Læknablaðið - 15.12.1995, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
885
Hollvinasamtök
Háskóla íslands
al yngri pilta og ungra stúlkna á
allra síðustu árum (landlæknis-
embættið 1995). Árangur tó-
baksvarna virðist ekki vera jafn-
góður meðal eldra fólks. Stór-
reykingar meðal 30-34 ára karla
hafa til dæmis ekki minnkað á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og í
Árnessýslu, en meðal kvenna
hafa þær heldur minnkað (Mon-
ica). Meðal 50-59 ára karla og
kvenna á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu virðast stórreykingar
ekki hafa minnkað, heldur frek-
ar aukist. Ljóst er að nauðsyn-
legt er að beita öðrum ráðum en
hingað til. Landlæknisembættið
hefur lagt til að reykingavarnar-
námskeið verði efld á heilsu-
gæslustöðvum en því miður hef-
ur þetta ekki gengið nægilega
eftir. Af könnunum má ráða að
flest stórreykingafólk vill hætta
að reykja.
Tóbaksvarnir meðal þeirra er
reykja hafa ekki skilað árangri
sem skyldi í þessu tilliti. Tó-
baksvarnir á að reka í góðum
tengslum við þá sem standa að
forvarnaraðgerðum í samvinnu
við heilsugæslustöðvarnar. Það
tíðkast um of að forvarnarað-
gerðir séu alfarið skipulagðar af
nefndum og ráðum sem stjórna
með auglýsingum og tillögum
en eru ekki í beinum tengslum
við fólkið í framlínunni. Því fer
sem fer. Besta dæmið sem ef til
vill er hægt að læra af er forvarn-
arskipulag Dana. Þeir voru
fyrstir norrænna þjóða til þess
að skipa forvarnarráð sem starf-
ar sjálfstætt fyrir utan danska
landlæknisembættið. Árangur
varð lélegur því að lítið eða ekk-
ert hefur dregið úr óheilsusam-
legum lífsstíl, meðal annars
reykingum Dana. Afleiðingin
er sú að lífslíkur Dana fara nú
lækkandi, einu þjóðarinnar í
Norður- og Mið-Evrópu. Danir
hafa nú flutt forvarnaraðgerðir
til landlæknisembættisins í von
um betri árangur.
Þann 1. desember verða
stofnuð Hollvinasamtök Há-
skóla Islands. Hugmyndin hef-
ur verið til umræðu alllengi inn-
an Háskólans en nú hefur Stúd-
entaráð ákveðið að hrinda
henni í framkvæmd og hefur
sérstök nefnd unnið að undir-
búningi málsins.
Um er að ræða samtök fyrr-
um kandídata frá Háskóla ís-
lands og annarra velunnara
skólans, menntunar og vísinda,
eins og segir í fréttatilkynningu
frá Stúdentaráði Háskóla Is-
lands. Samtökin verða öllum
opin þótt líklegt megi telja að
þangað muni einkum sækja fé-
lagsmenn úr fagfélögum há-
skólamenntaðra manna.
Stofnfélögum verður safnað
fram til 17. júní 1996. Allar nán-
ari upplýsingar verða veittar hjá
Stúdentaráði HÍ, í síma 562
1080.
Öldungadeild L.í.
Öldungadeild L.í. heldur
skemmtifund fimmtudaginn
14. desember næstkomandi.
Staður og tímasetning verða auglýst nánar
í fundarboði.
Stjórnin
XII. þing
Félags íslenskra lyflækna
að Sauðárkróki 7.-9. júní 1996
Félag íslenskra lyflækna heldur sitt XII. þing dagana
7.-9. júní 1996 að Hótel Áningu Sauðárkróki. Þingið
verður með hefðbundnum hætti og stendur frá hádegi
föstudags til síðdegis á sunnudegi.
Skilafrestur ágripa er 15. apríl. Öllum ágripum erinda
og veggspjalda skal skilað á disklingum, ásamt einu
útprenti. Hámarkslengd ágripa verður 1730 tákn.
Nánari upplýsingar um efnisfrágang og tilhögun
þingsins munu birtast í febrúarhefti Læknablaðsins.
Stjórnin