Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1996, Side 48

Læknablaðið - 15.03.1996, Side 48
234 Umræða og fréttir Dómssátt LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Eins og einhverjir kunna að muna gerðist það í júní 1992 að stjórnarnefnd Ríkisspítalanna sagði upp tveimur sérfræðing- um, sem starfað höfðu við stofnunina í meira en 20 ár. Voru þetta undirritaðir læknar, Ingólfur Sveinsson og Matthías Kjeld. Læknarnir fengu um- saminn tveggja mánaða upp- sagnarfrest, þakkir fyrir „vel unnin störf“ en engar skýringar. Ástæða uppsagnanna er enn óupplýst, ef hinn sundurleiti hópur stjórnarnefndarmanna vissi þá nokkurn tímann hver ástæðan var. Fljótt spurðist út, að til væri listi með nöfnum fjölmargra lækna, sem kynnu að verða næstir. Þá var vel staðfest að ýmsir þáverandi stjórnarnefnd- armanna þóttust hafa unnið af- rek, sem væri einstakt í íslands- sögunni, það að hafa getað sagt upp læknum án sérstakra til- efna. Við undirritaðir mótmæltum þessum uppsögnum sem tilvilj- anakenndum og tilefnislausum (höfðum ef til vill frekar átt von á umbun fyrir okkar vel unnu störf). Læknaráð Landspítalans mótmælti uppsögnunum á fag- legum forsendum. Einnig feng- um við stuðning samstarfsfólks okkar á deildum. Þá leituðum við liðsinnis stéttarfélags okkar og fengum góðan stuðning læknafélaganna. Deilan þróaðist á þann veg að vegna þrýstings frá Læknafélagi Islands léði stjórnarnefnd máls á endurráðningu, en þó því aðeins að læknaráð spítalans og læknafélagið legðu fram sparn- aðartillögur, sem duga mættu í rekstrarharðindum á þeim tíma. Var af þessu tilefni ekki hægt að líta öðruvísi á, en að þarna væri gíslamál á ferðinni og skrifuðum við greinina „Gíslatökur á Landspítala - nýr stíll í stjórnun“, í Fréttabréf lækna í júlí 1993. Má þar meðal annars sjá hvernig stjórnar- nefnd var skipuð á þessum tíma. Uppsagnarfrestur var fram- lengdur og héldum við báðir áfram að starfa samkvæmt til- mælum yfirmanna. Hinn 1. apríl 1993 voru loks báðir endurráðn- ir í 50% starf. Fastalaun fengust þó engin greidd fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 1993. Ekki fékkst uppsögnum okkar hnekkt form- lega. Hinsvegar varð ekkert af uppsögnum annarra lækna við stofnunina, en þeim hafði verið óbeint hótað. ítrekuð tilmæli okkar og kröfur frá stéttarfélagi okkar, LÍ, virtust engu fá áorkað í því að fá greidd þau laun er á vant- aði. Leituðum við loks til lög- fræðistofu Jóns Steinars Gunn- laugssonar um aðstoð við inn- heimtu launanna. Lögmaður okkar lagði fram kröfur fyrir okkar hönd í bréfi til Ríkisspítalanna, en fékk ekk- ert svar. Mánuði síðar var sent annað bréf, sem einnig var hundsað með þögn. Þótti þá óhjákvæmilegt að stefna for- manni stjórnarnefndar fyrir hönd Ríkisspítalanna fyrir dóm og var stefna lögð fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur þann 24. október 1995. Brá nú svo við að Ríkisspítalar gáfu upp alla vörn í þessu máli og gengu að öllum kröfum sem fram voru settar. Höfðu þá bæst við dráttarvextir og málflutningskostnaður sem námu mun meiru en laununum sjálfum. Rétt er að geta þess að frá því að málið hófst og þar til því lauk urðu heilbrigðisráðherraskipti þrisvar, formaður stjórnar- nefndar hefur verið endurnýj- aður fjórum sinnum. Flestir aðrir stjórnarnefndarmenn hafa einnig verið endunýjaðir. Síðast má nefna, að um jíað leyti er málinu lauk var forstjóri Ríkis- spítalanna á förum. Við viljum þakka samstarfs- fólkinu sem studdi okkur af heilindum og læknaráði Land- spítala, sem okkur fannst að vísu stundum ekki nógu öflugt, en gerði það sem það taldi sig geta. Sérstakar þakkir fær for- maður Læknafélags íslands, Sverrir Bergmann fyrir einurð sína og skýra afstöðu. Ríkisrekstur heilbrigðisstofn- ana er úrelt fyrirkomulag sem enn er notast við en gerir stjórn- ir þeirra óöruggar í hlutverkum sínum, virðingar- og ábyrgðar- litlar gagnvart starfsfólki, menntun þess og starfi. Þarna kann að vera keðjuverkun. Stofnanirnar fá sífelld skilaboð um að eyða minna fé án tillits til afkasta. Sama viðmót fá starfs- mennirnir. Heilbrigðisstofnun á fjárlögum er í stöðu niðursetn- ings, sem lifir á ábyrgð hrepps- nefndarinnar og er á framfæri þeirra, sem sætta sig við lægst meðlag. Niðursetningar voru svo ósjálfstæðir að þótt þeir ynnu jafnan eftir mætti fengu þeir aldrei kaup og máttu iðu-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.