Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8
200 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Nokkur umhugsunarefni Umræðan um forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu hefur að mörgu leyti gengið út frá þeirri forsendu að nú þurfi að draga saman seglin og spara. En það hefur ekki verið gerð nákvæm úttekt á því hvernig heilbrigðiskerfið stendur. Til að geta metið gagnsemi væntan- legra breytinga er nauðsynlegt að meta upp- hafsstöðuna og skoða vel hvaða verðmæti liggja í heilbrigðiskerfinu. Þar á ég við verð- rnæti í víðustu merkingu; siðferðileg verðmæti, byggingar, mannafla, tækjakost, þekkingu og ýmislegt fleira. En æskilegt væri líka að fá upplýsingar um hvaða árangri ýmsar þær aðgerðir sem reyndar hafa verið skila í raun. Hér má meðal annars nefna sumarlokanir sjúkrahúsdeilda og flatan niðurskurð til ákveðinna málefna. Hafi þessar aðgerðir ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast þarf að finna aðrar betri. Það þarf að skoða í alvöru hverju hagræðing í heilbrigðiskerfinu getur skilað. Hér á ég ekki endilega við að draga úr notkun einnota hluta eða skipta sjaldnar á rúmum. Ég á líka við að rætt sé í alvöru um breytingar á skipulagningu heilbrigðiskerfisins. Þessar breytingar geta verið allt frá því að skera niður eða breyta samsetningu mönnunar upp í að breyta kerfinu sjálfu. Hér er samt nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir afleiðingum væntanlegra breytinga og flana ekki að neinu. Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir því að sú upphæð sem veitt er til heilbrigðis- mála hverju sinni er ekki heilög prósentutala, heldur er hún ákveðin hverju sinni (af alþingis- rnönnum). Stundum kann að vera rétt að draga úr fjármagni til þessara mála en í önnur skipti að auka upphæðina vegna sérstakra aðstæðna eða vandamála. Á hinn bóginn er líka rétt að gera sér grein fyrir því að það er erfitt að skipu- leggja heilbrigðisþjónustu ef miklar og ófyrir- sjáanlegar breytingar verða á fjárframlögum frá ári til árs. Það er vissulega raunhæf spurn- ing hvort stöðugur áróður um sparnað í heil- brigðiskerfinu sé til þess ætlaður að beina at- hygli okkar frá óhófi í fjárveitingum til annarra málaflokka. Spyrja má í fullri alvöru í hvað íslendingar eyði þeim fjármunum sem aðrar þjóðir veita til uppbyggingar hers og land- varna. Þessir peningar virðast hvorki fara í lög- gæslu né landhelgisgæslu. Ennfremur er það raunhæf spuming hvort niðurskurður sé svip- aður í öllum málaflokkum eða ráðuneytum eða hvort heilbrigðis- og menntamál verði fyrir sér- stökum niðurskurði ráðamanna. Umræða urn forgangsröðun, sem beinist ein- göngu að forgangsröðun ákveðinna sjúklinga- hópa eða meðferðar á kostnað annarra er óheppileg. Hún elur á ótta fólks að vegna ákveðins sjúkdóms eða aldurs verði það látið rnæta afgangi við meðhöndlun. Hræðsla kemur í veg fyrir málefnalega umræðu og veldur erfið- leikum við að komast að þjóðfélagslegu sam- komulagi. Mér hefur lengi verið spurn af hverju all- ocation of resources hefur verið kallað for- gangsröðun á íslensku. Allocation of resources er mun nær því að vera nýting auðlinda. Kannski kemur þetta úr Norðurlandamálum þar sem talað er um prioriteringu sem vissulega er forgangsröðun. Prioritering eða forgangs- röðun er að raða einhverju á undan öðru. En það sem raunverulega er verið að fjalla um undir nafninu forgangsröðun í heilbrigðiskerf- inu er mun víðtækara en niðurröðun því það er verið að tala um hvernig eigi að nýta þær auð- lindir sem til eru í mannafla, þekkingu, bygg- ingum, tækjum og öðru til að það nýtist sem best fyrir sjúklinga og aðra sem þurfa á þjón- ustu heilbrigðiskerfisins að halda. Þannig má kannski segja að tilvísun orðsins forgangsröðun hafi tilhneigingu til að vera línuleg, eins og að sjúklingum sé skipað í bið- röð. Þetta er allt of einföld hugsun fyrir heil- brigðiskerfið. Að mínum dómi er æskilegra að tala um stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu. Hana sé ég fyrir mér eins og þrívíddarmynd þar sem verkefnum er skipað eins og punktum í þrívíddarhnitakerfi. En fjórða víddin, sem er tíminn, þarf einnig að vera með í þessari mynd enda mjög mikilvæg fyrir heilbrigðisþjónustu. Annar galli við orðið forgangsröðun er að það er gjarnan skilið sem forgangsröðun sjúk- linga eða sjúklingahópa og þar með týnist grundvallaratriðið, sem er heildarstefnumörk- un, þar sem tekið er tillit til margra þátta sem aldrei verður skipað upp í línulega biðröð. Að lokum vil ég gjalda varhug við hagfræði- kenningum sem eiga að meta hagkvæmni heil- brigðiskerfisins eða þátta innan þess og raða verkefnum upp eftir fjárhagslegu mikilvægi. Þessar kenningar gefa sér oft forsendur til út- reikninga sem byggja á mjög vafasömum sið- ferðilegum grunni og ættu því ekki að notast sem grunnur fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild (7).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.