Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 67

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 67
AUGMEIMTIINI amoxicillín + klavúlansýra ÁKJÓSANLEGT FYRSTA LYF ÞEGAR MEÐHÖNDLA Á SÝKINGAR í EFRI LOFTVEGUM Augmentin töflur 250 mg + 125 mg Augmentin töflur 500 mg + 125 mg Augmentin mixtúra 25 mg + 6,25 mg / ml Augmentin mixtúra 50 mg + 12,5 mg / ml Klavulansýra eyðileggur ís-lactamasa Amoxicillín verður aftur fullvirkt AUGMENTIN (SmithKline Beecham, 870191) MIXTÚRUDUFT 25 mg + 6,25 mg/ml; J 01 C R 02 R O 1 ml af lyfinu fullbúnu inniheldur: Amoxicillinum INN, tríhýdrat, samsvarandi Amoxicillinum INN 25 mg, Acidum clavulanicum INN, kalíumsalt, samsvarandi Acidum clavulanicum INN 6,25 mg, Aspartamum 2,5 mg, bragöefni og burðarefni q.s., Aqua purificata q.s. ad 1 ml. MIXTÚRUDUFT 50 mg + 12,5 mg/ml; J 01 C R 02 R O 1 ml af lyfinu fullbúnu inniheldur: Amoxicillinum INN, tríhýdrat, samsvarandi Amoxicillinum INN 50 mg, Acidum clavulanicum INN, kalíumsalt, samsvarandi Acidum clavulanicum 12,5 mg, Aspartamum 2,5 mg, bragðefni og burðarefni q.s., Aqua purificata q.s. ad 1 ml. TÖFLUR 250 mg + 125 mg; J 01 C R 02 R O Hver tafla inniheldur: Amoxicillinum INN, tríhýdrat, samsvarandi Amoxicillinum INN 250 mg, Acidum clavulanicum INN, kalíumsalt, samsvarandi Acidum clavulanicum INN 125 mg. TÖFLUR 500 mg + 125 mg; J 01 C R 02 R O Hver tafla inniheldur: Amoxicillinum INN, tríhýdrat, samsvarandi Amoxicillinum INN 500 mg, Acidum clavulanicum INN, kallumsalt, samsvarandi Acidum clavulanicum INN 125 mg. Eiginleikar: Lyfið er blanda af amoxicillíni og klavúlansýru, sem breikkar verkunarsvið amoxicillíns, sem þar með verður virkt gegn mörgum sýklategundum, sem framleiða beta-laktamasa, t.d. klasasýklum, H. influenzae, Branhamella catarrhalis og B. fragilis, N. gonorrhoeae og mörgum Gram-neikvæðum stöfum. Amoxicillín hefur sýkladrepandi verkun, en klavúlansýra hefur nánast enga beina verkun á sýkla. Bæði efnin frásogast vel frá meltingarvegi og er frásog best þegar lyfið er tekið fyrir máltíð. Helmingunartími er u.þ.b. 1 klst. Próteinbinding amoxicillíns er 18 % og klavúlansýru 25%. Bæði efnin útskiljast í virku formi með þvagi. Ábendingar: Sýkingar af völdum sýkla, sem eru næmir fyrir lyfjablöndunni. Frábendingar: Ofnæmi fyrir beta-laktam lyfjum, t.d. penicillíni og cefalóspórínsamböndum. Mononucleosis. Saga um gulu eða skerta lifrarstarfsemi, sem tengist gjöf á Augmentin eða skyldum lyfjum. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið sýnt fram á vanskapandi áhrif á fóstur af völdum lyfsins í dýratilraunum. Þar eða reynsla af notkun lyfsins á meðgöngu er takmörkuð skal forðast notkun lyfsins hjá þunguðum konum, einkum á fyrsta þriðjungi meðgöngutíma, nema brýna nauðsyn beri til. Konur með börn á brjósti mega nota lyfið. Aukaverkanir: Við venjulega skömmtun lyfsins má búast við aukaverkunum hjá 5% sjúklinga. Aukaverkanir frá meltingarvegi svo sem linar hægðir, ógleði og uppköst eru þó algengari ef hærri skammtar eru gefnir. Virðast þessar aukaverkanir algengari við gjöf þessa lyfs en við gjöf amoxicillíns eins sór. Algengar (>1%): Meltingarvegur: Linar hægðir. Húð: Útbrot, kláði. Sjaldgæfar (0,1-1%): Blóð: Eosinofilia. Meltingarvegur: Ógleði, uppköst. Húð: Ofsakláði. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Almennar: Ofnæmislost. Blóð: Hækkun á blóðflögum. Meltingarvegur: Pseudomembraneous colitis. Húð: Steven-Johnsons heilkenni, erythema multiforme, exfoliativur dermatitis. Lifur: Lifrarbólga (gula) með stíflumynd. Þvagfæri: Millivefsbólga í nýrum. Við einkirningasótt er tíðni húðútbrota hærri og það sama hefur sóst hjá sjúklingum með hvítblæði. Milliverkanir: Próbenecíð seinkar útskilnaði amoxicillíns, en ekki útskilnaði klavúlansýru. Því er ekki mælt með samtímis gjöf próbenecíðs og Augmentin. Samtímis gjöf ampicillíns og allópúrínóls eykur líkur á útbrotum, hugsanlegt er, en þó ósannað, að hið sama gildi um amoxicillín. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur Augmentin dregið úr virkni getnaðarvarnataflna. Varúð: Við skerta nýrnastarfsemi (kreatínínklerans < 30 ml/mín.) þarf að minnka skammta fyrir 250 mg + 125 mg töflur og 500 mg + 125 mg. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Vegna aspartaminnihalds mixtúrunnar skal gæta varúðar hjá sjúklingum með fenýlketonureu. Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammtur er ein tafla 250 mg + 125 mg þrisvar sinnum á dag. Við alvarlegum efri loftvegasýkingum og lungnasýkingum ein tafla 500 mg + 125 mg þrisvar sinnum á dag.- Æskilegt er að gefa lyfið fyrir máltíð. Fj. stofna [Wj60-95% H|5-60% I |<5% næmir (%) Hi I I Hi |___J Sýklafræðideild Lsp., KGK, Janúar 1995 Skammtastærðir handa börnum: Mixtúra 25 mg + 6,25 mg/ml (1 ml mixtúra = 25 mg amoxicillín): Líkams- Dagsskammtur 20 mg/kg 40 mg/kg Þyngd (venjulegur skammtur) 5-6 kg 11/j ml x 3 2Va ml x 3 7-9 kg 2 ml x 3 4 ml x 3 10-12 kg 2V2 ml x 3 5mlx3 Mixtúra 50 mg + 12,5 mg/ml; (1 ml mixtúra = 50 mg amoxicillín): Líkams- Dagsskammtur 20 mg/kg 40 mg/kg þyngd (venjulegur skammtur) 7-9 kg 1 ml x 3 2 ml x 3 10-12 kg 1V2 ml x 3 21/2mlx3 13-19 kg 2V2 ml x 3 5 ml x 3 20-30 kg 4 ml x 3 V/2 ml x 3 > 30 kg 5 ml x 3 10mlx3 Athugið: Fullbúin mixtúra hefur7 daga geymsluþol í ísskáp (2-8C). SO SmithKlme Beecham Stefán Thorar ensen SiBumúIa 32 ■ 108 Reykjn tk ■ Sími 91-686044 Pakkningar og verð: Mixtúruduft 25 mg + 6,25 mg/ml: 80 ml 940 kr. Mixtúruduft 50 mg + 12,5 mg/ml: 80 ml 1667 kr Töflur 250 mg + 125: 16 stk. (þynnupakkað) 1592 kr. Töflur 500 mg + 125 mg: 16 stk. (þynnupakkað) 2682 kr. verð í nóv. 1995

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.