Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 69

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 895 „Engan má beitapyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. “ í greinargerð með frumvarpi til framangreindra stjórnskip- unarlaga var meðal annars þetta tekið fram um 6. gr.: „Þá felst í ákvæðinu bann við lœknisfrœðilegum og vís- indalegum tilraunum án samþykkis hlutaðeiganda, en slík vernd er sérstaklega orðuð í síðari málsl. 7. gr. alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Má líta svo á að ákvæðið feli almennt í sér bann við læknisaðgerðum án samþykkis hlutaðeiganda ef líf er ekki í brýnni hættu, en sem dæmi um aðgerðir, sem hér geta átt undir, má nefna ófrjósemisaðgerðir og aðrar aðgerðir sem geta haft varanleg áhrif á líf manns. “ (4) Sjúklingur verður að gefa samþykki af fúsum og frjálsum vilja, en áður ber lækni að fræða hann um þær afleiðingar sem kunna að fylgja aðgerðinni, einkum hættur. Hann verður að búa sjúkling sem bezt undir að- gerðina, andlega og líkamlega. — Ekki er þessi regla undan- tekningarlaus. Sjúklingur kann að vera meðvitundarlaus eða í slíku ástandi að ekki sé unnt að ræða við hann. Þegar þannig stendur á verður að gera ráð fyrir að sjúklingur vilji þiggja læknishjálp sem til boða stend- ur, enda sé hún í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Al- mennt samþykki sjúklings við tilgreindum eða ótilgreindum aðgerðum hefur ekkert gildi að íslenzkum lögum, enda skortir þá eina mikilvæga forsendu, nánar tiltekið þá að sjúklingur sé sérstaklega búinn undir hina tilteknu aðgerð. Sama á við al- menna yfirlýsingu um að allri læknishjálp sé hafnað. Meira álitamál er um yfirlýsingar þar sem beðizt er undan tilteknum aðgerðum. Slíkar yfirlýsingar verður að meta eftir aðstæðum, en þó túlka með gagnrýni, enda kunna aðstæður að hafa breyzt frá því að yfirlýsing var gefin (5). Sérstakur vandi rís þegar for- eldrar hafna aðgerðum á börn- um sínum til dæmis vegna trúar- eða siðaskoðana sinna. í slíkum tilfellum verður að hafa hliðsjón af barnalögum og leita til yfir- valda. Vandamál af þessu tagi væri eðlilegt að kæmu til kasta umboðsmanns barna, saman- ber lög nr. 83/1994. Meginstefn- an er þar sú að hagsmunir barnsins skulu lagðir til grund- vallar; að auki ber að hafa neyð- arréttarsjónarmið að leiðar- ljósi. Vafa veldur túlkun á orðun- um að lækni beri „að jafnaði" að upplýsa sjúkling. Hvað merkja orðin „að jafnaði"? Ef læknir gengi mjög langt í að upplýsa sjúkling um alla hugsanlega hættu sem aðgerð kynni að fylgja færi ef til vill svo að sjúk- lingur yrði verr undir hana búinn en ella, eða hafnaði henni án þess að ástæða væri til. Því verður ekki talin ástæða til að læknir geri sjúklingi grein fyrir fjarlægum hugsanlegum afleið- ingum, svo sem mjög sjaldgæf- um fylgikvillum (6). Um skyldu til að vanda til vottorða og láta þau í té eru ákvæði í 11. og 12. gr. í 11. gr. segir: „Lækni ber að sýna varkárni og nákvœmni við útgáfu vottorða og annarra lækna- yfirlýsinga. Skal hann votta það eitt er hann veit sönnur á. Ráðherra setur nánari reglur um gerð og útgáfu lœknis- vottorða að fengnum tillög- um landlœknis og Lœknafé- lags íslands og að fenginni umsögn heildarsamtaka launafólks og vinnuveit- enda. “ 112. gr. segir þetta: „Lœkni er skylt að láta hinu opinbera í té vottorð um sjúklinga er hann annast þegarslíkra vottorða er kraf- ist vegna viðskipta sjúklinga við hið opinbera. “ Læknisvottorð eru oft mjög mikilvæg gögn bæði í stjórnsýslu og dómsmálum. Þau ráða stundum úrslitum um niður- stöðu. Því er mikilvægt að vanda til þeirra. Á því er stund- um nokkur misbrestur, en þó er ljóst að oft eru læknar undir miklum þrýstingi að gefa vott- orð, jafnvel þótt þeim sé óhægt um vik. Þennan vanda þekkja vafalaust allir læknar. Um gerð og útgáfu læknis- vottorða gilda nú reglur nr. 586/ 1991. Þá ber lækni skylda til að veita skyndihjálp og um það eru ákvæði í 13. gr.: „Lœkni ber, sé hann nær- staddur eða sé til hans leitað, að veita fyrstu nauðsynlega læknishjálp í skyndilegum sjúkdóms- eða slysatilfellum nema þeim mun alvarlegri forföll hamli. “ Þetta ákvæði er svo sjálfsagt að ekki sýnist þörf á að fjalla frekar um það. Skylda til læknavaktar er orð- uð í 14. gr. laganna sem hljóðar svo: Lækni, sem stundar almenn- ar lækningar, er skylt, þótt hann sé ekki opinber starfs- maður, að gegna aðkallandi sjúkravitjunum í því heilsu- gæsluumdæmi þarsem hann starfar nema þeim mun al- varlegri forföll hamli. “ Skyldur lækna til hjálpar sem hér eru orðaðar eiga sér stoð í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.