Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 15

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 205 Number per 100.000 malcs 1971-1975 1976-1980 1981-1985 1986-1990 Period Figure 2. Age staiulardised incidence per 100.000 men for seminoma in Iceland in four 5-year periods, from 1971-1990. No. of cases <20 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 >70 Agc Figure 3. Age distribution for men diagnosed with seminoma in lceland from 1971-1990 (n=47). No. of patients 16-. < 1 1-4 4-16 16-24 24-48 >48 Weeks Figure 4. Duration of symptoms for patients diagnosed with seminoma in Iceland from 1971-1990. Aldursdreifing er sýnd á mynd 3 en meðal- aldur við greiningu var 36,3 ár (staðalfrávik 9,8 ár) og aldursbil 21-71 ár. Frá 1971 til 1980 var meðalaldur 39,6 ár en 34,4 ár frá 1981 til 1990 en munurinn var ekki marktækur (p=0,12). Alls greindust 45 karlar vegna einkenna sem sýnd eru í töflu III. Fyrirferð og verkir í eista eru langalgengustu einkennin en 26 sjúklingar (58%) höfðu fyrirferð án verkja. Fimm höfðu einkenni meinvarpa og þá oftast kviðverki vegna eitilmeinvarpa í aftanskinurými (retro- peritoneum) en einn hafði verki vegna bein- meinvarpa. Tveir greindust fyrir tilviljun, báð- ir við aðgerðir á eista. Mynd 4 sýnir tímalengd frá upphafi ein- kenna til greiningar. Flestir (34%) höfðu ein- kenni í einn til fjóra mánuði fyrir greiningu, rúmur fimmtungur (23%) greindist innan fjög- urra vikna og fjórðungur sjúklinganna (25%) hafði einkenni lengur en hálft ár, þar af fjórir í rúmt ár. Einn sjúklingur greindist innan eins mánaðar á árunum 1971-1980 (6%) en níu á árunum 1981-1990 (33%) (p=0,06). Æxlin voru 0,5-19 cm að þvermáli en meðal- tal var 6,1 cm (staðalfrávik 3,8 cm). Æxli greind 1971-1980 reyndust marktækt stærri (8,0 cm) en æxli greind 1981-1990 (5,2 cm) (p=0,02). Ekki reyndist marktækur munur á fjölda æxla í hægra (28) og vinstra eista (18) (p=0,14). Flest æxlin voru greind með þreifingu ein- göngu en í fimm tilvikum var einnig gerð ómun af eista. Tafla IV sýnir rannsóknir sem beitt var við stigun æxlanna á tveimur 10 ára tímabilum. Allir nema einn fóru í lungnamyndatöku og hjá helmingi sjúklinganna voru teknar sogæða- myndir, þó hjá tvöfalt fleiri á síðara tímabilinu (60%). Frá 1980 er tölvusneiðmyndarannsókn (TS) af kviði og aftanskinurými gerð hjá 80% sjúklinganna (89% frá 1983) og hjá 88% var gerð ómskoðun af sama svæði frá 1984. Könn- unaraðgerð var framkvæmd hjá þremur sjúk- lingum. Einn þeirra hafði kviðverki vegna 15 cm stórs eitilmeinvarps (greindur 1971) en hjá öðrum sjúklingi (greindur 1972) vaknaði grun- ur um eitilmeinvörp í aftanskinurými sem ekki reyndust til staðar við aðgerð. Þriðji sjúkling- urinn (greindur 1990) hafði eista í kviðarholi sem numið var brott. Meinvörp greindust hjá 12 sjúklingum eða 26% hópsins. Tíu höfðu meinvörp í eitlum, einn í blöðruhálskirtli og annar í beinum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.