Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
571
ið fyrir, þarfnast hjarta og lungnaígræðslu sem
er flóknari og áhættusamari aðgerð (sjá síðar).
Mikilvægt er að meta samdráttarhæfni hjarta-
vöðvans og hjartaútfall en niðurstöður þess
geta verið hjálplegar upplýsingar við tímasetn-
ingu aðgerðarinnar. Aðrir þættir í athugun á
væntanlegum hjartaþegum snúa að rannsókn-
um á öðrum líffærum, stöðu ónæmiskerfisins
og mögulegum sýkingum. Sálrænt ástand og
félagslegt umhverfi tilvonandi hjartaþega er
einnig mjög mikilvægt.
Hjarta líffæragjafans er athugað með hjarta-
ómun fyrir líffæraflutninginn og góð verkun
líffærisins án aðstoðar samdráttarhvetjandi
lyfja er venjulega skilyrði fyrir líffæragjöf.
Blóðflokkun og stærð líffærisins eru í raun einu
aðrir þættirnir sem athuga þarf fyrir sjálfa
ígræðsluna.
Hjartaígræðslan
Hjartaígræðslan sjálf er almennt talin frekar
auðveld hjartaaðgerð samanborið við margar
flóknar aðgerðir sem framkvæmdar eru á börn-
um með hjartagalla. Hjartaígræðslu er hægt að
framkvæma í nær öllum gerðum af meðfædd-
um hjartagöllum þar sem staðsetning ósæðar-
innar, lungnaslagæðinnar og vinstri gáttar er
nær alltaf hin sama (10).
Hjarta líffæragjafans er venjulega ekki utan
líkama lengur en fjórar til sex klukkustundir
eftir að það hefur verið tekið út úr líkama
gjafans og þann tíma er það geymt í sérstakri
upplausn. Með sjúklinginn tengdan hjarta- og
lungnavél er hjarta líffæraþegans tekið út og
hið nýja hjarta er grætt í. Ósæð og lungnaslag-
æð hins nýja líffæris eru tengdar samsvarandi
æðum og vinstri og hægri gátt eru tengdar gátt-
um líffæraþegans. Hjartað byrjar svo að slá í
hinu nýja umhverfi þegar líkamshita hefur
verið náð meðan líkaminn er vaninn af hjarta-
og lungnavélinni.
Eftir aðgerðina er oftast tímabundin þörf á
samdráttarhvetjandi lyfjum enda minniháttar
vanvirkni hjartavöðvans algeng strax eftir að-
gerðina. Vanvirknin er talin vera vegna blóð-
þurrðarskemmda og skorts á hvatningu frá
ósjálfráða taugakerfinu (11). Hvað varðar gjör-
gæslumeðferð eftir líffæraflutninginn er hún í
öllum meginatriðum svipuð gjörgæslumeðferð
eftir opnar hjartaaðgerðir ef frá er talin ónæm-
isbælingin. Bæling á ónæmiskerfinu þarf að
byrja um leið og hið nýja líffæri er grætt í og
samanstendur hún í upphafi af háum skömmt-
um af steróíðum ásamt öðrum sértækum
ónæmisbælandi lyfjum.
Lífeðlisfræði hins ígrædda líffæris
Þar sem hluti hægri gáttar er skilinn eftir við
líffæraflutning eru í raun tveir hlutar af hægri
gátt til staðar eftir ígræðsluna. Þar með eru líka
tveir sinus hnútar óháðir hvor öðrum og má
greina það á hjartalínuriti hjartaþega. Hægra
greinrof er einnig mjög algengt að sjá á hjarta-
línuriti hjartaþega (8). Hið nýja hjarta hefur
enga beina tengingu við ósjálfráða taugakerfið
þar sem skorið var á taugar við ígræðsluna
(de-inervation). Skortur á boðum frá Vagus
tauginni veldur óvenju hröðum grunn hjart-
slætti og einnig er breytt svörun hjartsláttar við
áreynslu. Vöntun á taugaboðum veldur því
einnig að engin sársaukaboð eru samfara blóð-
þurrð í hjartavöðva. Þótt ótrúlegt sé, virðist
sem áðurnefnd taugatenging eða hluti hennar
geti endunýjast (12). Þrátt fyrir þessa umbreyt-
ingu á lífeðlisfræðilegri svörun og hegðun hins
nýja hjarta er verkun þess undir flestum kring-
umstæðum eðlileg með eðlilegt hjartaútfall og
samdráttarhæfni.
Eftirlit og meðferð hjartaþega
Eftirlit hjartaþega er sérhæft og snýr einkum
að því að fylgjast með mögulegri höfnun á hinu
nýja líffæri, möguleika á sýkingu eða auka-
verkunum frá ónæmisbælandi lyfjum. Almenn
skoðun, blóðrannsóknir og ómskoðun á hjarta
eru framkvæmdar mánaðarlega fyrst eftir
ígræðsluna og á hálfsárs fresti eftir fyrsta árið.
Mikilvægt er að fylgjast náið með stöðu ónæm-
iskerfisins, nýjum sýkingum eða uppvakningu
veira (Cýtómegaló vírus, Ebstein Barr-veirur)
hugsanlega frá hinu nýja líffæri.
Einn flóknasti þátturinn í eftirliti hjartaþega
er að fylgjast með höfnun í hinu nýja líffæri.
Þrátt fyrir miklar rannsóknir á þessu sviði er
slíkt best gert með vefjabita (endomyocardial
biopsy) frá hjartanu sjálfu. Gerð er hjarta-
þræðing á venjubundinn hátt og þar til gerð
löng töng er þrædd inní hægri slegil þar sem
vefjabitarnir eru teknir. Þótt slíkt megi fram-
kvæma með lítilli áhættu (13) reynir þetta á
börnin og aðstandendur þeirra enda er þetta
aðgerð sem ekki er sársaukalaus. Vefjabitar úr
hjartanu eru venjulega teknir með sex mánaða
millibili, örar fyrst eftir ígræðslu eða ef vanda-
mál eru, en sjaldnar þegar lengra líður frá
ígræðslunni.