Læknablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14
204
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
í töflu I sést vefjaflokkun sáðkrabbamein-
anna. í flestum tilvikum var um dæmigert sáð-
krabbamein (classic seminoma) að ræða en í
sex tilvikum afbrigði þess, oftast svokallað
villivaxtarafbrigði (anaplastic seminoma). Hjá
þremur sjúklingum greindist krabbamein í
eista sem staðsett var í kviðarholi, önnur æxli
greindust í eistum í pung. Flest æxlin greindust
í hægra eista 28 (61%) og 18 í því vinstra (39%).
Enginn greindist með æxli í báðum eistum og í
einu tilviki vantaði upplýsingar um staðsetn-
ingu.
Ur sjúkraskrám fengust upplýsingar um ald-
ur og greiningarár og út frá þeim upplýsingum
var reiknað aldursstaðlað nýgengi á rannsókn-
artímabilinu. Einnig var kannað með hvaða
hætti sjúklingarnir greindust, einkenni við
greiningu og hversu langur tími leið frá því
fyrstu einkenni gerðu vart við sig uns greining
var gerð. Farið var yfir myndgreiningaraðferð-
ir sem leiddu til greiningar frumæxlis og mein-
varpa, dreifingu meinvarpa til líffæra og mesta
þvermál frumæxlis. Ekki reyndist unnt að
styðjast við mælingar á æxlisvísum (tumor
markers) þar sem þeir voru fyrst mældir reglu-
bundið upp úr 1978 og eftir það voru sambæri-
legar mælingar ekki alltaf gerðar.
Við stigun sjúkdómsins var notuð endurbætt
stigunarkerfi sem kennt er við Boden og Gibb
og flestir taka mið af (8) (tafla II). Lífshorfur
sjúklinganna voru síðan reiknaðar með Kapl-
an-Meier aðferð (9). Um er að ræða hráar
tölur (crude/absolute probability of survival)
og miðast útreikningar við 31. ágúst 1994.
Einnig var athugað hverjir hefðu látist fyrir
þann tíma og dánarorsök fengin samkvæmt
dánarvottorðum og krufningarskýrslum. Loks
var kannað hvaða meðferð sjúklingarnir fengu
en flestir þeirra voru greindir og meðhöndlaðir
á Landspítala og Landakoti (81%), en færri á
Borgarspítala (6%) og Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri (6%).
Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí-
kvaðratsprófi og t-prófi. Breytingar á nýgengi
voru reiknaðar með svokölluðu „time-trend“
prófi (10). Tölfræðileg marktækni miðast við
p-gildi <0,05. Gefin eru upp meðaltöl og
staðalfrávik.
Niðurstöður
Aldursstaðlað nýgengi sáðkrabbameins á
rannsóknartímabilinu var 2,0 fyrir 100.000
karla á ári. Fjölgun verður á heildarfjölda
krabbameina en á árunum 1971 til 1980 greind-
ust 17 karlar og 30 á árunum 1981 til 1990. í
þessum tölum er ekki tekið tillit til mannfjölda
en á mynd 2 er sýnt aldursstaðlað nýgengi á
fimm ára tímabilum. Nýgengi síðasta tímabils-
ins (1986-1990) sker sig marktækt frá meðaltali
hinna þriggja (p=0,01) en þegar litið er á tíma-
bilið í heild er ekki marktæk aukning í nýgengi
samkvæmt "time-trend“ prófi (p=0,06).
Table I. Histopathologic types for seminomas diagnosed in
Iceland from 1971-1990.
Type Number
Classic 41
Anaplastic 4
Spermatocytic 1
Intratubuiar 1
Table II. The staging system of Boden og Gibb for testicular cancer (8).
Stage I: Tumour limited to testis
Stage II: Retroperitoneal node metastasis
A: less than 5 cm
B: more than 5 cm
Stage III: Supra-diaphragmatic nodal metastasis
Stage IV: Extra-nodal metastasis.
Table III. Presenting symptoms ofmen noma in Iceland 1971-1990 (n=45)*. diagnosed witl i semi-
N
Testicular mass/swelling 44 (98)
Testicular pain 19 (42)
Symptoms due to metastasis 5 (11)
*Patients can have more than one symptom.
Table IV: Investigations used for staging seminomas diagnosed in Iceland in two 10-year periods from 1971-1990 (n=47).
1971-80 1981-90 1971-90
N N = 17 (%) N N=30 (%) N (%>
Chest X-ray 17 (100) 29 (97) 46 (98)
Lymphangiogr. 7 (41) 18 (60) 25 (53)
Abdominal CT 0 (0) 24 (80) 24 (51)
Abdominal US 0 (0) 20 (67) 20 (43)
Urography 5 (29) 3 (10) 8 (17)
Expl. laparotomy 2 (12) 1 (3) 3 (6)