Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 26
572 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Klínísk einkenni höfnunar eru ósértæk og lúmsk, og því mikilvægt fyrir þá sem annast slíka sjúklinga að hafa möguleika á höfnun ávallt í huga. Aukaslög frá hjarta og hjartslátt- artruflanir eða fyrstu gráðu blokk þarf að taka alvarlega í hjartaþegum þar sem slíkt getur verið fyrstu einkenni um höfnun (8). Lyfjameðferð hjartaþega samanstendur af ónæmisbælandi lyfjum og lyfjum til varnar eða meðferðar aukaverkunar frá ónæmisbæling- unni. Þannig eru margir hjartaþegar á sýkla- lyfjum í varnandi skammti og lyfjum við háum blóðþrýstingi (1). Grunnónæmisbæling er venjulega cýklósporín eða takrólímus, sem eru sérhæfð ónæmisbælandi lyf og stundum er aza- þíóprín einnig bætt við ef þörf er á frekari bælingu. Steróíðar eru notaðir fyrst eftir ígræðsluna en reynt er að hætta notkun þeirra eftir fyrstu sex mánuðina þar sem þeir valda óæskilegum aukaverkunum, sérlega í börnum. Viðhald eða magn ónæmisbælingar er byggð á niðurstöðum frá útliti vefjabita úr hjarta. Höfnun er meðhöndluð ýmist með því að auka grunnónæmisbælinguna (minniháttar höfnun) eða gefa tímabundinn en stóran skammt af steroíðum og þarfnast það venjulega innlagn- ar. Aukaverkanir af ónœmisbœlandi lyfjum eru hvimleiðar en einnig mjög alvarlegar þegar haft er í huga að um ævilanga meðferð er að ræða. Cýklósporín er eldra en takrólímus og aukaverkanir þess vegna betur þekktar en svo virðist sem aukaverkanir þessara tveggja lyfja séu nokkuð svipaðar (14-16). Hár blóðþrýst- ingur og skert nýrnastarfsemi er skammtaháð aukaverkun en mjög algeng. Venjulega er þetta ekki til mikilla vandræða en þó hafa hjartaþegar þurft að gangast undir nýrna- ígræðslu vegna alvarlegrar skertrar nýrnastarf- semi, samfara langvarandi notkun ónæmisbæl- andi lyfja (1). Vægur blóðskortur á sér oft stað samfara notkun á takrólímus og sykursýki hef- ur sést samfara þörf á mjög háum skömmtum, sérstaklega í hjarta- og lungnaþegum (17). Ta- królímus veldur ekki auknum og útbreiddum hárvextir, sem er hvimleið aukaverkun af völd- um cýklósporína og oft mjög erfið börnum og unglingum. Kortíkósteróíðar sem oft eru not- aðir til ónæmisbælingar ásamt þessum sér- hæfðu lyfjum, hafa einnig ýmsar aukaverkanir í för með sér sem eru vel þekktar. Vegna þessa er alltaf reynt að útiloka notkun steróíða í ónæmisbælingunni eins fjótt og hægt er eftir hjartaígræðsluna. í töflu I er gerð betur grein Table I. Immune suppression agents Dose Agent Mechanism of action Maintenance Immunoprophylaxis induction or treatment of ACR Monitoring Major side effects Cyclosporine Inhibition of T-cell receptor lymphokine production and T-cell proliferation 5 - 20 mg/kg BID dosing 2.5 mg/kg/ 24 hours IV RIA/HPLC Whole blood trough 500-700 ng/ml RIA/TDX 100-400 ng/ml HPLC Serum levels about 1/2 whole blood levels Nephrotoxicity CNS - Seizures Decreased Magnesium Hyper- tension Hirsutism/ Gingival Hyperplasia Tacrolimus FK506 Inhibition of T-cell receptor lymphokine production and T-cell proliferation 0.3 mg/kg/day BID dosing 0.05 mg/kg/ 24 hours IV 0.5-1.5 ng/ ml (heart) 1.0-2.0 ng/ ml (lung) Nephrotoxicity Anemia Increased Potassium Decreased Magnesium Glucose Intolerance Azathioprine Antimetabolic inhibits pur- ine and DNA synthesis 1 -2 mg/kg/day 4 mg/kg WBC < 4000 ANC > 1500 cells Bone Marrow Suppression Corticosteroids Redistribution of peripheral 0.1 - 0.5 mg/ lymphocytes Inhibit lympho- kg/day kine IL-2 production Impair macrophage response to lymphocyte signals 10-25 mg/kg (max 1 gm) Solu- Medrol daily for 3-5 days Treatment of ACR Glucose Infection Cushingoid Appearance Hyperten- sion Hyperlipidemia Glucose Intolerance Cytolytic Drugs Antilymphocyte/ Antithymocyte Globulin ALG RATG Nonspecific T-cell lysis Varies depending on preparation 1.5 mg/ kg/day (5 days) RATG T lymphocyte subsets Thrombocytopenia Anaphylaxis Local- ized Pain/RATG Infection PTLD Monoclonal Antibody OKT3 Binds to CD3 receptor and inactivates T-cell function by shedding or interna lizing CD3-TCR receptor 0.2 mg/kg/day to a maximum dose of 10 mg/day T lymphocyte subsets Murine anti- body level Anaphylaxis Pulmo- nary Capillary Leak Meningoence- phalitis PTLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.