Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 56

Læknablaðið - 15.12.1995, Side 56
884 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Ólafur Ólafsson, landlæknir Tóbaksvarnir hafa ekki dugað stórreykingafólki Yfirleitt hefur reykinga- mönnum í heild fækkað á und- anförnum áratugum. Fækkunin hefur aðallega orðið meðal 12- 16 ára og framhaldsskólanema (borgarlæknir og landlæknis- embættið 1994-1995). Reyk- ingafólki hefur einnig fækkað meðal eldra fólks. Ekki hefur yerið kannað hvernig stórreyk- ingafólki hefur farnast. í þessu greinarkomi er skýrt frá þessu. Stuðst er við niðurstöður hóprannsóknar Hjartaverndar, það er fyrsta og fimmta áfanga á Stór-Reykjavíkursvæðinu á ár- unum 1967-1991 og Monica rannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu og í Ar- nessýslu á árunum 1983-1993. Skipulagningu, aðferðum og gæðamati hefur verið lýst í Læknablaðinu og víðar og verð- urþví ekki tíundað hér. I töflum I—III má lesa um nið- urstöður í nokkrum aldurshóp- um. Stórreykingakörlum virðist ekki hafa fækkað. Stórreyk- ingakonum hefur heldur fækk- að. Svipaður fjöldi karla og kvenna reyktu 1983-1993 (töflur I-II). í töflu III er miðað við fyrstu komu þátttakenda á Rannsókn- arstofu Hjartaverndar. Meðal eldri karla og kvenna hafa færri aldrei reykt og fleiri hafa hætt en áður. Þeir sem hafa hætt reyktu pípu og vindla eða innan við hálfan pakka af sígarettum áður. Stórreykingafólki hefur ekki fækkað og jafnvel fjölgað. Tafla I. Tóbaksneysla ungra karla og kvenna íReykjavík 1983-1993. Aldur er 30-34 ár. Karlar (%) Konur (%) 1983 n=50 1993 n=79 1983 n=60 1993 n=75 Aldrei reykt 30,0 30,4 35,0 38,7 Hætt að reykja 26,0 25,3 23,3 24,0 Reykja pípu/vindla 6,0 0 0 0 Reykja 1-15 sígarettur á dag 8,0 12,7 11,7 16,0 Reykja >15 sígarettur á dag 30,6 31,7 30,0 21,3 Tafla II. Tóbaksneysla ungra karla og kvenna í Árnessýslu 1983- 1993. Aldur er 30-34 ár. Karlar (%) Konur (%) 1983 n=42 1993 n=44 1983 n=62 1993 n=47 Aldrei reykt 30,9 43,2 37,1 34,1 Hætt að reykja 23,8 20,5 16,1 31,9 Reykja pípu/vindla 11,9 4,5 0 0 Reykja 1-15 sígarettur á dag 7,3 4,5 9,7 12,8 Reykja >15 sígarettur á dag 26,1 27,3 37,1 21,3 Tafla III. Tóbaksneysla karla og kvenna áStór-Reykjavíkursvœðinu 1967-1989. Aldur er 55-59 ár. Karlar (%) Konur (%) 1967 n=214 1989 n=381 1967 n=259 1989 n=464 Aldrei reykt 18,2 25,5 47,1 43,2 Hætt að reykja 23,8 34,4 10,8 23,2 Reykja pípu/vindla 24,3 17,3 0 0 Reykja 1-15 sígarettur á dag 16,8 6,8 27,0 13,6 Reykja >15 sígarettur á dag 16,9 16,0 14,2 20,0 Svo virðist sem tóbaksvarnir í grunn- og framhaldsskólum hafi borið góðan árangur. Mun færri unglingar byrja að reykja en áður. Að vísu hefur orðið nokk- ur fjölgun reykingamanna með-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.