Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1996, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.03.1996, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 205 Number per 100.000 malcs 1971-1975 1976-1980 1981-1985 1986-1990 Period Figure 2. Age staiulardised incidence per 100.000 men for seminoma in Iceland in four 5-year periods, from 1971-1990. No. of cases <20 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 >70 Agc Figure 3. Age distribution for men diagnosed with seminoma in lceland from 1971-1990 (n=47). No. of patients 16-. < 1 1-4 4-16 16-24 24-48 >48 Weeks Figure 4. Duration of symptoms for patients diagnosed with seminoma in Iceland from 1971-1990. Aldursdreifing er sýnd á mynd 3 en meðal- aldur við greiningu var 36,3 ár (staðalfrávik 9,8 ár) og aldursbil 21-71 ár. Frá 1971 til 1980 var meðalaldur 39,6 ár en 34,4 ár frá 1981 til 1990 en munurinn var ekki marktækur (p=0,12). Alls greindust 45 karlar vegna einkenna sem sýnd eru í töflu III. Fyrirferð og verkir í eista eru langalgengustu einkennin en 26 sjúklingar (58%) höfðu fyrirferð án verkja. Fimm höfðu einkenni meinvarpa og þá oftast kviðverki vegna eitilmeinvarpa í aftanskinurými (retro- peritoneum) en einn hafði verki vegna bein- meinvarpa. Tveir greindust fyrir tilviljun, báð- ir við aðgerðir á eista. Mynd 4 sýnir tímalengd frá upphafi ein- kenna til greiningar. Flestir (34%) höfðu ein- kenni í einn til fjóra mánuði fyrir greiningu, rúmur fimmtungur (23%) greindist innan fjög- urra vikna og fjórðungur sjúklinganna (25%) hafði einkenni lengur en hálft ár, þar af fjórir í rúmt ár. Einn sjúklingur greindist innan eins mánaðar á árunum 1971-1980 (6%) en níu á árunum 1981-1990 (33%) (p=0,06). Æxlin voru 0,5-19 cm að þvermáli en meðal- tal var 6,1 cm (staðalfrávik 3,8 cm). Æxli greind 1971-1980 reyndust marktækt stærri (8,0 cm) en æxli greind 1981-1990 (5,2 cm) (p=0,02). Ekki reyndist marktækur munur á fjölda æxla í hægra (28) og vinstra eista (18) (p=0,14). Flest æxlin voru greind með þreifingu ein- göngu en í fimm tilvikum var einnig gerð ómun af eista. Tafla IV sýnir rannsóknir sem beitt var við stigun æxlanna á tveimur 10 ára tímabilum. Allir nema einn fóru í lungnamyndatöku og hjá helmingi sjúklinganna voru teknar sogæða- myndir, þó hjá tvöfalt fleiri á síðara tímabilinu (60%). Frá 1980 er tölvusneiðmyndarannsókn (TS) af kviði og aftanskinurými gerð hjá 80% sjúklinganna (89% frá 1983) og hjá 88% var gerð ómskoðun af sama svæði frá 1984. Könn- unaraðgerð var framkvæmd hjá þremur sjúk- lingum. Einn þeirra hafði kviðverki vegna 15 cm stórs eitilmeinvarps (greindur 1971) en hjá öðrum sjúklingi (greindur 1972) vaknaði grun- ur um eitilmeinvörp í aftanskinurými sem ekki reyndust til staðar við aðgerð. Þriðji sjúkling- urinn (greindur 1990) hafði eista í kviðarholi sem numið var brott. Meinvörp greindust hjá 12 sjúklingum eða 26% hópsins. Tíu höfðu meinvörp í eitlum, einn í blöðruhálskirtli og annar í beinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.