Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 75

Læknablaðið - 15.12.1995, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 901 Nú synjar nefnd um fóstur- eyðingu af því að hún metur fé- lagslegar ástæður ekki fullnægj- andi, en sá sem synjað var leitar til annars læknis sem leggur á annað mat og eyðir fóstri og þetta er gert innan þeirra tíma- marka sem lög mæla — hver er þá staða hans? Nú segir í 9. gr. læknalaga að læknir beri ábyrgð á greiningu og meðferð þeirra sjúklinga sem til hans leita. Hvernig er þá ábyrgð hans háttað? Samrýmist það 9. gr. læknalaga að stjórn- sýslunefndir taki fram fyrir hendur læknis? — Hér verður að hafa í huga að félagslegar ástæður og læknisfræðilegar ástæður verða ekki alltaf að- greindar til fulls; má hér minna á að í 1. gr. laga um heilbrigðis- þjónustu er gert ráð fyrir að heilbrigði tengist félagslegum aðstæðum. Slík skipan mála sem hér hef- ur verið drepið á ýtir undir vafa um hver séu réttindi og hverjar skyldur lækna. Skyldur læknis við þjóðfélagið Loks verður að minna á að læknir gegnir ekki eingöngu skyldum við skjólstæðinga sína, heldur einnig við þjóðfélagið í heild sem þegn þess. Nú eru það gömul sannindi að enginn kann tveimur herrum að þjóna og hér kunna læknar að vera í vanda staddir þegar skera á úr um hversu víðtækan rétt sjúklingur hefur á hendur þjóðfélaginu til að njóta læknismeðferðar og annarrar heilbrigðisþjónustu. Hér takast á annars vegar hags- munir sem lúta að lífi og heilsu og verða ekki metnir til fjár og peningalegir hagsmunir ríkis- ins, nánar tiltekið skattgreið- enda. Þessi vandi brennur sér- staklega á mönnum á niður- skurðartímum. Og hvaða svar veita lögin? í lögum um heilbrigðisþjón- ustu nr. 97/1990 segirsvo íl. gr.: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði. Heilbrigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsugœslu, heil- brigðiseftirlits, lœkninga- rannsókna, lœkninga og hjúkrunar í sjúkrahúsum, lœknisfrœðilegs endurhæf- ingarstarfs, tannlœkninga og sjúkraflutninga. Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sér um að heilbrigðisþjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samrœmi við lög og reglugerðir. “ Þetta ákvæði gekk fyrst inn í íslenzkan rétt með lögum nr. 56/ 1973. I athugasemdum með frumvarpinu fylgdi svofelld skýring: „Hér er um að rœða stefnu- yfirlýsingu þess eðlis, að landsbúar allir skuli eiga kost á eins fullkominni heil- brigðisþjónustu og kostur er að veita á hverjum tíma. Skilgreiningin er í samrœmi við skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar á heilbrigði. “ (10) Með þessari lagasetningu var sú stefna mörkuð að landsmenn skyldu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverj- um tíma eru tök á að veita. Enn verða fyrir tvö teygjan- leg matsorð: „fullkomnastur“ og „tök á“. Eins og oft áður veita lögin ekki óyggjandi svar; marka einungis stefnu. Enga nánari skýringu er að finna í lög- skýringargögnum. Á merkingu ákvæðisins reynir ekki sízt þegar taka á ákvörðun um nið- urskurð í heilbrigðismálum. í því samhengi hefur verið rætt um forgangsröðun sjúklinga. Sú umræða sem fram hefur farið um þau mál meðal lækna hefur ekki borizt út til almennings svo að heitið geti. Enn hefur ekki verið samin sjúkdómaskrá til leiðbeiningar um forgangsröð- un og kvartanir hafa ekki kom- izt í hámæli. Dómsmál hafa ekki verið höfðuð til heimtu bóta fyrir ónóga læknisþjónustu — til dæmis ef dauðsfall hefur hlotizt af — en slík málaferli gætu orð- ið til að varpa ljósi yfir vandann. — Og svo hafa ekki verið kynnt- ar sem skyldi aðrar sparnaðar- leiðir. Niðurstaða mín er sú að starf lækna sé þess eðlis að réttindi þeirra og skyldur verði einungis að takmörkuðu leyti ákvarðað- ar í lögum. Til viðbótar verða að koma viðurkenndar starfsað- ferðir og siðareglur sem verða mikilvægastar þegar raunveru- lega á reynir. Heimildir 1. Grágás II. Kbh. 1879, bls. 382; Grá- gás, lagasafn íslenzka þjóðveldisins. Reykjavík, 1992: 267. 2. Við eftirfarandi samantekt hefur fróðleikur verið sóttur í greinargerð Ingimars Sigurðssonar lögfræðings sem fylgdi athugasemdum við frum- varp til læknalaga nr. 53/1988, sbr. Alþingistíðindi 1986-1987 A, þskj. nr. 120, bls. 815-21. 3. Arnljótur Björnsson. Bótaábyrgð heilbrigðisstétta og sjúkrastofnana. Tímarit lögfræðinga 1994; 44: 229. 4. Alþingistíðindi 1993-1994 A, þskj. nr. 389, bls. 2093-4. 5. Sjá nánar um þetta efni: Þórunn Guð- mundsdóttir: Upplýsingamiðlun til sjúklinga og samþykki. Tímarit lög- fræðinga 1994; 44: 260. 6. Sama rit: 263-4. 7. Alþingistíðindi 1932 A, þskj. nr. 35, bls. 187. 8. í 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu segir einungis: „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lög- um“. 9. Garðar Gíslason. Um lög og siðferði. Eru lög nauðsynleg? Reykjavík: Bókaútgáfa Orators, 1991: 115-35. (Áður birt í Úlfljóti, tímariti laga- nema, 3-4 tbl. 1990.) 10. Alþingistíðindi 1972-1973 A, þskj. nr. 310 bls. 1179.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.