Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 40
228
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
var leitast við að fá svör við því hvort rétt hafi
verið staðið að greiningu sjúkdómsins með því
að byggja hana á sögu og skoðun fremur en
ítarlegum rannsóknum.
Efniviður og aðferðir
Egilsstaðalæknishérað nær yfir Fljótsdals-
hérað og Borgarfjörð eystri og býr rúmur
helmingur íbúa í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í
Fellabæ. A svæðinu er ein heilsugæslustöð í
starfstengslum við sjúkrahús/hjúkrunarheim-
ili. Þrír heilsugæslulæknar starfa að jafnaði á
svæðinu. Öll samskipti einstaklinga við stöðina
eru tölvuskráð samkvæmt vandaliðuðu sjúkra-
skrárkerfi sem nefnt hefur verið Egilsstaða-
kerfið. íbúatalan árið 1982 var 2831 en 3101 árið
1994. Árið 1982 höfðu 82 sjúklingar iðraólgu
sem fasta sjúkdómsgreiningu (558ICCH), það
merkir að greiningin var skráð sem viðvarandi
vandamál í sjúkraskrá Heilsugæslustöðvarinn-
ar á Egilsstöðum (5,6). Einn sjúklingur var
ranglega skráður og því felldur út. Rannsóknin
sem hér er greint frá kannaði afdrif þessara
sjúklinga 12 árum síðar og nær yfir 863,3 per-
sónuár. Sjúkraskrár 11 sjúklinga sem höfðu
sjúkdómsgreininguna árið 1982 og höfðu látist
á tímabilinu voru athugaðar með tilliti til dán-
armeina og meltingarfærasjúkdóma sem upp-
götvast höfðu eftir 1982. Upplýsinga var leitað
um hina 70 með heimsendum spurningalista.
Auk þess voru skoðaðar sjúkraskrár þeirra
sjúklinga sem sögðust hafa greinst með annan
meltingarfærasjúkdóm á tímabilinu 1982-1994
(þó einungis þeirra sem enn bjuggu í Egils-
staðahéraði 1994).
Niðurstöður
Ellefu sjúklingar létust á tímabilinu. Dánar-
mein tveggja þeirra voru meltingarfærasjúk-
dómar. Hjá fyrri sjúklingnum sem lést árið
1985 var dánarorsökin gegnumþrengjandi
magasár, en lifrarkrabbamein hjá þeim síðari
sem lést árið 1986.
Af þeim 70 sjúklingum sem fengu sendan
spurningalista svöruðu 53 (76%). Þeir voru á
aldrinum 31-91 árs en meðalaldur var 52 ára.
Konur voru 38 en karlar 15 talsins. Sama kynja-
skipting var í hópnum sem ekki svaraði en
meðalaldur þar 45,5 ár. í hópnum sem svaraði
voru 24,5% brottfluttir en 21% í hinum hópn-
um. Fyrir utan meðalaldur eru hóparnir mjög
sambærilegir og brottfallið ætti því ekki að
hafa umtalsverð áhrif á niðurstöðurnar.
Fig. Symptom prevalence in 53 patients with irrrittble syn-
drome.
Table. Symptoms in 53patients with irritable bowelsyndrome
1982-1994
Symptom Number (%)
Abdominal distension 33 (62)
Flatulence 41 (77)
Constipation and/or diarrhea 38 (71)
Heartburn 20 (38)
Á mynd sést hvort og hve oft bar á einkenn-
um iðraólgu. Rúmur þriðjungur sjúklinga
hafði óþægindi einu sinni í mánuði eða oftar.
Vindgangur og hægðatregða voru algeng-
ustu einkennin (sjá töflu). Fæðuóþol fannst hjá
38%. Töldu 14% sjúklinga sig hafa óþol fyrir
mjólk, 14% fyrir feitmeti, 14% fyrir krydduð-
um mat og 9% fyrir brauði.
Úr hópi hinna aðspurðu töldu 17 (32%) sig
hafa greinst með annan meltingarsjúkdóm.
Ellefu sjúklingar nefndu í þessu sambandi
magabólgur og þrír þindarslit. Þegar skoðaðar
voru sjúkraskrár þeirra 12 sjúklinga sem ekki
voru brottfluttir úr héraðinu fékkst staðfesting
á þessum sjúkdómsgreiningum hjá fjórum
(33%). Einn þessara sjúklinga hafði greinst
með krabbamein í ristli 1989.
Þriðjungur sjúklinganna kvaðst aldrei hafa
leitað til læknis á tímabilinu vegna sjúkdóms-
ins. Af hinum hafði þriðjungur leitað eingöngu
til heilsugæslulæknis og 5% sjúklinganna
höfðu einungis leitað til sérfræðings.
Fram kom að 58% sjúklinga nota lyf við
iðraólgunni og 17% höfðu verið frá vinnu
vegna sjúkdómsins. Hjá 34% kom fram fjöl-
skyldusaga unr iðraólgu.