Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
243
Kransæðasjúkdómar og norræna
símavastatín tilraunin
Lyfleysu- Símavastatín
hópur hópur
Hættu meðferð vegna óþæginda 129 126
Blóðbreytingar (aukaverkun) 62 82
Dánir alls 256 182
Kransæðadauði 189 111
Meiriháttar kransæðastífla 622 431
Aðgerðir vegna kransæðasjúkdóma 383 252
Rangar prósentutölur
í síðasta Læknablaði var
skýrt frá niðurstöðum norrænn-
ar rannsóknar á notkun blóð-
fitulækkandi lyfsins símavasta-
tín (Lyfjamál 45. Lbl. 1996; 82:
179). Vegna fyrirspurna er hér
ítarlegar skýrt frá niðurstöðum
eftir fjögurra til fimm ára til-
raun.
í lyfleysuhópnum dóu alls um
4% færri en í meðferðarhópi.
Ekki er um marktækan mun að
ræða. Samkvæmt þessu eru lík-
ur á að sleppa við kransæða-
sjúkdóm 70,5% hjá lyfleysu-
hópnum en 79,6% hjá þeim er
tóku símavastatín.
Munurinn er því 9,1% en ekki
30% líkt og kemur fram í lyfja-
auglýsingu.
I lyfleysuhópnum þurftu
17,2% að gangast undir krans-
æðaaðgerð en í meðferðarhópi
11,3%. Munurinn er því tæp 6%
en ekki 37% eins og getið er um
í grein í Lancet 1994; 344:
1383-9.
Landlæknir
Athugasemd
Áhætta við töku
getnaðarvarnalyfja
„Með vísun í grein sem birtist
í febrúarhefti Læknablaðsins
um Lyfjamál 45 á blaðsíðu 179,
vil ég, undirrituð, koma á fram-
færi athugasemd. Greinin ber
heitið „Áhætta við töku getnað-
arvarnalyfja" og styðst við
heimildir úr BMJ1995; 311:1111-
2,1117-8, 1162. Þar er talað um
áhættu á bláæðastíflu við töku
samsettra getnaðarvarnataflna
sem innihalda ethinýlestradíól
og desógestrel og gestóden. í
grein Læknablaðsins er gestó-
den ekki nefnt, heldur einungis
desógestrel og ethinýlestradíól
og sérlyfin Marvelon og Merci-
lon tilgreind í því sambandi. Ég
vil benda á að hér á landi eru
skráð sérlyf sem innihalda
gestóden, þau eru GYNERA
(nefnist FEMODENE í UK) og
MINULET.
Það er ósk mín að þetta verði
leiðrétt og að treysta megi því
að upplýsingar um lyfjamál sem
Heilbriðgis- og tryggingamála-
ráðuneytið og landlæknir senda
til birtingar í Læknablaðinu í
framtíðinni verði faglegri."
Virðingafyllst,
f.h. Pharmaco hf og
Organon as,
María Jóhannsdóttir
iyfjafræðingur
Nýr rektor
hjá Norræna
heilbrigðis-
háskólanum
í Gautaborg
Um siðustu áramót tók Guð-
jón Magnússon læknir við
rektorsstöðu Norræna heil-
brigðisháskólans. Tók hann
við af Lennart Köhler.
Fréttatilkynning