Læknablaðið - 15.12.1995, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
873
sérstaklega um tengsl þessara einkenna við
mat. Okkar túlkun er sú að líklega tengist IBS í
mörgum tilvikum meltingarónotum í efri hluta
meltingarvegar, sem tengjast ekki sárasjúk-
dómum (nonulcer dyspepsia). Erlendar rann-
sóknir benda til slíks sambands (1,13,14). Það
vekur sérstaka athygli að nær 22% alls hópsins
fékk brjóstsviða, sem er dæmigert einkenni frá
efri hluta meltingarvegar og vekur grun um
bólgu í vélinda vegna bakflæðis, eða að
minnsta kosti svokallaða „bakflæðislíka non-
ulcer dyspepsia“. Auðvitað eru þetta vanga-
veltur því við gerðum engar sérhæfðar rann-
sóknir eins og speglun á þátttakendum í þessari
könnun.
Langalgengustu einkennin voru óhófleg
garnahljóð og vindgangur, en líta má á þessi
einkenni sem léttvæg. Þessi einkenni, eins og
IBS einkennin, tengjast líklega óreglulegu
mataræði stúdenta. Athugun á kynjadreifingu
13 annarra einkenna, leiddi í ljós að konur voru
í meirihluta hvað varðar 10 einkenni en karlar
hvað varðar þrjú. Það er athyglisvert að það
einkenni þessara þriggja sem var næst því að
vera marktækt var einmitt brjóstsviði (26,5%
karla á móti 19,0% kvenna). Mun fleiri konur
en karlar (þre-, fjórfaldur munur) höfðu
ógleði, uppþembu og hægðatregðu, sem eru
einmitt einkenni sem gætu tengst kvenhorm-
ónum.
í samantekt ályktum við að IBS virðist hrjá
stóran hóp ungs fólks á Islandi, sérstaklega
konur. Streita er stór þáttur í IBS. IBS hefur
tengsl við önnur einkenni í meltingarvegi sem
einnig virðast starfræn. Hlutfallslega fáir með
IBS virðast leita til læknis.
HEIMILDIR
1. Schuster MM. Irritable bowel syndrome. í: Sleisenger
MH, Fordtran JS, eds. Gastrointestinal disease. Phila-
delphia: WB Saunders, 1993: 917-33.
2. Jones R, Lydeard S. Irritable bowel syndrome in the
general population. Br Med J 1992; 304: 87-90.
3. Sandler RS. Epidemiology of irritable bowel syndrome
in the United States. Gastroenterology 1990; 99: 409-15.
4. Jónsson JS, Sigurðsson G, Þórarinsson S, Stefánsson G.
Iðraólga. Læknablaðið 1986; 72: 93-7.
5. Manning AP, Thompson WG, Heaton KW, Morris AF.
Towards positive diagnosis of the irritable bowel syn-
drome. Br Med J 1978; 2: 653-4.
6. Thompson WG, Dotevall G, Drossman DA, Heaton
KW, Kruis W. Irritable bowel syndrome: Guidelines for
the diagnosis. Gastroenterol Int 1989: 2: 92-5.
7. Smith RC, Greenbaum DS, Vancouver JB, Henry RC,
Reinhart MA, Grcenbaum RB. et al. Gender differ-
ences in Manning criteria in the irritable bowel syn-
drome. Gastroenterology 1992; 100: 591-5.
8. Talley NJ, Zinsmeister AR, Vandyke C, Melton III LJ.
Epidemiology of colonic symptoms and the irritable
bowel syndrome. Gastroenterology 1991: 101: 927-34.
9. Longstreth GF, Wolde-Tsadik G. Irritable bowel-type
symptoms in HMD examinees. Dig Dis Sci 1993; 38:
1581-9.
10. Ford MJ, Millar P, Eastwood J, Eastwood MA. Life
events, psychiatric illness and irritable bowel syndrome.
Gut 1987; 28: 160-6.
11. Prior A, Wilson K, Whorwell PJ, Faragher EB. Irritable
bowel syndrome in the gynecological clinic. Dig Dis Sci
1989; 34: 1820-4.
12. Whitehead WE, Cheskin LJ, Heller BR. Robinson JC,
Crowell MD, Benjamin C, et al. Evidence for exacerba-
tion of irritable bowel syndrome during menses. Gas-
troenterology 1990; 98: 1485-9.
13. Svedlund J, Sjodin I, Dotevall G, Gillberg R. Upper
gastrointestinal and mental symptoms in the irritable
bowel syndrome. Scand J Gastroenterol 1985; 20: 595-
601.
14. Whorwell PJ. McCallum M, Creed FH, Roberts CT.
Non-colonic features of irritable bowel syndrome. Gut
1986; 27: 37-40.