Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 70

Læknablaðið - 15.12.1995, Síða 70
896 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 aldagömlum og rótgrónum siðareglum og er nærtækast að minna á Hippókratesareiðinn. Raunar hvílir skylda til hjálpar nauðstöddum á öllum mönn- um, samanber 221. gr., 1. mgr. almennra hegningarlaga sem hljóðar svo: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gœti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það varð- haldi eða fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef máls- bœtur eru. “ Álitaefni sem hér kunna að rísa snerta merkingu orðanna „nauðsynleg læknishjálp“, „að- kallandi sjúkravitjanir" og „al- varleg forföir. Vafatilfelli ber þó tvímælalaust að túlka í vil þeim sem leitar læknishjálpar. í 15. gr. læknalaga eru ákvæði um þagnarskyldu: „Lœkni ber að gœta fyllstu þagmœlsku og hindra það að óviðkomandi fái upplýsing- ar um sjúkdóma og önnur einkamál er hann kann að komast að sem lœknir. Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða sé rökstudd ástœða til þess að rjúfa þagn- arskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Samþykki sjúklings, sem orðinn erló ára, leysir lækni undan þagnarskyldu. Að öðrum kosti þarf samþykki forráðamanns. Lœknir verður ekki leiddur fram sem vitni í einkamálum gegn vilja sjúklings nema œtla megi að úrslit málsins velti á vitnisburði hans eða málið sé mikilvœgt fyrir málsaðila eða þjóðfélagið, hvort tveggja að mati dóm- ara. í slíkum tilvikum ber lœkni að skýra frá öllu sem hann veit og telur að hugsan- lega geti haft áhrif á málið. Slíkur vitnisburður skal fara fram fyrir luktum dyrum. Lœknir getur þrátt fyrir ákvœði þessarar greinar veitt öðrum heilbrigðisstéttum upplýsingar sé um að rœða rannsóknir og meðferð sjúklinga. Sama þagnarskylda gildir fyrir aðrar heilbrigðisstéttir og aðra sem vinna með lœkni. Þagnarskylda fellur ekki niður við lát sjúklings. Mœli ríkar ástœður með því getur lœknir látið í té upplýsingar með hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum við- komandi. Sé lœknir í vafa geturhann borið málið undir landlœkni. “ Um þagnarskyldu mætti fjalla í löngu máli, enda takast þar iðulega á miklir hagsmunir og örðugt að orða reglur sem taki á öllum álitaefnum. Pó má slá föstu að þagnarskyldan taki ekki eingöngu til staðreynda sem standa í beinu sambandi við sjúkdóminn eða meðferð á hon- um, heldur til alls þess sem sjúklingur trúir lækni fyrir vegna afskipta hans af sjúklingi. Jafnvel kann lækni að vera skylt að leyna því að hann stundi sjúkling. Þegar meta á hver dæma skuli um það hvað falli undir þagnar- skylduna er aðalreglan sú að mat læknis ræður. Tilteknir almannahagsmunir geta leyst lækni undan þagnar- skyldu svo sem rannsókn af- brotamála. Hér má segja að al- mannahagsmunir vegi þyngra en hagsmunir sjúklings. Þá getur sjúklingur sjálfur leyst lækni undan þagnarskyldu og forráðamaður — nánar til- tekið lögráðamaður — ef sjúk- lingur er undir 16 ára aldri. Þagnarskylda fellur ekki sjálfkrafa niður við dauða sjúk- lings, en heimilt er að víkja frá henni á grundvelli hagsmuna- mats, með öðrum orðum ef mikilvægir hagsmunir krefjast, til dæmis vegna erfða eða til að upplýsa afbrot. Um þagnarskyldu er mælt í fjölmörgum lagaákvæðum. Um meðferð upplýsinga í sjúkraskrám er mælt í 16. gr. Þar segir: „Sjúkraskrá er eign heil- brigðisstofnunar þar sem hún er fœrð eða lœknis sem hana færir. Lœkni er skylt af afhenda sjúklingi eða umboðsmanni hans afrit sjúkraskrár, allrar eða að hluta. Sama gildir gagnvart opinberum aðilum sem lögum samkvœmt at- huga kœru sjúklings eða um- boðsmanns vegna lœknis- meðferðar. Þetta gildir þó ekki um sjúkraskrár sem fœrðar eru fyrir gildistöku þessara laga. Upplýsingar í sjúkraskrá, sem hafðar eru eftir öðrum en sjúklingi sjálfum eða heil- brigðisstarfsfólki, skal ekki sýna nema með samþykki þesssem upplýsingarnar gaf. Nú telur lœknir að það þjóni ekki hagsmunum sjúklings að afhenda framangreindum aðilum afrit sjúkraskrár og skal lœknir þá án tafar af- henda landlœkni afrit sjúkraskrárinnar til frekari afgreiðslu. Landlæknir skal innan átta vikna ákveða hvort viðkom- andifái afrit sjúkraskrárinn- ar. Ráðherra setur reglur um af- hendingu og varðveislu sjúkraskráa, að fengnum til- lögum landlœknis og Lœknafélags íslands. “ Ákvæði þessarar greinar eru í megindráttum í samræmi við 15.-17. gr. stjórnsýslulaga nr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.