Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 199 eða fleiri sjúklingum á sama tíma. Þessi tegund forgangsröðunar er vel þekkt meðal heilbrigð- isstarfsfólks og lenda flestir læknar í þessari aðstöðu á hverjum degi (3-6). Samspil þrepanna Þó svo hér hafi verið fjallað um hvert þrep eins og þau væru aðskilin þá er þetta auðvitað ekki svo. Hvert einasta þrep hefur áhrif á hin og ákvarðanir sem teknar eru á einu þrepi geta haft áhrif á ákvarðanir á hinum þrepunum. Þannig getur ákvörðun um mjög dýra meðferð fyrir einn sjúkling minnkað það fjármagn sem hægt er að eyða í meðferð annarra sjúklinga. Akvörðun um mjög dýra meðferð fyrir ein- hvern sjúklingahóp getur valdið því að minna er til skiptanna fyrir aðra sjúklingahópa. Einn- ig getur ákvörðun um að skilgreina ákveðið ástand sem sjúkdóm haft áhrif á þá meðferð sem sjúklingurinn fær. Það að ákveða að sinna ekki einhverju ástandi innan heilbrigðiskerfis- ins getur líka haft áhrif á þjónustuna sem ein- staklingar er þar falla undir fá. Ákvarðanir um að minnka fjármagn til heilbrigðismála hafa óhjákvæmilega áhrif á öllum áðurnefndum þrepum og geta breytt verulega þeirri meðferð sem ákveðnir einstaklingar fá. Stefnumótun í heilbrigðiskerfínu Á öllum þessum þrepum er fengist við ákveðin verkefni og reynt að finna heppilegar lausnir. Þegar forgangsröðun er skoðuð á þennan hátt kemur í ljós að verið er að tala um umfangsmikil verkefni og flókin sem tengjast mjög innbyrðis. Til að þetta verði ekki sundur- laus hentistefna á hverju stigi fyrir sig þarf greinilega einhvers konar heildarsýn eða stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. Sú stefnu- mótun tengist ef til vill helst því þrepi sem nefnt hefur verið forgangsröðun fyrir þjóðina alla. Stefnumótun í heilbrigðiskerfinu er vanda- söm enda mikið hagsmunamál þjóðarinnar á ferðinni. Hefur mörgum þótt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni (hér á ég við stjórn- málamenn og embættismenn heilbrigðismála) hafi vanrækt nokkuð stefnumótunina og jafn- vel viljað vísa henni á stig forgangsröðunar fyrir stofnanir eða landsvæði eða beint til lækna sem fást við einstaka sjúklinga. Ég tel ekki heppilegt að þessir aðilar, hvorki einstakir læknar né einstakir stjórnendur innan heil- brigðisþjónustunnar, séu einráða um að marka stefnuna því veruleg hætta er á að hún verði óæskilegt hagsmunapot ef ekki er tekið tillit til þeirra hagsmuna almennings að hafa almenna og góða heilbrigðisþjónustu. Virk umræða meðal almennings og ráðleggingar fagaðila innan heilbrigðiskerfisins skipta máli þegar stefnan er mörkuð og pólitíkusar og embættis- menn þurfa aðhald þessara aðila til að marka skynsamlega stefnu. Það má vissulega gagn- rýna fagaðila og almenning fyrir að hafa ekki veitt stjórnendum heilbrigðiskerfisins nægjan- lega málefnalegt aðhald hingað til. En stjórn- endur í heilbrigðiskerfinu og stjórnmálamenn eru einnig gagnrýni verðir fyrir skammtíma- lausnir og skort á heildarsýn í heilbrigðismál- um. Siðferðileg verðmæti og önnur verðmæti Hér er þó ekki allt talið þegar rætt er um stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu því stefnan verður aldrei góð nema siðferðileg verðmæti og gildi séu lögð til grundvallar heilbrigðiskerf- inu. Þau verðmæti sem þarf að leggja til grund- vallar eru meðal annars réttlæti, velferð og sjálfsákvörðunarréttur sjúklinga. Hingað til hafa þau gildi verið höfð í heiðri í íslenska heilbrigðiskerfinu að menn eigi rétt á bestu mögulegu meðferð án tillits til efnahags, bú- setu eða aldurs. Jafnframt hefur verið reynt að tryggja velferð sjúklinga og virða sjálfsákvörð- unarrétt þeirra eftir því sem unnt er. Þess má geta að sjálfsákvörðunarréttur sjúklinga er heldur nýrri af nálinni sem siðferðilegt gildi innan heilbrigðiskerfisins en hin gildin. Þessi siðferðilegu verðmæti hafa verið grunnur heil- brigðiskerfisins og það þarf málefnalega um- ræðu meðal almennings, fagaðila og stjórn- enda heilbrigðiskerfisins áður en hægt er að breyta þeim grunni. Jafnframt þarf að gæta þess að ákvarðanir sem teknar eru séu í sam- ræmi við þau gildi sem þjóðin hefur komið sér saman um. Dæmi um hið gagnstæða höfum við frá Danmörku þar sem óopinberlega er viður- kennt að aldraðir fá ekki sömu þjónustu og yngra fólk. Því má heldur ekki gleyma að önnur viðmið skipta einnig máli svo sem að heilbrigðiskerfið sé markvisst og aðferðir þess árangursríkar. Jafnframt á þjóðin kröfu á að það sé farið vel með fjármuni hennar og því má segja að hún eigi kröfu á að heilbrigðiskerfið verði eins ódýrt og hagkvæmt og hægt er miðað við þau verkefni sem það á að þjóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.