Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 24

Læknablaðið - 15.03.1996, Page 24
214 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 cutan). Kviðsjáraðgerðirnar gerðu þrír al- rnennir skurðlæknar, sem skiptu með sér bráðavöktum á rannsóknartímabilinu. Þeir höfðu allir umtalsverða reynslu í kviðsjárað- gerðum á gallvegum (yfir 40 aðgerðir) en hver um sig hafði aðeins framkvæmt tvær til þrjár botnlangaaðgerðir með kviðsjá þegar rann- sóknin hófst. í opnu aðgerðunum var kviðveggur opnaður í hægri neðri fjórðungi með hefðbundnum hætti. Æðar í hengi botnlangans voru undir- bundnar og botnlangastúfurinn hnýttur með 0/0 silkihnýtingum án þess að stúfnum væri sökkt með pungsaumi. Opnu aðgerðirnar voru Table I. Age, sex and occupation of the patients. Laparoscopic Open (n-20) (n=20) Median age, 35 38 range 15-67 17-65 Sex (male/female) 12/8 14/6 Occupation: (1) Phys. light work 11 10 (II) “ med. hard work 4 6 (III) “ hard work 5 4 Table II. Comparison of pathological-anatomical diagnosis of appendices removed laparoscopically versus open tech- nique. Laparoscopic Open (n=20) (n=20) Removed appendices 19 20 Conversion to open surgery 4 - Normal appendix 4 (20%) 3 (15%) Gangrene 7 4 Perforation 2 0 „Retrocoecal position" 2 1 framkvæmdar af deildarlæknum undir eftirliti sérfræðinga. Tími frá upphafi til loka svæfingar var mæld- ur (svæfingartími) og sá tími sem leið frá því rof var gert á húð (hnífur/loftnál) uns húð hafði verið saumuð saman aftur (aðgerðartími). Skráðir voru fylgikvillar í og eftir aðgerð og sjúkrahúsdvöl. Sjúklingarnir mættu síðan í eft- irlit einni til tveimur vikum frá aðgerð þar sem skurðir voru athugaðir og gáð að fylgikvillum. Hringt var í sjúklingana þremur mánuðum eftir aðgerð til að kanna líðan þeirra og afla upplýs- inga um vinnufærni. Meðalaldur og kynjaskipting var svipuð í báðurn hópunum (tafla I). Sjúklingum var skipt í þrjá hópa eftir því hvort þeir gegndu líkamlega léttu (I), meðalerfiðu (II) eða erfiðu (III) starfi fyrir aðgerð. Dreifing í hópa var mjög sambærileg (tafla I). Af 20 sjúklingum sem fóru í kviðsjáraðgerð reyndust fjórir sjúk- lingar (20%) hafa eðlilega botnlanga og voru þrír þeirra fjarlægðir en botnlangi var skilinn eftir í ungri konu sem greindist með kviðsjá með sprungna blöðru á eggjastokk (tafla II). í töflu III sjást útskriftargreiningar hjá þeim sem höfðu óbólgna botnlanga. Alls reyndust sjö botnlangar af 40 vera óbólgnir (17,5%), þar af staðfest í sex tilfellum með vefjagreiningu. Fjórum kviðsjáraðgerðum þurfti að breyta í opnar aðgerðir (tafla II). í tveimur tilvikum var um að ræða mjög bólgna botnlanga um- vafna miklu bólguberði (netju) og einn botn- langi reyndist það morkinn (drep og rof) að ekki náðist gott tak á honum með kviðsjár- verkfærum. I fjórða tilfellinu var um að ræða miðaldra karlmann sem reyndist hafa innkýld- an lærishaul og var gerð opin kviðslitsaðgerð. Table III. Diagnosis at discharge for patients without appendicitis. I. Laparoscopic operation: Diagnosis Laparoscopic diagnosis N.B. Diverticulitis acuta + Antibiotics Rupt. cysta ovarii dxt. + Appendices not removed Hernia femoralis + Open operation Abdominalia - Unexplained pain, normal laparoscopy II. Open operation: Laparoscopic Diagnosis diagnosis N.B. lleitis + Supportive treatment Adenitis mesenterica + “ Cystitis acuta - Drug treatment

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.