Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 43

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 229 Umræða Rannsóknarniðurstöðurnar benda til þess að iðraólga sé oftast þrálátur sjúkdómur. Sjúklingahópurinn hafði iðraólgu sem svokall- aða fasta greiningu í sjúkraskrá árið 1982. Sam- kvæmt skilgreiningu er þá um langtímavanda- mál að ræða. Því vekur athygli að þriðjungur sjúklinganna er nú einkennalaus. Þetta er í samræmi við aðrar niðurstöður sem sýna ann- ars vegar (7) að hjá 27% sjúklinga hverfa ein- kennin með tímanum og hins vegar (4) að 57 af 77 göngudeildarsjúklingum höfðu áfram ein- kenni eftir sex ár en 20 (26%) voru einkenna- lausir. í danskri rannsókn (8) þar sem 90 göngudeildarsjúklingum var fylgt eftir í fimm ár, höfðu 44 (49%) óbreytt eða verri einkenni. Tilfinning okkar er sú að þessir sjúklingar séu oft fljótir að gleyma einkennum sjúkdómsins þegar þau liggja niðri þrátt fyrir það að þau hafi verið slæm á sínum tíma samkvæmt sjúkraskrá þeirra. Samkvæmt rannsókn okkar leiðir iðraólga alloft til vinnutaps og algengt er að sjúklingar noti lyf vegna sjúkdómsins. Þriðjungur sjúklinga hafði aldrei leitað lækn- is á tímabilinu vegna sjúkdómsins og langflestir þeirra eru í hópnum sem varð einkennalaus. Breskar og bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að minna en helmingur sjúklinga með einkenni iðraólgu leitar læknis vegna hennar (9). Þriðjungur sjúklinga taldi sig hafa greinst með annan meltingarfærasjúkdóm. Oftast voru nefndar magabólgur og þindarslit. Grein- ingar sem þessar eru hins vegar oft ónákvæmar og geta að hluta til fallið undir einkenni iðra- ólgu. Þó var hægt að staðfesta í sjúkraskrám annan meltingarfærasjúkdóm hjá þriðjungi þeirra sem töldu sig hafa annan meltingarfæra- sjúkdóm en iðraólgu. Rúmlega þriðjungur sjúklinganna taldi sig hafa óþol fyrir ýmsum fæðutegundum en ein- ungis 14% fyrir mjólk. Niðurstöður annarrar rannsóknar (3) voru talsyert ólíkar þar sem 50% töldu sig hafa fæðuóþol. Þar var óþol fyrir mjólkurafurðum (40%), súkkulaði, eggjum og hveitiafurðum algengast. í þessari rannsókn þekkti þriðjungur sjúk- linga náinn ættingja með sjúkdóminn og er það í samræmi við það sem talið hefur verið um ættgengi sjúkdómsins (9). Þrír einstaklingar greindust með alvarlega og óskylda meltingarfærasjúkdóma. Hugsan- legt er að einkenni þeirra hafi verið mistúlkuð í upphafi. Hafi svo verið gæti greiningarvilla (di- agnostic failure) í þessum hópi verið 3/81 x 100 eða 3,8% sem telst vera lágt (8). Þó svo að ríflega helmingur sjúklinga í hópnum hafi farið í einhverja meltingarfærarannsókn var iðra- ólgugreiningin hjá tæplega helmingi byggð á sögu og skoðun. Rannsóknin virðist réttlæta það viðhorf sem tíðkast hefur á Heilsugæslu- stöðinni á Egilsstöðum að byggja sjúkdóms- greininguna iðraólga fremur á sögu og skoðun en ítarlegum rannsóknum. Þetta virðist vera rétt nálgun á algengu vandamáli og það viðhorf að einungis sé um útilokunargreiningu að ræða eigi ekki við í heilsugæslunni og geti leitt til óþarfa rannsókna. Þá sjúklinga, sem ekki hafa dæmigerða sögu eða þar sem aðrir ristilsjúk- dómar einkum illkynja koma fyrir í ætt, ber að rannsaka ítarlega. HEIMILDIR 1. Ingham JG, Miller PM. Symptom prevalence and sever- ity in general practice population. J Epidemiol Commun Health 1979; 33: 191-8. 2. Jones J, Lydeard S. Irritable bowel syndrome in general population. BMJ 1992; 304: 87-90. 3. Nanda R, James R, Smith H, Dudley CRK, Jewell DP. Food intolerance and the irritable bowel syndrome. Gut 1989; 30: 1099-104. 4. Holmes KM, Salter RH. Irritable bowel syndrome-a safe diagnosis? BMJ 1982; 285: 1533—4. 5. Jónsson JS, Sigurðsson G, Þórarinsson S, Stefánsson G. Iðraólga. Skráning kvillans á starfssvæði heilsugæslu- stöðvarinnar á Egilsstöðum 1977 til 1982. Læknablaðið 1986; 72: 93-7. 6. Sigurðsson G, Magnússon G. Sigvaldason H, Tulinius H, Einarsson I, Ólafsson Ó. Egilsstaðarannsóknin. Reykjavík: Landlæknisembættið, 1980. Heilbrigðisskýr- slur Fylgirit nr.l. 7. Chaudary NA, Truelove SC. The irritable bowel colon syndrome. Q J Med 1962; 31: 307-22. 8. Svendsen JH, Munck LK, Andersen JR. Irritable bowel syndrome-prognosis and diagnostic safety. A 5-year foll- ow up study. Scand J Gastroenterol 1985; 20: 415-8. 9. Beck E, Hurwitz B. Irritable bowel syndrome. Occas Pap R Coll Gen Pract 1992; 58: 32-5.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.