Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 589 þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að aðildarskjali hefir verið komið í vörslu aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Þrítugasta og fimmta grein (Landsvæði) 1. Sérhver samningsaðili getur við undirritun eða þegar fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktarskjal er afhent, tilgreint það eða þau landsvæði, sem samningur þessi skal ná til. Sérhvert annað ríki getur sett fram sömu yfir- lýsingu, þegar það afhendir aðildarskjal sitt. 2. Sérhver samningsaðili getur, hvenær sem er síðar, með yfirlýsingu til aðalframkvæmda- stjóra Evrópuráðsins, látið beitingu samnings þessa ná til hvers annars landsvæðis, er til- greint er í yfirlýsingunni og samningsaðilinn ber ábyrgð á alþjóðlegum skiptum þess eða hefir heimild til að skuldbinda það. Að því er varðar slík landsvæði, skal samningurinn taka gildi á fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að aðalframkvæmdastjórinn hefir móttekið slíka yfirlýsingu. 3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er sam- kvæmt undanfarandi tveimur málsgreinum, má afturkalla fyrir hvert það landsvæði, sem þar er tilgreint, með tilkynningu til aðalfram- kvæmdastjórans. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag þess mánaðar, sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að aðal- framkvæmdastjóranum barst tilkynningin. Þrítugasta og sjötta grein (Fyrirvarar) 1. Sérhvert aðildarríki getur, þegar undirritun samnings þessa fer fram eða þegar það afhend- ir fullgildingarskjal sitt, gert fyrirvara um hvert einstakt ákvæði samningsins, að því marki sem lög er gilda á landsvæði þess eru ekki í sam- ræmi við ákvæðið. Fyrirvarar almenns eðlis skulu ekki leyfðir samkvæmt þessari grein. 2. Sérhverjum fyrirvara, sem gerður er sam- kvæmt þessari grein, skal fylgja stutt yfirlýsing um viðkomandi lög. 3. Hver sá samningsaðili, sem lætur samning- inn gilda fyrir landsvæði, sem nefnt er í annarri málsgrein þrítugustu og fimmtu greinar, má að því er varðar umrædd landsvæði, gera fyrirvara í samræmi við ákvæðin hér næst á undan. 4. Hver sá samningsaðili, sem gert hefir fyrir- varann, sem nefndur er í þessari grein, getur afturkallað hann með yfirlýsingu, sem stíluð er á aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Aft- urköllunin skal taka gildi fyrsta dag þess mán- aðar, sem hefst eftir að liðinn er einn mánuður frá þeim degi, að aðalframkvæmdastjóranum barst tilkynningin. Þrítugasta og sjöunda grein (Uppsagnir) 1. Hver samningsaðili getur hvenær sem er sagt upp samningi þessum með tilkynningu til aðal- framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. 2. Slík uppsögn tekur gildi fyrsta dag þess mán- aðar, sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi að aðalframkvæmdastjóranum barst tilkynningin. Þrítugasta og áttunda grein (Tilkynningar) Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal til- kynna aðildarríkjum ráðsins, Evrópusamband- inu, hverjum þeim sem hefir undirritað samn- inginn, hverjum samningsaðila og hverju öðru ríki, sem hefir verið boðið að gerast aðili að samningi þessum, a. um sérhverja undirritun, b. um afhendingu sérhvers fullgildingar-, viðurkenningar-, samþykktar- eða aðildar- skjals, c. um sérhvern gildistökudag samnings þessa samkvæmt þrítugustu og þriðju og þrítugustu og fjórðu grein, d. um sérhverja breytingu á viðbótarsamn- ingi, sem gerð er samkvæmt þrítugustu og ann- arri grein og á hvaða degi slík breyting tekur gildi, e. um sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt þrítugustu og fimmtu grein, f. um sérhvern fyrirvara og afturköllun fyrir- vara, sem gerð eru í samræmi við ákvæði þrí- tugustu og sjöttu greinar, g. um hverja aðra gerð, tilkynningu eða orð- sendingu varðandi samning þennan. Þessu til staðfestu hafa neðanritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað þennan samning. Gjört í... þann ... á ensku og á frönsku, í einu eintaki, sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins og skulu báðir textarnir jafn gildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til sérhvers aðild- arríkis Evrópuráðsins, til Evrópusambandsins, til ríkja er hafa tekið þátt í að semja samning þennan og ekki eru aðildarríki Evrópuráðsins og til sérhvers ríkis, sem boðið er að gerast aðili að samningi þessum. íslensk þýðing © Örn Bjarnason í júní 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.