Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 207 vörp í eitla aftanskinurými ári eftir greiningu en læknaðist við geislameðferð. Umræða Nýgengi og orsakir: Hlutfall sáðkrabbameins af krabbameinum í eistum (52%) er svipað í þessari rannsókn og öðrum sambærilegum rannsóknum, en þar er hlutfallið á bilinu 40- 63% (11-14). Nýgengi virðist vaxandi frá 1986 en áður hefur verið sýnt fram á vaxandi ný- gengi hér á landi bæði hvað tekur til sáð- krabbameins og öðrum stoðfrumuæxlum í eist- um (48% aukning frá 1955 til 1984) (6). Sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Krabbameinsfé- lagi íslands (persónulegar upplýsingar frá Krabbameinsfélagi Islands) virðist nýgengi sáðkrabbameins eftir 1990 síður en svo á niður- leið og allt bendir því til þess að hér sé um raunverulega aukningu að ræða (21). Svipuð þróun hefur átt sér stað síðustu áratugi í ná- grannalöndum okkar og á það ekki síst við um lönd þar sem nýgengi er hátt, eins og í Dan- mörku (13,15). Lítið er vitað um orsakir og á það bæði við um sáðkrabbamein og önnur stoðkerfisæxli. Eini áhættuþátturinnn með augljós tengsl er launeista (retentio testis) þar sem áhætta er allt að 35 föld, en launeista skýrir þó sennilega aðeins 6-10% tilfella (15,16). Sjúkdómurinn tengist sjaldan erfðum og virðist flest benda til þess að þættir í umhverfi okkar og lífsstíl ráði mestu um það hverjir séu í aukinni hættu að fá eistnakrabbamein (15,19). Þessir áhættuþættir eru ekki þekktir í dag og sennilegt að um flókið samspil þeirra sé að ræða. í þessari rannsókn var ekki litið sérstaklega á áhættuþætti enda um afturskyggna rannsókn að ræða. Einkenni og tímalengd einkenna: Einkenni eru svipuð og í öðrum rannsóknum (11,12). Flestir (58%) taka eftir fyrirferð í eistanu án þess að hafa verki og tilfelli sem greinast fyrir tilviljun eru fá (innan við 5%). Æxlin eru stór við greiningu, eða rúmir 6 cm að meðaltali, en stærsta eistað mældist rúmir 19 cm og greindist í kviðarholi (stig IIB) á 44 ára gömlum manni. Einkenni eru oft til staðar talsvert lengi áður en greining er gerð en 39% sjúklinganna höfðu einkenni í meira en þrjá mánuði. Þetta hlutall var heldur hærra, eða 52%, í nýlegri banda- rískri rannsókn (11) og í annarri rannsókn var tímalengd að jafnaði rúmar 36 vikur sem verð- ur að teljast mikið (17). Annars er varasamt að draga of miklar ályktanir af þessum niður- stöðum þar sem afturskyggnar rannsóknir eru ónákvæm aðferð til að meta töf á greiningu. Stigun og lífshorfur: Tæp 73% karlanna voru á stigi I við greiningu, þar eð þrír af hverjum fjórum eru taldir hafa staðbundið krabbamein við greiningu. Þetta hlutfall er sambærilegt við erlendar rannsóknir (11,12,14,18,28) og sömu- leiðis hlutfall sjúklinga á stigi II (20%). Saman- burður rannsókna er þó erfiður þar sem mörg stigunarkerfi eru við lýði. Aðeins einn sjúk- lingur (2,5%) hafði fjarmeinvörp, nánar tiltek- ið í beinum, og annar ífarandi vöxt í blöðru- hálskirtil (2,5%). í stærri erlendum rannsókn- um er þetta hlutfall einnig í kringum 5% (11,17,19). Á síðari helmingi rannsóknartímabilsins sést ákveðin tilhneiging til lækkandi meðalaldurs og stigunar. Munurinn var þó ekki marktækur enda sjúklingarnir fáir. Meðalstærð æxlanna minnkaði hins vegar marktækt. Þessi þróun verður ekki skýrð með minni töf á greiningu því tímalengd einkenna var svipuð á báðum tímabilunum. Sennilegra er að hér sé um að ræða breytingar á hegðun sjúkdómsins og/eða aukið vægi umhverfisþátta sem valda krabba- meininu. Lækkandi meðalaldur á síðari helm- ingi rannsóknartímabilsins ýtir stoðum undir þessa kenningu enda stafar lægri aldur ekki af aukningu í tilviljanagreiningu (aðeins tvö til- viljanagreind tilfelli allt tímabilið). Erlendis hefur svipuð þróun átt sér stað varðandi stærð æxlanna og meðalaldur (13,14). Lífshorfur sjúklinga með sáðkrabbamein eru mjög góðar á Islandi en fimm ára lífshorfur voru 89% og 84% í 10 ár (hráar tölur) sem er síst lakara hlutfall en í erlendum rannsóknum (11,18,20,28). Tæplega 91% sjúklinga á stigi I, lifðu í fimm ár frá greiningu en líta má á fimm ára lifun í þessum hópi sem lækningu (18). Lífshorfur í rannsókn okkar eru gefnar upp sem hráar tölur en enginn sjúklinganna dó vegna sáðkrabbameins. Svokallaðar lífshorfur án sjúkdóms (disease free survival) eru því enn betri en samkvæmt erlendum rannsóknum nálgast þær 100% fyrir sjúklinga með stað- bundinn sjúkdóm (11,12,18,22,23,28). Þegar krabbameinið er útbreitt við grein- ingu eða sjúkdómurinn tekur sig upp geta sjúklingarnir einnig náð að lifa lengi. Dæmi um það eru tveir karlar í þessari rannsókn en þeir eru á lífi í dag, 15 og 16 árum eftir greiningu æxla á stigi IIB og IV. Hinir sjúklingarnir á stigi II-IV lifðu flestir í fjögur til átta ár. Þriðjungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.