Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 32
578 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 þriðja hópnum eru þeir sem vinna við fram- leiðslu á vörum úr latexi. Hér á landi mætti nefna starfsfólk á hjólbarðaverkstæðum. Líkurnar eru mestar á latexofnæmi sé fólk í einhverjum áhættuhópanna og auk þess með bráðaofnæmi af öðrum toga. Um helmingur þeirra sem hafa jákvæð lat- expróf eru með einkenni um latexofnæmi. Einkennin fara eftir því frá hvaða líffæri þau eru og hvað ofnæmið er sterkt. Við beina snertingu við hanska, plástra, gúmmíblöðrur, smokka og aðra hluti úr gúmmíi kemur kláði, roði og bjúgur í húðina. Kláði og roði í augum eða bjúgur í augnlokum eru næstalgengustu einkennin. Þá koma einkenni frá nefi; hnerrar, nefrennsli, nefstíflur. Sjaldgæfari en þeim mun alvarlegri eru einkenni frá munni, endaþarmi, leggöngum, sem og astmi, ofsakláði, ofsabjúg- ur, uppköst, niðurgangur og ofnæmislost. Gúmmíhanskar eru húðaðir að innan með kornsterkju til að auðveldara sé komast í þá. Kornsterkjan dregur í sig ofnæmisvaka úr lat- exi. Einkenni frá nefi, augum og lungum or- sakast oft af latexögnum, sem berast með kornsterkju úr hönskunum og dreifist út í loftið ef þeir eru hristir. Bráðaofnæmi fyrir latexi er alvarlegra en flest annað ofnæmi. Þetta er vegna mikillar notkunar á gúmmíi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Sjúklingar með ógreint latexofnæmi eru því í bráðri hættu ef þeir verða fyrir slysi eða veikjast. Á árunum 1988 til 1992 var tilkynnt um meira en 1000 tilfelli af alvarlegum ofnæmisviðbrögð- um af latexi til Food and Drug Administration (FDA) íBandaríkjunum. Af þeim vorul5 ban- væn (10). Líkurnar á hættulegum ofnæmisvið- brögðum eru mestar við aðgerðir, ef latex kemur í snertingu við slímhúð. Latexofnæmi á íslandi Um 30 einstaklingar hafa greinst með latex- ofnæmi á göngudeild Vífilsstaða. Af 25 sjúk- lingum, þar sem sjúkraskrár eru tiltækar, eru 20 konur (80%). Aldur sjúklinganna var á bil- inu fimm til 48 ár, þegar ofnæmið var greint. Af 23 sjúklingum, þar sem upplýsingar voru fyrir hendi, höfðu 70% annað bráðaofnæmi. Hjá tveimur einstaklingum vantaði upplýsing- ar. Það var ekki prófað sérstaklega fyrir fæðu- tegundum eða fyrir snertiofnæmi gegn gúmmíi nema sjúkrasagan gæfi tilefni til. Þrír sjúkling- Table I. Symploms in 23 patients with latex allergy. Symptoms % Contact urticaria 77 Conjunctivitis 50 Rhinitis 36 Asthma 18 Urticaria/angioedema 41 ar höfðu ofnæmi fyrir banönum og þrír höfðu ofnæmi fyrir kiwi. Tveir sjúklingar voru með snertiofnæmi fyrir efnum í gúmmíi samkvæmt niðurstöðum úr plástraprófi með TRUE TEST®. Tafla I sýnir einkenni af latexofnæm- inu. Tuttugu og tveir einstaklingar höfðu ein- kenni en einn var einkennalaus. Sá einkenna- lausi var í áhættuhópi og var því prófaður. Fjórir höfðu sennilega fengið latexofnæmi vegna endurtekinna skurðaðgerða, hjá 13 var líklegasta orsökin notkun á hönskum, einn fékk það við vinnu í sjóklæðagerð og tveir af gúmmíblöðrum. Hjá þremur var ekki hægt að benda á neina sennilega orsök fyrir ofnæminu. Tveir hjúkrunarfræðingar og einn skurðlæknir voru í hópnum; meðal annars sá einstaklingur sem hefur alvarlegustu einkennin. Tveir sjúk- lingar voru með meðfædda þvagfæragalla, einn með samvaxna fingur og einn með beinhimnu- bólgu sem leiddi til endurtekinna skurðað- gerða. Engar kannanir hafa verið gerðar á algengi latexofnæmis á íslandi. Hvernig er Iatexofnæmi greint? Oft er auðvelt að tengja latexofnæmi við einkennin, til dæmis þegar gúmmíhanskar valda snertiútbrotum (contact urticaria). Tengsl annarra einkenna við latex geta hins vegar reynst erfiðari í greiningu. Kláði er eitt helsta einkenni bráðaofnæmis. Því nudda menn stundum augnlokin með gúmmíhanska á hendi. Það getur kallað fram gríðarlegan bjúg í augnslímhúð eða augnloki (mynd 1). Ofsabjúgur í vörum og munni eftir tannvið- gerðir, eða bjúgur á kynfærum og endaþarmi eftir skoðanir hjá kvensjúkdómalækni, eru einkenni sem strax vekja grun um latexof- næmi. Óvænt áföll við svæfingar og aðgerðir, til dæmis útbrot, astmi eða blóðþrýstingsfall geta einnig verið vegna latexofnæmis. Við grun um latexofnæmi á að gera húðpróf með sérstökum ofnæmisvökum. Ef prófið er neikvætt þrátt fyrir sterkan grun má gera þol-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.