Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 56
242
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Lyfjamál 46
Frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti og landlækni
Um notkun geðdeyfðarlyfja
DDD/l OOOíbúar/dag
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1 '95 2'95 3'95 4'95
Eins og áður hefur verið
minnst á í þessurn dálkum hefur
notkun geðdeyfðarlyfja farið
ört vaxandi á undanförnum ár-
um, bæði hér á landi og annars
staðar. Ber þá sérstaklega á því
að hin nýju lyf í flokki sérhæfðra
blokkara serótónín endurupp-
töku (selective serotonin
reuptake inhibitors, SSRI) virð-
ast bætast við notkun eldri geð-
deyfðarlyfja. I nýlegum leiðara í
Australian Prescriber (1) er far-
ið yfir þessi mál og reynt að
meta út frá niðurstöðum helstu
rannsókna sem fyrir liggja hvort
þessi nýju lyf eru kostnaðarauk-
ans virði miðað við eldri lyf í
flokki ósérhæfðra blokkara
mónóamín endurupptöku (áður
nefnd þríhringlaga afbrigði geð-
deyfðarlyfja eða tricyclic anti-
depressants, TCA).
I stuttu niáli eru niðurstöður
þannig:
1. Niðurstöður þriggja stórra
samanburðarrannsókna (meta-
anlysis) eru samdóma um að
enginn marktækur munur sé á
virkni (effectiveness) lyfja í
þessum tveimur flokkum. Sama
er að segja um MAO-blokka-
rann móklóbemíð.
2. Aukaverkanir eru sannar-
lega færri af nýju lyfjunum, en
ef litið er á brottfall úr meðferð
vegna aukaverkana eða óþols
virðist munur milli lyfjaflokk-
anna mun minni en áður var tal-
ið. Tvær rannsóknir sýndu
marktækan mun (19% móti
15% og 19% móti 14%) en sú
þriðja sýndi ekki marktækan
mun.
3. Eitranir af nýju lyfjunum
eru sárasjaldgæfar á sama tíma
og um það bil 7% sjálfsvíga
verða með TCA lyfjum.
4. Kostnaðurinn við geð-
deyfðarneðferð margfaldast við
notkun nýju lyfjanna. Nokkrar
tilraunir hafa verið gerðar til að
meta kostnað á lífár ef SSRI lyf
væru notuð að staðaldri, en út-
komur eru misvísandi, frá
19.000 til 173.000 ensk pund,
allt eftir forsendum sem gengið
er út frá.
A öðrum og þriðja ársfjórð-
ungi síðasta árs leit út fyrir að
aukningin hér á landi hefði
stöðvast, en á síðasta ársfjórð-
ungi hélt notkun áfram að vaxa
(sjá línurit).
Heimildir
1. Mitchell PB. The new antide-
pressants — are they worth the
cost? Australian Prescriber 1985;
18: 82-3.