Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.12.1995, Qupperneq 60
886 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Norræna félagið um þarfír sjúkra barna 15 ára Hinn 7. nóvember 1980 var Norræna félagið um þarfir sjúkra barna (NOBAB) stofnað á ráðstefnu í Lillehammer í Noregi. Aðildarlönd félagsins eru fimm, Danmörk, Finnland, ísland, Noregur og Svíþjóð. Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir hefur verið formaður félagsins nú á þriðja ár en það er í fyrsta skipti sem ísland fer með formennsku í fé- laginu. Stjórnina skipa einn full- trúi frá hverju aðildarlandi auk formanns og ritara sem eru kosnir sérstaklega. Ritari fé- lagsins er Esther Sigurðardótt- ir, fulltrúi foreldra frá íslandi. Félagið samanstendur af fag- fólki úr öllum heilbrigðisstétt- um ásamt foreldrum veikra barna, bæði einstaklingum og fagfélögum. Hvert aðildarland hefur jafnframt eigið félag inn- an síns lands. Umhyggja er Is- landsdeild félagsins. Meðlima- fjöldi félagsins skiptir þúsund- um í þessum fimm aðildarlönd- um. Félagið gefur út tímaritið, NOBAB-nytt, tvisvar á ári og fer ísland nú með ritstjórn tíma- ritsins, sem er dreift til meðlima og aðildarfélaga í öllum fimm löndunum. NOBAB mætir þörfum veikra barna og ung- linga fyrst og fremst með því: Að halda árlegar ráðstefnur, fundi og námskeið fyrir fag- fólk og foreldra. Að hafa áhrif á stjórnvöld um ýmsar ákvarðanir varðandi þarfir veikra barna og ung- linga. Að dreifa og miðla upplýsing- um og hugmyndum um þarfir veikra barna til stjórnvalda og almennings. Að eiga samvinnu við aðrar þjóðir og alþjóðasamtök með svipað starfssvið. Að hafa samtökin opin öllum þeim sem hafa áhuga fyrir þörfum veikra barna og unglinga. Síðastliðin 15 ár hefur stjórn félagsins unnið markvisst að efl- ingu félagsins og auknu sam- starfi milli foreldra og fagfólks innan hvers lands, milli aðildar- félaga og síðastliðin þrjú ár við Evrópusamtök um þarfir barna (EACH). Evrópusamtökin voru formlega stofnuð í Austur- ríki árið 1992 og standa nú 18 þjóðlönd að baki þeim. Trúin á ávinning af fjölþjóðlegu sam- starfi á þessu sviði kom meðal annars vegna árangursríks starfs NOBAB. Þarfir sjúkra barna eru í raun þær sömu og þarfir heilbrigðra barna. Sjúk börn þarfnast fyrst og fremst öryggis og frelsis til athafna, en auk þess þarfnast þau sérstaklega mannlegra sam- skipta, nærveru foreldra, upp- örvunar og hughreystingar. Þegar sjúkdóma eða slys ber að höndum geta þessar þarfir gleymst eða fallið í skugga fyrir öðrum brýnni þörfum, auk þess sem slíkar aðstæður valda rót- tækum breytingum á lífi og líð- an barnsins, foreldra og fjöl- skyldu þess. Heilbrigðisstéttir víða um heim átta sig nú á alvöru þessa máls og hve mikilvægt er að koma til móts við þarfir barna með þverfaglegri þekkingu sem fyrst í öllum þjóðlöndum. Undanfarin ár hefur NOBAB unnið markvisst að ýmsum málum til dæmis stuðlað að því að börn liggi á barna- deildum en ekki á fullorðins- deildum og að gerð staðla fyrir börn og unglinga á sjúkrahús- um. Staðlar þessir eru byggðir á svokölluðum Leidensáttmála, sem er Evrópusáttmáli um börn á sjúkrahúsum sem byggir á 10 þáttum. Fyrir um það bil tveim- ur árum voru staðlarnir full- gerðir og myndskreyttir fyrr á þessu ári af frönskum lista- manni PEF og þeim dreift til heilbrigðisyfirvalda og allra sjúkrahúsa á Norðurlöndum. Auk þess voru staðlarnir gefnir út í formi veggspjalda, bæklinga og korta og þeim dreift á heilsu- gæslustöðvar, læknabiðstofur og fleiri staði. Staðlarnir byggja á eftirfarandi lOþáttum: Sjúkra- húsmeðferð barna; tryggja ber tengsl barna og foreldra; ábyrgð foreldra; upplýsingar til barna og foreldra; samákvörðunar- réttur; friðhelgi; stuðningur við eðlilegan þroska barns; aðlagað umhverfi; sérmenntað starfs- fólk; samhengi og heild. NOBAB staðallinn um um- mönnun, lækningu og hjúkrun barna á sjúkrahúsum er Leiden- sáttmálinn lagaður að norræn- um aðstæðum. Með stöðlunum er lögð áhersla á rétt veikra og fatlaðra barna. í þeim er meðal annars lögð rík áhersla á að leggja börn eingöngu inn á sérútbúnar barnadeildir með sérmenntuðu starfsfólki, þar sem þarfir barna og fullorðinna eru gerólíkar og fara ekki saman. Pó nokkuð hefur miðað í rétta átt á Norðurlöndum fyrir tilstuðlan NOBAB og reynt hefur verið að laga umhverfi barna að þörfum þeirra og barnadeildir verið útbúnar leik- tækjum og skreytingum við hæfi barna. í stöðlunum er einnig lögð rík áhersla á að aðstandendum barna sé frjálst að koma og fara að vild og vera eins mikið með börnunum og þeir geta meðan á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.