Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 229 Umræða Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að iðraólga sé oftast þrálátur sjúkdómur. Sjúklingahópurinn hafði iðraólgu sem svokall- aða fasta greiningu í sjúkraskrá árið 1982. Sam- kvæmt skilgreiningu er þá um langtímavanda- mál að ræða. Því vekur athygli að þriðjungur sjúklinganna er nú einkennalaus. Þetta er í samræmi við aðrar niðurstöður sem sýna ann- ars vegar (7) að hjá 27% sjúklinga hverfa ein- kennin með tímanum og hins vegar (4) að 57 af 77 göngudeildarsjúklingum höfðu áfram ein- kenni eftir sex ár en 20 (26%) voru einkenna- lausir. í danskri rannsókn (8) þar sem 90 göngudeildarsjúklingum var fylgt eftir í fimm ár, höfðu 44 (49%) óbreytt eða verri einkenni. Tilfinning okkar er sú að þessir sjúklingar séu oft fljótir að gleyma einkennum sjúkdómsins þegar þau liggja niðri þrátt fyrir það að þau hafi verið slæm á sínum tíma samkvæmt sjúkraskrá þeirra. Samkvæmt rannsókn okkar leiðir iðraólga alloft til vinnutaps og algengt er að sjúklingar noti lyf vegna sjúkdómsins. Þriðjungur sjúklinga hafði aldrei leitað lækn- is á tímabilinu vegna sjúkdómsins og langflestir þeirra eru í hópnum sem varð einkennalaus. Breskar og bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að minna en helmingur sjúklinga með einkenni iðraólgu leitar læknis vegna hennar (9). Þriðjungur sjúklinga taldi sig hafa greinst með annan meltingarfærasjúkdóm. Oftast voru nefndar magabólgur og þindarslit. Grein- ingar sem þessar eru hins vegar oft ónákvæmar og geta að hluta til fallið undir einkenni iðra- ólgu. Þó var hægt að staðfesta í sjúkraskrám annan meltingarfærasjúkdóm hjá þriðjungi þeirra sem töldu sig hafa annan meltingarfæra- sjúkdóm en iðraólgu. Rúmlega þriðjungur sjúklinganna taldi sig hafa óþol fyrir ýmsum fæðutegundum en ein- ungis 14% fyrir mjólk. Niðurstöður annarrar rannsóknar (3) voru talsyert ólíkar þar sem 50% töldu sig hafa fæðuóþol. Þar var óþol fyrir mjólkurafurðum (40%), súkkulaði, eggjum og hveitiafurðum algengast. í þessari rannsókn þekkti þriðjungur sjúk- linga náinn ættingja með sjúkdóminn og er það í samræmi við það sem talið hefur verið um ættgengi sjúkdómsins (9). Þrír einstaklingar greindust með alvarlega og óskylda meltingarfærasjúkdóma. Hugsan- legt er að einkenni þeirra hafi verið mistúlkuð í upphafi. Hafi svo verið gæti greiningarvilla (di- agnostic failure) í þessum hópi verið 3/81 x 100 eða 3,8% sem telst vera lágt (8). Þó svo að ríflega helmingur sjúklinga í hópnum hafi farið í einhverja meltingarfærarannsókn var iðra- ólgugreiningin hjá tæplega helmingi byggð á sögu og skoðun. Rannsóknin virðist réttlæta það viðhorf sem tíðkast hefur á Heilsugæslu- stöðinni á Egilsstöðum að byggja sjúkdóms- greininguna iðraólga fremur á sögu og skoðun en ítarlegum rannsóknum. Þetta virðist vera rétt nálgun á algengu vandamáli og það viðhorf að einungis sé um útilokunargreiningu að ræða eigi ekki við í heilsugæslunni og geti leitt til óþarfa rannsókna. Þá sjúklinga, sem ekki hafa dæmigerða sögu eða þar sem aðrir ristilsjúk- dómar einkum illkynja koma fyrir í ætt, ber að rannsaka ítarlega. HEIMILDIR 1. Ingham JG, Miller PM. Symptom prevalence and sever- ity in general practice population. J Epidemiol Commun Health 1979; 33: 191-8. 2. Jones J, Lydeard S. Irritable bowel syndrome in general population. BMJ 1992; 304: 87-90. 3. Nanda R, James R, Smith H, Dudley CRK, Jewell DP. Food intolerance and the irritable bowel syndrome. Gut 1989; 30: 1099-104. 4. Holmes KM, Salter RH. Irritable bowel syndrome-a safe diagnosis? BMJ 1982; 285: 1533—4. 5. Jónsson JS, Sigurðsson G, Þórarinsson S, Stefánsson G. Iðraólga. Skráning kvillans á starfssvæði heilsugæslu- stöðvarinnar á Egilsstöðum 1977 til 1982. Læknablaðið 1986; 72: 93-7. 6. Sigurðsson G, Magnússon G. Sigvaldason H, Tulinius H, Einarsson I, Ólafsson Ó. Egilsstaðarannsóknin. Reykjavík: Landlæknisembættið, 1980. Heilbrigðisskýr- slur Fylgirit nr.l. 7. Chaudary NA, Truelove SC. The irritable bowel colon syndrome. Q J Med 1962; 31: 307-22. 8. Svendsen JH, Munck LK, Andersen JR. Irritable bowel syndrome-prognosis and diagnostic safety. A 5-year foll- ow up study. Scand J Gastroenterol 1985; 20: 415-8. 9. Beck E, Hurwitz B. Irritable bowel syndrome. Occas Pap R Coll Gen Pract 1992; 58: 32-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.