Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 68

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 68
894 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Um rétt læknis til að nota að- stoðarfólk eru ákvæði í 7. gr. þar sem segir: „Lœknir getur við störf sín notið aðstoðar annars heil- brigðisstarfsfólks að svo miklu leyti sem slíkt er nauð- synlegt og forsvaranlegt vegna hcefni þess og sér- kunnáttu. Starfar það þá á ábyrgð lœknis, nema önnur lög bjóði annað. “ Þetta ákvæði er rúmt og skýr- ing þess mjög háð mati á því hvað sé nauðsynlegt og forsvar- anlegt. Þó fer ekki milli mála að því eru allmikil takmörk sett hversu langt læknir getur gengið í því að fela öðrum að rækja starf sitt, en það ræðst af mennt- un og sérkunnáttu og þjálfun aðstoðarmanna. Einnig ber að hafa í huga aðstæður læknisins, þar á meðal starfsaðstöðu hans, til dæmis hversu auðveldlega hann á heimangengt, og vega- lengd þá sem hann þarf að fara og hversu greiðfær hún er, svo að dæmi séu nefnd. Þá er ljóst að læknir getur ekki leyst sig undan ábyrgð með því að nota aðstoðarfólk. — Nákvæmar reglur um þetta efni eru ekki í lögum. Læknir hefur rétt til að skor- ast undan að framkvæma að- gerð svo sem mælt er í 8. gr. þar sem segir: „Lœkni er heimilt að skorast undan störfum, sem stangast á við trúarleg eða siðferðis- leg viðhorf hans séu störfin ekkiframkvæmd í lœkninga- skyni. “ Hér geta risið mörg álitaefni. Almennt mun þó litið svo á að læknar geti aldrei skorazt undan að vinna verk í lækningaskyni; hins vegar geti þeir hafnað að- gerðum sem ekki verði taldar til lækninga í þröngri skýringu þess orðs svo sem fegrunarlækning- um, ófrjósemisaðgerðum, til- teknum erfðafræðilegum breyt- ingum og fóstureyðingum af fé- lagslegum ástæðum. En sá vandi sem bundinn er við að skilgreina hugtakið lækning veldur því að greinin gefur ekki ótvíræða leiðsögn. Almennt verður þó að telja að læknir verði að færa gild rök fyrir und- anfærslu sinni. Rétti til að stunda lækningar fylgir réttur til að ávísa lyfjum, en um þá starfsemi eru nánari ákvæði í IV. kafla læknalaga. Ekki hafa aðrir slíkan rétt en læknar, tannlæknar og dýra- læknar. Hér hefur verið lýst helztu réttindum sem taka til allra lækna sem hafa almennt lækn- ingaleyfi. Til viðbótar geta komið ýmis sérstök réttindi bundin við tiltekin störf sem læknar kunna að gegna. Emb- ættislæknar njóta til dæmis rétt- inda sem ríkisstarfsmenn, lækn- ar sem kvaddir eru til meðdóm- endastarfa, mats eða skoðunar njóta réttar sem fylgja slíkum störfum og þannig mætti áfram telja. Skyldur lækna Helztu skyldur lækna eru þess- ar: 1. Skylda til árvekni í starfi. 2. Skylda til að veita sjúklingi upplýsingar. 3. Skylda til að vanda til út- gáfu vottorða. 4. Skylda til að láta stjórn- völdum í té vottorð. 5. Skylda til skyndihjálpar. 6. Skylda til læknavaktar. 7. Þagnarskylda. 8. Skylda til afhendingar sjúkragagna. 9. Skylda til að gæta hófs í auglýsingum 10. Skylda til að sæta eftirliti. Hér verður að hafa tvennt í huga, annars vegar það sem þegar hefur verið nefnt að lækn- ar kunna að gegna ýmsum störf- um sem sérstakar skyldur fylgja og um þau er ekki fjallað hér; hins vegar verður að hafa í huga að skyldur fylgja réttindum, til dæmis rétti til að stunda al- mennar lækningar fylgja allar þær skyldur sem hér voru taldar og réttur til að skorast undan aðgerð tengjast skyldu til að veita læknishjálp. Um skyldu til árvekni í starfi eru ákvæði í 9. gr. læknalaga: „ Lækni ber að sinna störfum sínum af árvekni og trú- mennsku, halda við þekk- ingu sinni og fara nákvæm- lega eftir henni. Læknir ber ábyrgð á grein- ingu og meðferð þeirra sjúk- linga sem til hans leita eða hann hefur til umsjónar. “ Þetta ákvæði þarfnast tæp- lega nánari útlistunar að öðru leyti en því hvað nákvæmlega felist f orðunum árvekni og trúmennska, en bæði orðin eru mjög háð mati og að því leyti er merking orðanna ekki fullljós. Ákvæðið um ábyrgð læknis á verkum sínum er f samræmi við almennar reglur (3). Um skyldu læknis til að veita sjúklingi upplýsingar er mælt í 10. gr. þar sem segir: „Lœkni ber að jafnaði að upplýsa sjúkling um ástand, meðferð og horfur. Eigi í hlutbarn, unglingur yngri en 16 ára eða sjúklingur, sem ekki getur tileinkað sér upp- lýsingar, skulu þær veittar foreldri, forráðamanni eða nánasta aðstandanda. “ Að baki þessu ákvæði býr sú grunnregla sem hvergi er skráð berum orðum að leita verður samþykkisfyriraðgerðum. Hún telst nú eiga sér stoð í 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar, saman- ber 6. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995 sem hljóðar þannig:

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.