Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 52

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 52
880 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Samningur LR og TR Frá Félagi íslenskra lækna undir sjávarmáli Félag íslenskra lækna undir sjávarmáli (FÍLUS) lýsir mikilli óánægju sinni með innihald kjarasamnings sem gerður var í sumar milli Læknafélags Reykjavíkur (LR) og Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR) um sérfræðilæknishjálp. Pað má ljóst vera af þessum samningi, að hagsmunum lækna sem nú eru í sérnámi hefur verið fórnað fyrir hagsmuni sérfræðinga, sem þegar eru starfandi á Is- landi. Við, félagar FÍLUS, get- um ekki betur séð en að mögu- leikar á að koma heim til Islands að sérnámi loknu, hafi verið verulega skertir, þar sem að- gengi inn á samninginn er tak- markað. Sérfræðingar sem heima sitja eru hér fyrst og fremst að gæta eigin hagsmuna með því að tryggja að sem fæstir sérfræðingar fái samning við TR. Það er líka alls óviðunandi að samráðsnefndin sem meta á umsækjendur inn á samninginn er skipuð fulltrúum sem fjár- hagslega hafa hag af því að sem fæstir nýir sérfræðingar verði samþykktir inn á samninginn. Annars er ákvæðið um sam- ráðsnefndina í samningnum op- ið í báða enda, því að í samn- ingnum stendur að „Nýir sér- fræðingar geta því aðeins starfað samkvæmt samningi þessum að þeir hafi verið sam- þykktir af TR að fengnum með- mælum samráðsnefndar TR og LR.“ Pað er því í raun TR sem ræður hverjir koma inn á samn- inginn, því samráðsnefndin gef- ur aðeins meðmæli en ekkert er í samningnum um að meðmæli nefndarinnar séu bindandi fyrir TR. Það virðist líka vera munur á túlkun LR og TR hvað varðar takmörkunarákvæðið. Túlkun LR er sú, að í raun verði engin takmörkun heldur aðeins smá töf á að viðkomandi sérfræðing- ur komist inn. En ef litið er á túlkun TR, ef marka má blaða- greinar, þá tala þeir um raun- verulega takmörkun. Svo virð- ist sem hið síðara hafi sannast með nýlegri neitun tveggja ungra sérfræðinga inn á samn- inginn. Það kemur verulega á óvart að samið sé um takmörkun á aðgengi ungra sérfræðinga inn á samninginn en ekkert er fjallað um starfslok eldri sérfræðinga. Eldri sérfræðingar geta því haldið áfram að senda reikninga til TR eins lengi og þeir vilja og eins og dæmin sanna, oft fram í háa elli. Ekkert er því í þessum samningi sem lítur að eðlilegri endurnýjun í stéttinni. Gerir LÍ sér grein fyrir hvað svona samn- ingur getur haft í för með sér fyrir heilbrigðisþjónustuna þegar til lengri tíma er litið? Eðlileg endurnýjun lækna/sér- fræðinga er nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi framþró- un faglegrar þekkingar og tækni, í læknisfræði á íslandi. Samningur þessi gildir aðeins til áramóta og munu því nýjar samningaviðræður fara fram. Það er eindregin krafa FÍLUS að meira tillit verði tekið til hagsmuna ungra lækna í þeim samningaviðræðum. Frá Svæfíngalæknafélagi íslands Aðalfundur Svæfingalækna- félags íslands haldinn 18. nóv. 1995 mótmælir þeirri ákvörðun Samráðsnefndar L.R. og T.R, að segja upp einhliða samningi við þá sérfræðinga sem ekki hafa sent inn reikninga T.R. frá maí 1994. Pað er álit fundarins að um skýlaust brot sé að ræða á fyrstu grein samningsins um sérfræði- hjálp, en þar segir: „Samningur- inn nær til þeirra sérfræðinga, sem starfað hafa samkvæmt honum fyrir undirskriftardag.“ Fundurinn lýsir yfir áhyggj- um sínum á þeirri forræðis- hyggju sem fulltrúar læknasam- takanna í samráðsnefnd hafa sýnt og beinir þeim tilmælum til læknafélaganna, að það leiti allra ráða til að fá þeirri gjörð hnekkt, þ.á.m. fyrir dómstólum og siðanefnd lækna, ef þörf krefur. Fundurinn lýsir einnig yfir áhyggjum vegna ákvæðis um takmörkun á aðgengi að samn- ingi L.R. við T.R. sem gæti haft í för með sér ónóga nýliðun sér- fræðilækna á íslandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.