Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 63

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 889 Árni Björnsson, Iæknir Eiga íslenskir læknar hugmyndafræði? í fyrsta tölublaði Læknablaðs Guðmundar Hannessonar, sem hann byrjaði að gefa út 1902, spyr hann íslenska lækna tveggja spurninga. Hvernig erum vér íslcnskir læknar? Hvernig ættum vér að vera? Hér er, að því er ég best veit, í fyrsta sinni drepið á hugmynda- fræði lækna á íslandi. Fátt var um svör og satt best að segja hefur hugmyndafræðileg um- ræða aldrei átt upp á pallborðið meðal vor, allt til þessa dags. Eða erum við tilbúnari til að svara þessum spurningum nú? í umræðuþætti útvarpsins á laugardegi níunda þessa mán- aðar (september) var rætt um frammistöðu forseta vors í ný- liðinni heimsókn til Kínverska alþýðulýðveldisins og sýndist sitt hverjum. Meðal annars kom það álit fram að forsetinn hefði á valdatíma sínum fremur sóst eftir áhrifum en völdum. Ekki var leitt neinum getum að því hversvegna forsetinn hefði tek- ið þessa stefnu enda er það ekki til umræðu hér. Ástæðan til að ég minnist á þetta er, að mér virðist læknar á íslandi hafa farið svipaða leið, það er að segja leitað fremur eftir áhrifum en völdum. Óneitanlega hefur það hvarflað að mér hvort ástæðan, hvað læknastéttina varðar, sé sú, að völdum fylgir ábyrgð, en Flutt á málþingi í tengslum við aðalfund LÍ 30. september 1995. fyrir áhrif verða menn trauðla sóttir til ábyrgðar. En ég leyfi mér að fullyrða, að læknar á íslandi hafa mikil áhrif en lítil völd. Sumum finnst jafnvel nóg um læknisfræðivæð- ingu hugarfars þjóðarinnar. En lítum aðeins á söguna. Allt frá dögum Guðmundar Hannessonar hafa læknar átt sæti á Alþingi, alltaf að minnsta kosti einn stundum fleiri. Að vísu taldi Guðmundur, að áhugi lækna á stjórnmálum stafaði ekki af áhuga á að bæta læknis- þjónustuna heldur því að lækn- isstarfið væri svo leiðinlegt. Lík- lega er starfið orðið skemmti- legra, því nú er aðeins einn þingmaður læknir og hann er varaþingmaður. Hinsvegar eru nokkrir þingmenn giftir lækn- um og heilbrigðisráðherrann er hjúkrunarfræðingur. Um síðustu aldamót stóð heilbrigðisþjónusta á íslandi langt að baki heilbrigðisþjón- ustu annars staðar í Evrópu ekki síst í Norður Evrópu. Hér voru engin alvöru sjúkrahús. Að vísu var hér læknaskóli en öll aðstaða til kennslu var hin hraklegasta og að prófi loknu fóru menn oftast beint út í hérað þar sem ekkert beið nema fag- leg og félagsleg einangrun. Nokkrir læknar sóttu þó mennt- un til Danmerkur en komu þá oftast beint heim frá prófborði, án allrar reynslu og örlög þeirra urðu svipuð og hinna. Um fram- halds- eða viðhaldsmenntun var ekki að ræða. I héraði var bún- aður allur í lágmarki og almenn- ingur gerði engar faglegar kröf- ur. Samkeppni milli lækna um þjónustu var engin. I þessu umhverfi þróaðist engin læknisfræðileg hug- myndafræði, aðeins fagleg og fræðileg uppgjöf, sem birtist í ýmsum myndum til að mynda drykkjuskap en sumir sneru sér að öðru, svo sem stjórnmálum eða búskap. Ekki er liðin full öld síðan G.H. lýsti ástandi heilbrigðis- mála í landinu eins og sjá má í blaði hans, það er að segja að við stæðum öðrum langt að baki. Við hljótum að undrast þær framfarir sem orðið hafa og velta því fyrir okkur hvaða þátt læknastéttin hefur átt í þeim og hvað hefur orðið vegna breyttra þjóðfélagshátta. En nú þegar við teljum okkur búa við bestu heilbrigðisþjónustu á byggðu bóli, er líka fróðlegt að skoða, hversvegna heilbrigðismálin eru orðin svo erfiður málaflokk- ur að stjórnmálamenn veigra sér við að takast á við hann og tala um pólitískan masókisma og jafnvel pólitískt sjálfsmorð. Pegar svo stórstígar framfarir hafa orðið í heilbrigðismálum sem raun ber vitni, mætti ætla að bak við þær lægi ákveðin læknisfræðileg hugmyndafræði. En er það svo? Eg held ekki. íslenskir læknar hafa aldrei átt heilsteypta hugmyndafræði. G.H. gerði tilraun til að skapa hana í byrjun aldarinnar en tókst það ekki og það þó hann ætti eftir að verða einn áhrifa- og valdamesti læknir í landinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.