Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 52
238 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Hrafn V. Friðriksson, læknir dr. med., sérfræðingur í meinalífeðlisfræði Mismunun sérgreina á Landspítalanum Aðalsmerki háskólasjúkra- húsa er hin akademíska breidd læknisfræðinnar sem þar er til staðar og nauðsynleg er vegna læknisþjónustu, kennslu heil- brigðisstétta og vísindarann- sókna. Petta er einnig aðals- merki góðrar heilbrigðisþjón- ustu og hefur heilbrigðisstjórnin meðal annars gefið út reglur um viðurkenndar sérgreinar í lækn- isfræði hér á landi í þessu skyni. Er þá haft í huga að íslenskir læknar leita sér sérmenntunar víða en einkum á hinum Norð- urlöndunum, Englandi og Bandaríkjum N-Ameríku. Sér- menntun íslenskra lækna er því fjölbreytt og þeir hafa kynnst mismunandi skipuiagi og starfs- skilyrðum í heilbrigðismálum. Sérgreinar eru misjafnlega mannmargar og því mikilvægt að á milli þeirra ríki faglegt jafn- ræði. Sama á við um skipulag heilbrigðisþjónustunnar af hálfu stjórnvalda ekki síst þegar sparnaður og hagræðing eru lykilorðin í rekstri heilbrigðis- stofnana. Landspítalinn, háskóla- sjúkrahúsið og sjúkrahús allra landsmanna, er veglegasta heil- brigðisstofnun landsins. Ætla mætti að þar væri að fullu tekið tillit til þeirra skilmerkja sem nefnd hafa verið og einkenna háskólasjúkrahús og vel skipu- lagða heilbrigðisstofnun. Svo virðist þó ekki vera tilfellið. Sérgrein útilokuð Frá því ég kom heim frá sér- námi og meðan ég vann í stjórn- sýslu heilbrigðismála hef ég ítrekað bent ráðamönnum á hagkvæmni þess að reka rann- sóknarþjónustu í meinalífeðlis- fræði á stærsta spítala landsins, háskólaspítalanum, Landspít- ala. Á tímabili varð ég var áhuga aðila en ekkert gerðist. I byrjun árs 1994 og aftur ári seinna sendi ég stjórnarnefnd Ríkisspítalanna erindi með til- lögum um að komið yrði á fót við Landspítalann rannsóknar- deild í meinalífeðlisfræði þar sem sameinaðar yrðu lífeðlis- fræðilegar lækningarannsóknir undir stjórn meinalífeðlisfræð- ings. Benti ég á augljósan ávinn- ing, faglegan og stjórnunarleg- an auk sparnaðar sem það hefði í för með sér. Erindum mínum var ekki svarað fyrr en Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið ítrekaði það við stjórnar- nefndina í framhaldi af erindi mínu til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og fjármála- ráðherra í desember síðastliðn- um. I svari lækningaforstjóra Landspítalans fyrir hönd stjórn- arnefndar Ríkisspítalanna frá 5. febrúar 1996 segir orðrétt; „Fyrir tveim til þrem áratugum síðan var tekin upp sú stefna á Landspítalanum að sérfræð- ingar í líffærasérgreinum önn- uðust lífeðlisfræðilegar rann- sóknir, hver í sinni sérgrein. Þannig annast sérfræðingar í lungnalækningum lífeðlisfræði- legar rannsóknir á lungum, sér- fræðingar í hjartasjúkdómum annast hjartarannsóknir o.s.frv.. Ekki er fyrirhuguð breyting á því.“ Með beinni stjórnvalds- ákvörðun er þannig sérgreinin meinalífeðlisfræði, samkvæmt skilgreiningu, sérstaklega úti- lokuð sem sérgrein við Land- spítalann ein viðurkenndra sér- greina í læknisfræði hér á landi. Þetta á sér enga hliðstæðu í sögu heilbrigðisþjónustu og háskóla- kennslu á íslandi og þótt víðar væri leitað. Nú er komin skýring á því af hverju aldrei hefur verið auglýst staða í meinalífeðlis- fræði á Landspítalanum. Meinalífeðlisfræði og Iíffærasérgreinar Meinalífeðlisfræði er viður- kennd sérgrein í læknisfræði hér á landi frá 1970 samanber reglu- gerð nr. 311/1986 um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa sem sett er með stoð í læknalög- um. Sérgreinin átti upphaf sitt á fjórða áratugnum í Svíþjóð og breiddist fljótt út. Eru rann- sóknarstofur í meinalífeðlis- fræði á öllum háskólasjúkrahús- um og stærri sjúkrahúsum í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og víðar í Evrópu. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Borg- arspítala, hefur sérfræðingur í meinalífeðlisfræði starfað í um tvo áratugi og veitti á tímabili rannsóknarstofu spítalans for- stöðu. Meinalífeðlisfræðin eða líf- eðlisfræðilegar lækningarann- sóknir eins og ég kýs að kalla sérgrein mína snýst um lífeðlis- fræðilegar rannsóknir á inni- liggjandi sjúklingum spítala sem og utanspítalasjúklingum sem sendir eru til rannsóknar frá heilsugæslu- og heimilislæknum eða sérfræðingum á stofum úti í bæ. Rannsóknirnar miða að því að greina starfshæfni og sjúk- dóma í líffærum og líffærakerf- um og meta starfsgetu einstak- linga. Hún tekur til barna sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.