Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 48
594
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Umræða og fréttir
Ný spá um atvinnumarkað íslenskra lækna:
Jafnvægi til 2015 en eftir það..?!
Nýlega lagði vinnuhópur á veg-
um norrænu læknafélaganna,
svokallaður SNAPS-hópur
fram nýja spá um atvinnumark-
að lækna á Norðurlöndunum.
Spáin var kynnt á fundi Nor-
ræna læknaráðsins, sem nýlega
var haldinn í Helsinki, en ráðið
er hinn formlegi samstarfsvett-
vangur norrænu læknafélag-
anna.
Ráðið fól starfshópnum fyrir
tveimur árum m.a. að gera sem
gleggstar spár um stöðu at-
vinnumarkaðar lækna á Norð-
urlöndunum. Slíkar spár hafa
verið gerðar reglulega og var
þetta hin níunda. Er í henni
lögð fram spá um áætlað fram-
boð af læknum fram til 2015 og
áætlaða eftirspurn fram til 2010.
Fyrir hönd LÍ hefur Sveinn
Magnússon varaformaður setið
í vinnuhópnum og var talsmað-
ur hans í Helsinki.
Ein aðal ástæða þess að þessi
vinna var sett af stað í upphafi
var að hafa sem ljósasta mynd af
atvinnumarkaðnum með það
fyrir augum að stuðla að sem
bestu jafnvægi á markaðnum.
Öll Norðurlöndin juku mjög að-
gang að læknadeildum á sjötta
og sjöunda áratugnum. Mennt-
unartími lækna er langur, oftast
12-15 ár, því var ljóst, að heil-
brigðiskerfin þurftu áratuga-
langa og mikla aukningu til að
taka við þessum fjölda. Mikil
þörf hefur því sýnt sig vera fyrir
einhvers konar spá eða fram-
reikning til að hafa sem gleggsta
mynd af líklegu ástandi atvinnu-
markaðar lækna komandi ára.
Skýrslur hópsins hafa komið út
annað hvert ár og hafa þær
óspart verið notaðar af heil-
brigðisyfirvöldum landanna til
að auðvelda ákvarðanatöku.
Við mat á atvinnuhorfum ís-
lenskra lækna voru ýmsar fors-
endur notaðar, sem sumar eru
augljósar og óumdeilanlegar,
aðrar óvissari. Gengið var út frá
skrám LÍ yfir íslenska Iækna 31.
desember 1995 og einungis
Fjöldi lækna á íslandi 31. des-
ember 1995 var 896 og 418 voru
erlendis. Tafla 2. og mynd 1.
sýna aldurs- og kyndreifingu. í
töflunni má sjá að hlutfall
kvenna er mjög hátt í aldurs-
hópnum 30-34 ára. Líkleg skýr-
ing er, að karlar hafi þá farið úr
landi í meira mæli en konur, þær
fari seinna til útlanda en karlar
og hækkar það hlutfallið.
Tvennt er sérstaklega athygl-
isvert við mynd 1. í fyrsta lagi
kemur vel fram hve stór aldurs-
hópurinn 45-49 ára er. Á hinum
Norðurlöndunum er miklu jafn-
ari aukning og því minni munur
við aldurshópinn 50-54 ára.
Annað sem vekur athygli og
líka sker sig frá hinum Norður-
löndunum er hinn litli hópur
30-34 ára, enda eru þeir ís-
lensku læknar hlutfallslega
flestir erlendis. Pessi aldurshóp-
ur er mjög mikilvægur starfs-
kraftur á öllum erlendum
sjúkrahúsum og telst til reynd-
ari aðstoðar- eða deildarlækna.
Krafta þessa hóps njóta hin
Norðurlöndin í mun meira mæli
en íslendingar.
Mynd 2 sýnir aldurs- og kyn-
dreifingu lækna á hinum Norð-
urlöndunum. Athygli vekur, að
í öllum löndunum eru aldurs-
hóparnir mjög ójafnir og svip-
aðar kúfur á myndunum frá öll-
um löndunum, flestir læknar
eru á aldrinum 40-50 ára.
Tafla III sýnir framboð af ís-
lenskum læknum miðað við
forsendur, sem taldar eru upp í
töflu I. Að auki er gert ráð fyrir
að vinnuvika verði áfram 40
tímar og muni ekki styttast sem
neinu nemur á næstu 20 árum,
96% læknanna muni vinna fulla
40 tíma vinnu 43 vikur á ári en
4% muni starfa 30 tíma hluta-
vinnu.
Vöxtur vinnumarkaðarins er
háður mikilli óvissu. Margir
þættir hafa áhrif á þenslu í þjóð-
arbúinu og ekki síst á heilbrigð-
iskerfið. I þessari spá er gert ráð
fyrir tveimur vaxtarmöguleik-
um, í fyrsta lagi að hagvöxtur
verði 1% allan tímann til 2010
(Möguleiki A) og hins vegar að
vöxtur verði í samræmi við
fólksfjölgun eða um 0,6%
(Möguleiki B).
Tafla IV og mynd 3 sýna hver
verður útkoma þessa dæmis.
Margt bendir til þess að um
nokkurt offramboð verði að
ræða fram til 2010,20-30 læknar
samkvæmt möguleika A, 40-90
læknar samkvæmt möguleika
B. Gera má ráð fyrir að íslensk-
um læknum erlendis fjölgi sem
þessu nemur, það hefur verið
reynsla undanfarinna ára og
verið í samræmi við fyrri spár.
í spá hópsins sem kom út 1994
náði framboðsspáin til ársins
2025, þ.e. 10 árum lengra fram í
tímann en þessi spá. Þá kom
glögglega fram, að um 2015 fer
mikill fjöldi íslenskra Iækna að
fara á eftirlaun, það er hópur-
inn, sem fyllir hæstu súluna á