Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 239 fullorðinna, karla sem kvenna. Algengastar eru rannsóknir á hjarta- og æðastarfsemi, öndun og lungnastarfsemi, meltingar-, þvagfæra- og vöðva- og stoð- kerfisstarfsemi. Augljós tengsl eru þannig við aðrar sérgreinar læknisfræðinnar eins og hjarta- lækningar, lungnalækningar, meltingarlækningar og þvag- færasjúkdómalækningar, hand- lækningar, svæfingalækningar, barnalækningar, röntgen- og geislalæknisfræði og meinefna- fræði. Þá er vinnulífeðlisfræði snertiflötur milli meinalífeðlis- fræði og greina eins og endur- hæfingar-, atvinnusjúkdóma- og íþróttalækninga. Sameiginlegt með meinalíf- eðlisfræði og þeim sérgreinum sem nefndar eru er að tækja- búnaður og rannsóknaraðferðir eru svipaðar og sérhæft aðstoð- arfólk nauðsynlegt. Dýr og flókinn tækjabúnaður og sér- hæfni veldur því að hagkvæmast er að reka sérstakar rannsókn- arstofur í meinalífeðlisfræði á sjúkrahúsum í stað dreifðrar starfsemi eftir líffærasérgrein- um víða um sjúkrahúsin. Sömu rök eru fyrir því fyrirkomulagi og eru fyrir rekstri röntgen- deilda, rannsóknarstofa í mein- efna- og blóðmeinafræði og fleiri þjónusturannsóknar- greina á sjúkrahúsum sem utan þeirra. Engu minni nauðsyn er á nánu samstarfi milli meinlíf- eðlisfræðideildar og líffærasér- greina en þörf er á á milli ann- arra þjónusturannsóknardeilda sjúkrahúsa og þessara aðila. Er reyndar algengt og æskilegt að þessir aðilar starfi hlið við hlið og sérhæfi sig eftir því sem við á. Hagkvæmni í þjónustu- rannsóknum Meinalífeðlisfræðingur er sérmenntaður á breiðu sviði líf- eðlisfræðilegra lækningarann- sókna og í rekstri rannsóknar- stofu í sérgreininni. Sérhæfing innan greinarinnar er algeng á stórum rannsóknarstofum. Rannsóknarstofa í meinalífeðl- isfræði á því að geta veitt góða almenna og sérhæfða rannsókn- arþjónustu, nýta betur tækja- kost og húsnæði og sérmenntað aðstoðarfólk heldur en dreifð rannsóknarstarfsemi líffærasér- greina á sama sviði og er því hagkvæmari rekstrareining. Rannsóknarstofa í meinalíf- eðlisfræði getur annað flestum lífeðlisfræðirannsóknum á sjúk- lingum heilsugæslu- og heimilis- lækna og annarra lækna, sem nauðsynlegar eru áður en ákvörðun er tekin um hvort efni eru til að senda þá áfram til líf- færasérfræðinga til frekari læknismeðferðar. Þá stuðlar slíkt fyrirkomulag að betri kennslu- og rannsóknaraðstöðu sem svo nauðsynleg er á há- skólasjúkrahúsi. í Svíþjóð hefur engin sérgrein læknisfræðirmar útskrifað jafnmarga „doktora í læknisfræði" og meinalífeðlis- fræðin. Lokaorð Ekki verður fram hjá því litið að Landspítalinn er háskóla- sjúkrahús og sem slíkt þarf það að hafa innan sinna veggja fjöl- breytt val sérgreina í læknis- fræði vegna kennslu og vísinda- rannsókna og til að standa undir nafni sem fyrirmynd góðrar og hagkvæmrar heilbrigðisþjón- ustu. Það verða ákvarðanir stjórnar spítalans að endur- spegla. Um 40% ríkisútgjalda fara í heilbrigðis- og tryggingamál. Því er mikil áhersla lögð á sparnað í heilbrigðisgeiranum. Mikilvægt er að leita allra ráða í sparnaðar- og hagræðingar- skyni og hafa þor til að breyta vinnubrögðum og skipulagi ef það má koma að gagni. Ekki verður séð að ákvörðun stjórn- arnefndar Ríkisspítalanna hnígi í þessa átt með vísun til afstöðu hennar til meinalífeðlisfræðinn- ar. Framþróun læknisfræðinnar hér á landi verður ekki stöðvuð þótt menn eigi um sinn erfitt með að aðlagast henni vegna efnahags- og fjárhagsvanda þjóðarbúsins. Þegar leitað er leiða til sparnaðar og rekstrar- hagkvæmni og bættrar heil- brigðisþjónustu er mikilvægt að menn komi sér upp úr hjólför- um gamalla hefða í starfi og skipulagi sem oft er alvarleg hindrun þar á. Davíðsbók Davíðsbók, rit til heiðurs Davíð Davíðssyni, pró- fessor emeritus og fyrrverandi forstöðulækni, eft- ir 35 ára starf við Háskóla íslands og á Land- spítalanum. Útgefandi, Háskólaútgáfan, Háskóla íslands. Ritið er í tveimur bindum í vönduðu rexin bandi, áskriftarverð kr. 6.800. Nöfn áskrifenda munu birtast á tabula gratulatoria (nema annars sé óskað.) Þau, sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur að ritinu, vinsamlegast hafi samband við Há- skólaútgáfuna (sími 525 4003) eða Lífeðlisfræðistofnun Há- skóla íslands, Læknagarði (sími 525 4830).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.