Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 573 fyrir algengustu ónæmisbælandi lyfjum sem gefin eru börnum sem gengist hafa undir hjartaígræðslu. Fylgikvillar ónœmisbœlingar eru fyrst og fremst sýkingar ogæxlisvöxtur (18,19). Hjarta- þegar eru ávallt í hættu vegna sýkinga og er þetta sérlega flókið í börnum sem oft hafa hita og minniháttar sýkingar. Almenn reynsla hef- ur sýnt að alvarlegar sýkingar eru ekki algeng- ar í börnum sem gengist hafa undir hjarta- ígræðslu og í flestum tilfellum fá þau sömu sýkingar, sem þarfnast svipaðrar meðferðar og hjá jafnöldrum þeirra (8). Æxlismyndun er önnur alvarleg en sjaldgæf áhætta samfara ónæmisbælingu (20). Algengasti æxlisvöxtur- inn er svokallaður PTLD (post transplant lym- phoproliferative disease) sem er sérstakur æxl- isvöxtur háður magni ónæmisbælingarinnar. Pessi ofvöxtur á einkjarnafrumum (B-lympho- cytes) er orsakaður af Ebstein-Barr vírusnum og hefur greinst hjá um 10% barna sem gengist hafa undir hjartaígræðslu (1, 20). Ýmist getur þessi kvilli birst sem eitlasótt (mononucleosis) eða æxlismyndun, nánast hvar sem er í líkam- anum en oft í kviðar- eða brjóstholi. Horfur eru almennt góðar og meðferð er fólgin í að draga úr ónæmisbælingunni en stundum þarf að beita krabbameinslyfjum og jafnvel geislun. Höfnun Höfnun líkamans á hinu framandi líffæri er ætíð yfirvofandi hjá líffæraþegum og eru hjartaþegar þar engin undantekning. Höfnun má skipta í bráða og langvinna höfnun sem tekur á sig mismunandi form. Bráð höfnun kemur fram um leið og ónæmis- bæling er minnkuð eða ef aðrar ytri aðstæður breytast höfnun í vil. Þessu má líkja sem stöð- ugri jafnvægisbaráttu milli of lítillar ónæmis- bælingar (höfnun) og of mikillar ónæmisbæl- ingar (aukaverkanir). Gruna má slíka höfnun á klínískum grunni en greiningin sjálf byggist á sérstöku vefjafræðiútliti á vefjabita frá hjarta- vöðvanum (21). Til er alþjóðlegur staðall eða kerfi þar sem hjartavefjabitarnir eru metnir eftir vefjafræðilegu útliti og gefin gráða frá 1 til 4 eftir því hversu slæm höfnunin er (22). Langvinn höfnun er talin vera orsökuð af endurteknum bráðum höfnunum eða viðvar- andi höfnun og kemur fram sem kransæðasjúk- dómur í hinu nýja líffæri (23). Þessi kransæða- sjúkdómur (post transplant coronary artery disease) er vefjafræðilega ólíkur hinum hefð- bundna kransæðasjúkdómi en getur einnig valdið blóðþurrð í hjartavöðva og jafnvel skyndidauða. Útbreiddar þrengingar, fremur en staðbundnar og oftar en ekki í smáum kransæðum, gerir þennan kvilla mjög erfiðan í greiningu (24). Kransæðamyndataka er ennþá helsta greiningaraðferðin og er hún fram- kvæmd árlega eða annað hvert ár. Mikið er unnið að því að finna betri leið til að greina þennan kransæðasjúkdóm á byrjunarstigi og lofar góðu þróun á tækni þar sem kransæðarn- ar eru ómskoðaðar innanfrá (intraluminal) (25). Ekki er greining þessa sjúkdóms aðeins erfið og flókin heldur er meðferð einnig mjög erfið og oft takmörkuð. Lyfjameðferð, krans- æðavíkkun í þræðingu eða hefðbundin skurð- aðgerð ber oft takmarkaðan árangur þar sem þessi sjúkdómur er aðallega í smáum æðum og oft ekki eins staðbundinn og hefðbundinn kransæðasjúkdómur. Algengi kransæðasjúk- dóms í börnum og unglingum sem gengist hafa undir hjartaígræðslu og lifað hafa lengur en fimm ár er 20-50% (1,26, 27). Þessi kransæða- sjúkdómur er ennþá algengasta dánarorsök barna og unglinga sem gengist hafa undir hjartaígræðslu (1) en svo virðist sem samfara nýjum lyfjum og betri ónæmisbælingu að tíðni þessa sjúkdóms hafi farið lækkandi (27). Hjarta og lungnaígræðsla Margir hjartagallar og jafnvel hjartavöðva- sjúkdómar eru þess eðlis að varanlegar skemmdir verða á lungnaæðum vegna háþrýst- ings í lungnablóðrás, sem gerir það að verkum að ekki er hægt að framkvæma hjartaígræðslu. Er þá hins vegar möguleiki á að framkvæma hjarta- og lungnaígræðslu. Slíkur líffæraflutn- ingur hefur ekki verið framkvæmdur eins lengi og hjartaígræðsla og enn eru horfur slíkra sjúklinga verri en hjartaþega (8). Höfnun er mun algengari í lungum en hjarta hjá þessum sjúklingum og er jafnvel talað um að hjartanu sé hlíft af lungunum (28). Vegna þessa þurfa hjarta- og lungnaþegar venjulega að vera á öfl- ugri ónæmisbælingu en hjartaþegar, sem síðan fylgja frekari fylgikvillar. Langvinn höfnun kemur fram í hinum ígræddu lungum sem var- anleg þrenging á smáum og meðalsmáum lungnapípum svokölluð djúpkvefsstífla (bron- chiolitis obliterans) (29). Þetta er sérlega slæm- ur kvilli sem hrjáir um helming hjarta- og lungnaþega. Svarar þessi afleiðing langvinnrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.