig kom- ust Manning og félagar að því að sex einkenni voru mest áberandi fyrir IBS og aðgreindu IBS frá öðrum sjúkdómum. Því fleiri af þessum sex einkennum sem eru til staðar, þeim mun meiri líkur eru á að sjúklingur sé með IBS, tvö eða fleiri einkenni eru talin nægja til að staðfesta greininguna. I þessari könnun er niðurstaðan sú að tíðni IBS meðal ungs fólks á íslandi virðist vera mjög há (37,9%) eða um það bil tvöfalt hærri en erlendis, þar sem talið er að 8-30% almenn- ings séu með IBS (2,6). Skýring á þessum mun liggur ekki í augum uppi en getur vart falist í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.