Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 215 Table IV. Comparíson of operative time, period of fasting postoperatively, length of hospital stay and time off work after laparoscopic operation versus open operation (median). Laparoscopic (n=20) Open (n=20) P value* Operative time (min), 75 45 <0.001 range 15-150 15-100 Anaesthesia time (min), 108 68 <0.0001 range 70-175 20-135 Fasting period (days), 1 1 0.057 range 0-4 1-5 Hospital stay (days), 2 3 0.617 range 1-12 1-7 Time off work (days) 7 10 0.028 range 2-18 3-38 * Mann-Witney test. Sjúklingarnir samþykktu þátttöku í rann- sókninni en einnig lá fyrir samþykki Siða- nefndar Landspítala. Við tölfræðilega úr- vinnslu var stuðst við miðgildi nema meðaltöl fyrir aldur. Mann-Witney prófi var beitt við samanburð hópa og Fischers nákvæmnisprófi við samanburð hlutfalla. Marktækni miðast við p-gildi 0,05. Niðurstöður Samanburður á aðgerðunum tveimur sést í töflu IV. Aðgerðartími var marktækt lengri eftir kviðsjáraðgerðirnar og munar 30 mínút- urn (p<0,001). Fjórar kviðsjáraðgerðir sem breytt var í opna aðgerð tóku að meðaltali 100 mínútur, að þeim slepptum munar aðeins 20 mínútum á kviðsjáraðgerð og opinni botn- langatöku. Svipaða sögu er að segja af svæfing- artíma nema hvað munurinn er heldur meiri en varðar aðgerðartíma (p<0,0001). Flestir fengu að borða á fyrsta degi eftir aðgerð. í kviðsjárhópnum fengu fjórir sjúk- lingar að borða á aðgerðardegi en enginn eftir opna aðgerð. Einn sjúklingur var fastandi í fjóra daga og annar í þrjá daga vegna þarma- lömunar eftir kviðsjáraðgerð. Eftir opna að- gerð voru þrír sjúklingar fastandi í meira en þrjá daga. Munurinn á hópunum er rétt við það að vera marktækur (p=0,057). Sjúklingar í kviðsjárhópi dvöldu í kringum tvo daga á sjúkrahúsi en þrjá daga eftir opna aðgerð (p=0,617). Ef kviðsjáraðgerðunum sem breytt var í opna aðgerð er sleppt dvöldu sjúklingar í kviðsjárhópnum tvo daga á sjúkra- húsi, eða einum degi skemur að jafnaði (mið- gildi) en eftir opna aðgerð. Þessi munur er hins vegar ekki marktækur fyrir svo lítinn efnivið (p=0,16). Þess má geta að fjórir sjúklingar út- skrifuðust innan sólarhrings eftir kviðsjárað- Table V. Complications during and after surgery. Laparoscopic op. (n=20) Open op. (n=20) During surgery: Wound bleeding 1 0 After surgery: Wound infection 0 1 Intestinal paralysis 1 1 Post-op fever 1 0 Wound pain 0 1 gerð en enginn eftir opna aðgerð. Innan tveggja daga útskrifuðust sex sjúklingar í kvið- sjárhópnum en þrír eftir opna aðgerð. Að jafnaði voru sjúklingar komnir til vinnu sjö dögum eftir kviðsjáraðgerð samanborið við 10 daga eftir opna botnlangatöku (p=0,028). Ef stuðst er við meðaltöl er munurinn greini- legri, eða níu dagar eftir kviðsjáraðgerð en 15 dagar eftir opna aðgerð. Sex sjúklingar voru komnir til vinnu innan sex daga eftir kviðsjár- aðgerð samanborið við einn sjúkling eftir opna aðgerð. Fylgikvillar í og eftir aðgerð voru óverulegir í báðum hópum (tafla V). Aðeins var um eina minni háttar blæðingu að ræða eftir holsting í kviðsjárhópnum. Sjúklingurinn hlaut mar á kviðvegg sem að mestu var horfið tveimur vik- um síðar. Engin skurðsýking sást eftir kviðsjár- aðgerð en ein eftir opna aðgerð. Umræða Niðurstöður okkar sýna að sjúklingar koma til vinnu þremur dögum fyrr (miðtala) eftir kviðsjáraðgerð á botnlanga samanborið við opna aðgerð. Munurinn er sex dagar þegar tekið er mið af meðalvinnutapi. Tveir sjúkling- ar úr kviðsjárhópnum fóru beint í vinnu eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.