Læknablaðið - 15.03.1996, Page 52
238
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Hrafn V. Friðriksson, læknir dr. med.,
sérfræðingur í meinalífeðlisfræði
Mismunun sérgreina á Landspítalanum
Aðalsmerki háskólasjúkra-
húsa er hin akademíska breidd
læknisfræðinnar sem þar er til
staðar og nauðsynleg er vegna
læknisþjónustu, kennslu heil-
brigðisstétta og vísindarann-
sókna. Petta er einnig aðals-
merki góðrar heilbrigðisþjón-
ustu og hefur heilbrigðisstjórnin
meðal annars gefið út reglur um
viðurkenndar sérgreinar í lækn-
isfræði hér á landi í þessu skyni.
Er þá haft í huga að íslenskir
læknar leita sér sérmenntunar
víða en einkum á hinum Norð-
urlöndunum, Englandi og
Bandaríkjum N-Ameríku. Sér-
menntun íslenskra lækna er því
fjölbreytt og þeir hafa kynnst
mismunandi skipuiagi og starfs-
skilyrðum í heilbrigðismálum.
Sérgreinar eru misjafnlega
mannmargar og því mikilvægt
að á milli þeirra ríki faglegt jafn-
ræði. Sama á við um skipulag
heilbrigðisþjónustunnar af
hálfu stjórnvalda ekki síst þegar
sparnaður og hagræðing eru
lykilorðin í rekstri heilbrigðis-
stofnana.
Landspítalinn, háskóla-
sjúkrahúsið og sjúkrahús allra
landsmanna, er veglegasta heil-
brigðisstofnun landsins. Ætla
mætti að þar væri að fullu tekið
tillit til þeirra skilmerkja sem
nefnd hafa verið og einkenna
háskólasjúkrahús og vel skipu-
lagða heilbrigðisstofnun. Svo
virðist þó ekki vera tilfellið.
Sérgrein útilokuð
Frá því ég kom heim frá sér-
námi og meðan ég vann í stjórn-
sýslu heilbrigðismála hef ég
ítrekað bent ráðamönnum á
hagkvæmni þess að reka rann-
sóknarþjónustu í meinalífeðlis-
fræði á stærsta spítala landsins,
háskólaspítalanum, Landspít-
ala. Á tímabili varð ég var
áhuga aðila en ekkert gerðist. I
byrjun árs 1994 og aftur ári
seinna sendi ég stjórnarnefnd
Ríkisspítalanna erindi með til-
lögum um að komið yrði á fót
við Landspítalann rannsóknar-
deild í meinalífeðlisfræði þar
sem sameinaðar yrðu lífeðlis-
fræðilegar lækningarannsóknir
undir stjórn meinalífeðlisfræð-
ings. Benti ég á augljósan ávinn-
ing, faglegan og stjórnunarleg-
an auk sparnaðar sem það hefði
í för með sér. Erindum mínum
var ekki svarað fyrr en Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið ítrekaði það við stjórnar-
nefndina í framhaldi af erindi
mínu til heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra og fjármála-
ráðherra í desember síðastliðn-
um.
I svari lækningaforstjóra
Landspítalans fyrir hönd stjórn-
arnefndar Ríkisspítalanna frá 5.
febrúar 1996 segir orðrétt;
„Fyrir tveim til þrem áratugum
síðan var tekin upp sú stefna á
Landspítalanum að sérfræð-
ingar í líffærasérgreinum önn-
uðust lífeðlisfræðilegar rann-
sóknir, hver í sinni sérgrein.
Þannig annast sérfræðingar í
lungnalækningum lífeðlisfræði-
legar rannsóknir á lungum, sér-
fræðingar í hjartasjúkdómum
annast hjartarannsóknir
o.s.frv.. Ekki er fyrirhuguð
breyting á því.“
Með beinni stjórnvalds-
ákvörðun er þannig sérgreinin
meinalífeðlisfræði, samkvæmt
skilgreiningu, sérstaklega úti-
lokuð sem sérgrein við Land-
spítalann ein viðurkenndra sér-
greina í læknisfræði hér á landi.
Þetta á sér enga hliðstæðu í sögu
heilbrigðisþjónustu og háskóla-
kennslu á íslandi og þótt víðar
væri leitað. Nú er komin skýring
á því af hverju aldrei hefur verið
auglýst staða í meinalífeðlis-
fræði á Landspítalanum.
Meinalífeðlisfræði og
Iíffærasérgreinar
Meinalífeðlisfræði er viður-
kennd sérgrein í læknisfræði hér
á landi frá 1970 samanber reglu-
gerð nr. 311/1986 um veitingu
lækningaleyfis og sérfræðileyfa
sem sett er með stoð í læknalög-
um. Sérgreinin átti upphaf sitt á
fjórða áratugnum í Svíþjóð og
breiddist fljótt út. Eru rann-
sóknarstofur í meinalífeðlis-
fræði á öllum háskólasjúkrahús-
um og stærri sjúkrahúsum í Sví-
þjóð, Noregi, Danmörku,
Finnlandi og víðar í Evrópu. Á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Borg-
arspítala, hefur sérfræðingur í
meinalífeðlisfræði starfað í um
tvo áratugi og veitti á tímabili
rannsóknarstofu spítalans for-
stöðu.
Meinalífeðlisfræðin eða líf-
eðlisfræðilegar lækningarann-
sóknir eins og ég kýs að kalla
sérgrein mína snýst um lífeðlis-
fræðilegar rannsóknir á inni-
liggjandi sjúklingum spítala sem
og utanspítalasjúklingum sem
sendir eru til rannsóknar frá
heilsugæslu- og heimilislæknum
eða sérfræðingum á stofum úti í
bæ. Rannsóknirnar miða að því
að greina starfshæfni og sjúk-
dóma í líffærum og líffærakerf-
um og meta starfsgetu einstak-
linga. Hún tekur til barna sem