Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 54
882
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Mansjúríu sveppate
- heilsudrykkur?
Undanfarin ár hefur orðið
mikil umræða um heilbrigt líf-
erni og hollustu matvæla. Hefur
það meðal annars birtst í æ
meiri neyslu allskyns „fóður-
bætis“, bæði vítamína og nátt-
úrulegra afurða. Ein af þessum
afurðum er hið svokallaða Man-
sjúríu te, Kombucha te eða
sveppate. Hér er um að ræða
afurðir svepps sem er dreift
endurgjaldslaust milli manna af
hreinni góðsemi og umhyggju
fyrir heilsu hinna sveppalausu. I
sumum tilfellum fylgir sveppn-
um dreifirit sem tíundar ágæti
sveppatesins og leiðbeinir um
ræktun og umhirðu sveppsins
og afurðanna.
Sveppasafinn er sagður hafa
þá náttúru að hægja á öldrunar-
breytingum, laga hægðatregðu
og niðurgang, vöðvabólgu,
skýmyndun á augasteini,
lungnakvef og astma, lækka
kólesteról og mýkja æðaveggi,
auka fitubrennslu og létta fólk.
Einnig er teið sagt jafna blóð-
sykur, vera lifrarstyrkjandi,
hreinsa þvag og þykkja og
dekkja höfuðhár. Teið á einnig
að koma í veg fyrir og lækna
krabbamein. Þá er því haldið
fram að þetta te hafi hjálpað
ónæmiskerfi fjölmargra alnæm-
issjúklinga (1).
Teið er útbúið þannig að 4,5
lítrar af vatni eru soðnir. Einum
bolla af hvítum sykri er bætt út í
og látið sjóða í fimm mínútur.
Því næst eru fjórir tepokar settir
út í og látnir liggja í 10 mínútur.
Vökvinn er látinn kólna alveg,
settur í gler- eða plastskál og
sveppurinn settur út í. ílátið er
hulið með grisju og látið standa í
stofuhita í sjö til 10 daga. Að
þessum tíma loknum er svepp-
urinn fjarlægður og vökvinn sí-
aður og kældur. Ráðlagt er að
drekka um 200 ml á dag á fast-
andi maga (1). Samkvæmt sam-
tölum við nokkra neytendur er
ljóst að sumir neyta mun meira
magns en ráðlagt er í áður-
nefndum dreifiritum.
í ljósi þess að ónæmisbældum
sjúklingum svo sem krabba-
meinssjúklingum og alnæmis-
sjúklingum er ráðlagt að drekka
þetta te, þótti undirrituðum
ástæða til að grennslast frekar
fyrir um flóru og jafnvel fánu
þessa tes.
Starfsfólk Hollustuverndar
ríkisins lagði í eina lögun eftir
áðurnefndri uppskrift. Sýni
voru tekin úr vökvanum á
fyrsta, þriðja, fimmta, áttunda
og 19. degi. Mælt var sýrustig
(pH), taldar bakteríur og
sveppir. Alkóhólmagn var mælt
á 19. degi. Sýni úr vökva sem
hafði staðið kældur í um þrjár
vikur var tekið og sent á sýkla-
deild Landspítala til ræktunar
og tegundagreiningar.
Niðurstöður á skoðuninni á
vökvanum í löguninni sjást í
meðfylgjandi töflu. Sýrustig
lækkaði úr 6,2 á fyrsta degi í 2,8
á áttunda degi. Gerlafjöldi í
hverjum ml lækkaði úr 3,0*106 á
þriðja degi í 8,9*104 á áttunda
degi. Gersveppir voru 4,3*106 á
þriðja degi og lækkuðu í 7,7*105
á áttunda degi. Mjólkursýru-
gerlar voru 3,5*106 á þriðja degi
og lækkuðu í 9,5*104 á áttunda
degi. Vökvi sem hafði verið
kældur í viku innihélt 6,3*105
bakteríur, 1,9*106 gersveppi og
3,7*105 mjólkursýrugerla.
Ræktun á vökva sem hafði stað-
ið kældur í um þrjár vikur sýndi
mikinn vöxt af Saccharomyces
cerevisiae, en engar bakteríur
ræktuðust þá. Alkóhólmagn var
mælt á 19. degi og reyndist 1%.
S. cerevisiae er gersveppur,
mjög líkur Candida sp. sem er
velþekktur sjúkdómsvaldur í
mönnum. Mikil umræða hefur
verið um svonefnt ofnæmi gegn
Candida (Candida hypersensi-
tivity syndrome) sem sagt er
valda ýmsum einkennum. Til-
vist þess er þó mjög umdeild að
minnsta kosti hefur meðferð
gegn Candida ekki bætt ein-
kenni þeirra sem hafa talið sig
með þetta ofnæmi (2).
S. cerevisiae er hins vegar
þekktastur fyrir að vera notaður
til bruggunar á öli og til brauð-
gerðar. S. ellipsoideus er ná-
skyldur og er notaður til vín-
gerðar. S. cervisiae er mjög út-
breiddur og getur verið hluti af
eðlilegri flóru líkamans í hálsi
og meltingarvegi (3). Áður var
talið að S. cerevisiae ylli ekki
sjúkdómum í mönnum, en nú
þykir ljóst að hann getur valdið
ýmsum sýkingum.
Lýst hefur verið alvarlegum
sýkingum og nokkrum dauðs-
föllum þar sem S. cerevisiae var
talinn vera orsakavaldur, oft
reyndar með öðrum sveppum
og bakteríum. Sjúklingar voru
oftast með alvarlega sjúkdóma
fyrir, ýmsa blóðsjúkdóma svo
sem Waldenströms risaglóbúl-
índreyra (macroglobulinaem-
ia), myelodysplasia og krabba-
mein ýmiss konar, til dæmis
Hodgkins sjúkdóm og bris-