Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 56
600 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Um ferliverk og skerðingu Um það leyti sem samningavið- ræður við TR voru að hefjast síðastliðið haust var haldinn undirbúningsfundur samninga- nefndar sérfræðinga með full- trúum sérgreinafélaga í Hlíða- smára 8. Á þessum fundi var það kynnt og rætt að nauðsyn- legt væri af ýmsum ástæðum að skipta „kvótanum“, sem kæmi fyrir hina klínísku vinnu sér- fræðinga í einingar fyrir unnin verk á stofum sérfræðinga ann- ars vegar og hins vegar í eining- ar fyrir unnin verk á stofnunum (ferliverk). Ljóst er að síðustu ár hefur orðið veruleg aukning ferli- verka. Að nokkru leyti er það eðlileg afleiðing þróunar og framfara í læknisfræði þar sem nú er unnt að framkvæma ýmsar aðgerðir á ambulant sjúklingum sem áður kröfðust legu á sjúkra- húsi eftir aðgerðir en jafnframt hafa ýmsar sjúkrastofnanir reynt að bjarga rekstrargrund- vellinum með því að auka ferli- verkastarfsemi og hafa fengið hvatningu opinberra aðila til þess. Sú sérkennilega staða blasti þó við að í fjárlögum ríkis- ins fyrir árið 1996 var gert ráð fyrir 20 milljón króna sparnaði á ferliverkum! Þá höfðu jafnvel heyrst yfirlýsingar frá TR að stofnunin gæti hugsað sér að hætta alveg greiðslum fyrir ferli- verk! Á árinu 1995 var gerð könnun á því hversu stór hluti ferliverk- in væru í heildarkvótanum og virtist sem þau gætu verið um 28% en TR bjó ekki yfir neinum slíkum upplýsingum frá fyrri ár- um. Um leið og samningamönn- um sérfræðinga var ljóst að ekki var unnt að hafa ferliverk og stofuvinnu saman í potti m.a. vegna þeirrar staðreyndar að jafnvel heilu spítalarnir hygðust framfleyta sér með aukningu á dýrum ferliverkum og jafnvel skilgreina móttöku á hinum ýmsu göngudeildum sem ferli- verk þá var reynt að tryggja eins og kostur var að launahluti lækna fyrir unnin verk lækkaði ekki. Þetta kemur fram í fyrstu sameiginlegu bókun samninga- nefndanna með samningnum sem undirritaður var 7. mars sl. og var svohljóðandi: „Samninganefndirnar telja eðlilegt að heilbrigðisstjórnin beiti sér fyrir því að stofnanir, sem reknar eru fyrir fjárframlög frá hinu opinbera og leigja læknum aðstöðu og endurgjald er miðað við hlutfall af tekjum, taki við ákvörðun leigugjaids mið af afsiætti, sem læknir kann að veita sjúkratryggingunum, svo og skerðingu samkvæmt samningi þessum.“ Það þarf ekki að taka fram að í samninganefnd TR sitja bæði fulltrúar frá Fjármálaráðuneyti og Heilbrigðis og trygginga- málaráðuneyti sem beittu sér mjög í samningaviðræðunum. Nokkru eftir að ljóst var að ferliverk lentu í 12,8% skerð- ingu fyrstu þrjá mánuði ársins og víðast hvar virtust stofnanir láta hana lenda á læknunum einum þá var stjórnum þessara stofnana, yfirlæknum þeirra og formönnum læknaráða bent á það hvernig samninganefndirn- ar vildu láta taka á afslætti og skerðingu sbr. ofangreinda bókun. Einnig hafa þessi atriði verið til umfjöllunar í Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu bæði að frumkvæði læknasamtakanna og af hálfu einstakra stofnana. Aðstæður sérfræðinga sem vinna ferliverk á hinum ýmsu stofnunum eru tölvert mismun- andi og þurfa þeir því að fylgja eftir málum hver á sínum stað. Einnig eru sérfræðingar beðnir um að hafa samband við samn- inganefnd sérfræðinga eða und- irritaðan ef sú stofnun sem þeir vinna við hefur ekki tekið tillit til þess við ákvörðun endur- gjalds að skerðing hafi komið til, stundum til viðbótar við af- slátt. Því verður fylgt fast eftir við heilbrigðisyfirvöld að tekið verði mark á og staðið við þá bókun sem fulltrúar þeirra stóðu að við síðustu samnings- gerð. Endurgjald læknisins til stofnunarinnar hlýtur að miðast við það hve mikið fæst í raun greitt fyrir verkið. Þó til margs sé ætlast af læknum er full langt gengið miðað við óbreytt launa- kjör að ætlast til þess að þeir með beinum fjárframlögum bjargi rekstrargrundvelli spítala víða um land. Gestur Þorgeirsson, formaður LR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.