Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 25

Læknablaðið - 15.03.1996, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 215 Table IV. Comparíson of operative time, period of fasting postoperatively, length of hospital stay and time off work after laparoscopic operation versus open operation (median). Laparoscopic (n=20) Open (n=20) P value* Operative time (min), 75 45 <0.001 range 15-150 15-100 Anaesthesia time (min), 108 68 <0.0001 range 70-175 20-135 Fasting period (days), 1 1 0.057 range 0-4 1-5 Hospital stay (days), 2 3 0.617 range 1-12 1-7 Time off work (days) 7 10 0.028 range 2-18 3-38 * Mann-Witney test. Sjúklingarnir samþykktu þátttöku í rann- sókninni en einnig lá fyrir samþykki Siða- nefndar Landspítala. Við tölfræðilega úr- vinnslu var stuðst við miðgildi nema meðaltöl fyrir aldur. Mann-Witney prófi var beitt við samanburð hópa og Fischers nákvæmnisprófi við samanburð hlutfalla. Marktækni miðast við p-gildi 0,05. Niðurstöður Samanburður á aðgerðunum tveimur sést í töflu IV. Aðgerðartími var marktækt lengri eftir kviðsjáraðgerðirnar og munar 30 mínút- urn (p<0,001). Fjórar kviðsjáraðgerðir sem breytt var í opna aðgerð tóku að meðaltali 100 mínútur, að þeim slepptum munar aðeins 20 mínútum á kviðsjáraðgerð og opinni botn- langatöku. Svipaða sögu er að segja af svæfing- artíma nema hvað munurinn er heldur meiri en varðar aðgerðartíma (p<0,0001). Flestir fengu að borða á fyrsta degi eftir aðgerð. í kviðsjárhópnum fengu fjórir sjúk- lingar að borða á aðgerðardegi en enginn eftir opna aðgerð. Einn sjúklingur var fastandi í fjóra daga og annar í þrjá daga vegna þarma- lömunar eftir kviðsjáraðgerð. Eftir opna að- gerð voru þrír sjúklingar fastandi í meira en þrjá daga. Munurinn á hópunum er rétt við það að vera marktækur (p=0,057). Sjúklingar í kviðsjárhópi dvöldu í kringum tvo daga á sjúkrahúsi en þrjá daga eftir opna aðgerð (p=0,617). Ef kviðsjáraðgerðunum sem breytt var í opna aðgerð er sleppt dvöldu sjúklingar í kviðsjárhópnum tvo daga á sjúkra- húsi, eða einum degi skemur að jafnaði (mið- gildi) en eftir opna aðgerð. Þessi munur er hins vegar ekki marktækur fyrir svo lítinn efnivið (p=0,16). Þess má geta að fjórir sjúklingar út- skrifuðust innan sólarhrings eftir kviðsjárað- Table V. Complications during and after surgery. Laparoscopic op. (n=20) Open op. (n=20) During surgery: Wound bleeding 1 0 After surgery: Wound infection 0 1 Intestinal paralysis 1 1 Post-op fever 1 0 Wound pain 0 1 gerð en enginn eftir opna aðgerð. Innan tveggja daga útskrifuðust sex sjúklingar í kvið- sjárhópnum en þrír eftir opna aðgerð. Að jafnaði voru sjúklingar komnir til vinnu sjö dögum eftir kviðsjáraðgerð samanborið við 10 daga eftir opna botnlangatöku (p=0,028). Ef stuðst er við meðaltöl er munurinn greini- legri, eða níu dagar eftir kviðsjáraðgerð en 15 dagar eftir opna aðgerð. Sex sjúklingar voru komnir til vinnu innan sex daga eftir kviðsjár- aðgerð samanborið við einn sjúkling eftir opna aðgerð. Fylgikvillar í og eftir aðgerð voru óverulegir í báðum hópum (tafla V). Aðeins var um eina minni háttar blæðingu að ræða eftir holsting í kviðsjárhópnum. Sjúklingurinn hlaut mar á kviðvegg sem að mestu var horfið tveimur vik- um síðar. Engin skurðsýking sást eftir kviðsjár- aðgerð en ein eftir opna aðgerð. Umræða Niðurstöður okkar sýna að sjúklingar koma til vinnu þremur dögum fyrr (miðtala) eftir kviðsjáraðgerð á botnlanga samanborið við opna aðgerð. Munurinn er sex dagar þegar tekið er mið af meðalvinnutapi. Tveir sjúkling- ar úr kviðsjárhópnum fóru beint í vinnu eftir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.