Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 28
218 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82 eða rofinn botnlanga er að ræða. Fyrri aðgerð- ir og hugsanlegir samvextir eru ekki lengur frábendingar fyrir kviðsjáraðgerð og má notast við svokallaðan Hassons holsting (blunt- trochar) í slíkum tilfellum. Kviðsjáraðgerð get- ur verið tæknilega erfið, til dæmis ef botnlang- inn er umlukinn miklu bólguberði og erfitt að komast að honum. Einnig getur verið erfitt að beita kviðsjárverkfærum ef botnlanginn er morkinn vegna dreps. Sífellt fullkomnari verk- færi eiga eflaust eftir að auðvelda kviðsjárað- gerðir í tilfellum sem þessum. Engu að síður er kviðsjáraðgerð á botnlanga í langflestum til- vikum auðveld og að okkar mati einfaldari en gallblöðrutaka með kviðsjá. Við leggjum á það áherslu að þótt nauðsynlegt reynist að breyta yfir í opna aðgerð þá ber alls ekki að líta á það sem misheppnaða meðferð fyrir sjúklinginn. I nýlegri rannsókn var til dæmis sama tíðni og hjá okkur (20%) á breytingu úr lokaðri í opna aðgerð (13). Á það hefur verið bent að með kviðsjárað- gerðum á botnlanga sé verið að taka frá deild- arlæknum þá aðgerð sem er ein helsta undir- staða verklegrar kennslu þeirra. Við föllumst ekki á að sjúklingum sé neitað um kviðsjárað- gerð vegna þess að þjálfa þurfi yngri lækna í opnum aðgerðum, enda botnlangataka með kviðsjá kjörin sem kennsluaðgerð (14). Fylgikvillar voru óverulegir hjá báðum hóp- um enda um fáa sjúklinga að ræða. Áður hefur verið sýnt fram á öryggi kviðsjáraðgerða, bæði við aðgerðir á botnlanga og gallvegum (4,6,7). Aðeins var um að ræða einn minniháttar fylgi- kvilla í kviðsjáraðgerð en það var blæðing í kviðvegg eftir holsting. Gekk greiðlega að stöðva blæðinguna en sjúklingurinn fékk mar í kviðvegginn. Ein skurðsýking sást eftir opna aðgerð en engin eftir kviðsjáraðgerð. Of fáir sjúklingar eru í opna hópnum til að álykta megi að sýkingar séu færri eftir kviðsjáraðgerðir. Það hafa hins vegar aðrir sýnt fram á í stærri rannsóknum (6,7,27). Þetta á sérstaklega við um skurðsýkingar enda er botnlanginn dreginn út í gegnum kviðinn (í gegnum holsting) án snertingar við kviðvegginn sjálfan. Fræðilega ætti því að vera minni hætta á sýkingu í skurð- sári. Þetta atriði getur haft töluverða þýðingu því skurðsýkingar sjást oft eftir botnlangaað- gerðir og eru ein helsta orsök lengdrar sjúkra- húsdvalar og vinnutaps hjá sjúklingum eftir opna botnlangatöku. Tímabundna þarmalömum fékk einn sjúk- lingur í hvorum hópi og gekk hún yfir á nokkr- um dögum. Eftir kviðsjáraðgerð fékk einn sjúklingur hita eftir útskrift en viðamiklar rannsóknir sýndu engin merki um sýkingu og sjúklingurinn útskrifaðist hitalaus innan tveggja daga. Einn sjúklingur átti við verkja- vandamál að stríða frá skurðsári eftir opna að- gerð. Hann var lagður inn að nýju í nokkra daga. Verkir þessir hurfu fjórum vikum eftir aðgerð en sjúklingurinn var frá vinnu í þrjár vikur samtals. Kviðsjáraðgerð er dýrari en opin botnlanga- taka. Við könnuðum lauslega kostnað við þessar 40 aðgerðir. Efniskostnaður eingöngu við opna aðgerð var að meðaltali 4.700 kr. og er þá ekki talinn með kostnaður vegna fjölnota verkfæra. Fyrir kviðsjáraðgerðirnar var þessi kostnaður á bilinu 33-46.000 kr. Á síðasta ári hafa fjölnota verkfæri að verulegu leyti leyst dýr einnota verkfæri af hólmi á Landspítalan- um og efniskostnaður við kviðsjáraðgerðirnar því lækkað verulega. Þær eru þó enn dýrari þar sem aðgerðirnar taka lengri tíma en hver mín- úta á skurðstofu Landspítalans kostar um það bil 700 kr. Hálftími kostar því í kringum 20.000 kr. Með styttri aðgerðartíma kemur þessi kostnaður til með að lækka. Markmið þessarar rannsóknar var ekki að bera saman kostnað við aðgerðirnar. Hver skurðlæknir notaði þá aðferð sem honum þóknaðist. Það er efni í nýja rannsókn að finna þá aðferð sem er ódýrust og árangursríkust. Þrátt fyrir meiri kostnað við aðgerðina má leiða líkur að því að kviðsjáraðgerð sé hag- kvæm fyrir þjóðfélagið. Samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Islands hefur einstaklingur á fertugsaldri um það bil 140.000 kr. í mánaðar- tekjur (15). Þrír vinnudagar þýða því í kringum 14.000 kr. tekjutap. Aðrar stærri rannsóknir hafa sýnt styttri sjúkrahúslegu en hver dagur á handlækningadeild kostar um það bil 30.000 kr. Fjárhagslegur ávinningur er því hugsanleg- ur og vaxandi þegar kostnaður vegna einnota verkfæra minnkar. Hlutfall óbólginna botnlanga (17,5%) er vel sambærilegt við erlendar rannsóknir þar sem allt að þriðji hver sjúklingur hefur óbólginn botnlanga við opna aðgerð (3) en þetta hlutfall er enn hærra (allt að 46%) hjá ungum konum (16). Botnlangabólga er stundum erfið í grein- ingu og sértækar óblóðugar (non invasive) rannsóknir vantar (17,18). Kviðspeglun er ein leið til að bæta og flýta greiningu botnlanga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.