Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 28
574 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 höfnunar illa meðferð þó yfirleitt sé reynt að auka ónæmisbælingu og oft er eina meðferðin ígræðsla á ný. Horfur eftir hjartaígræðslu Horfur eftir hjartaígræðslu eru í dag góðar og víðast eru um 90% barna og unglinga sem gangast undir hjartaígræðslu, á lífi ári eftir að- gerðina (7,31-33). Dánartíðni samhliða að- gerðinni (perioperative mortalitet) er hin sama fyrir börn með hjartagalla og með hjartavöðva- bólgu (34). Fimm ára lifun er í dag talin vera um 70% og 10 ára lifun um það bil 40%. Eru þessar tölur byggðar á upplýsingum um sjúk- linga sem gengust undir þessa aðgerð á síðasta áratug á öllum helstu barnaspítölum sem fram- kvæma þessa aðgerð að einhverju marki, bæði austan hafs og vestan (7). Lífsgæði eftir hjarta- ígræðslu eru einnig góð þó ætíð sé erfitt að finna góðan mælikvarða til að meta slík gæði. Líkamleg geta eftir hjartaígræðslu metin sem áreynslugeta er mjög góð (34,35). Minna er vitað um langtíma horfur eftir hjartaígræðslu þar sem aðgerðin hefur aðeins verið fram- kvæmd, svo einhverju nemi síðan í upphafi níunda áratugarins. Langtímahorfur eða lifun er þó mjög mikilvæg fyrir börn sem annars er búist við að eigi áratuga líf framundan. Nýlega var tekin saman reynsla frá þremur stórum barnaspítölum í Bandaríkjunum sem framkvæmt hafa hjartaígræðslur í börn lengur en flestir aðrir vestanhafs (1). Meginniðurstaða var sú að lifun lengur en 10 eða 15 ár væri möguleg og lífsgæði væru góð. Aukaverkanir, svo sem skert nýrnastarfsemi og hár blóðþrýst- ingur vegna langvarandi notkunar ónæmisbæl- andi lyfja, eru hins vegar algengar. Langvinn höfnun á hinu nýja hjarta og kransæðasjúk- dómur voru algengustu dánarorsakirnar. Sér- staka athygli vakti skortur á meðferðarheldni (compliance) unglinga við töku ónæmisbæl- andi lyfja og nokkur dauðsföll mátti rekja beint til þess. Slæm meðferðarheldni er þekkt fyrir- bæri hjá unglingum með langvinna sjúkdóma en hefur valdið sérstökum áhyggjum hjá hjartaþegum þar sem afleiðingarnar geta verið svo alvarlegar (36). Þetta atriði minnir óþyrmi- lega á sálræna fylgikvilla langvinnra sjúkdóma hjá börnum og það að fá nýtt hjarta og aukin líkamleg lífsgæði breytir ekki nauðsynlega þeirri staðreynd (37, 38). Á bjartsýnni nótum er þó að þar sem lifun hefur stöðugt lengst, lyfjameðferð og eftirlit hefur batnað, má reikna með að þessi aðgerð skili enn betri ár- angri í framtíðinni. Að lokum Hjartaígræðsla er nú framkvæmd víðsvegar um heiminn og er almennt viðurkennd með- ferð við hjartasjúkdómum á lokastigi hjá börn- um og unglingum. Aukin þekking á ónæmis- bælingu og fylgikvillum hennar hefur aukið líf- slíkur barna sem gangast undir þessa aðgerð og skammtímalifun eftir aðgerð er núna mjög góð. Langtímahorfur þessara barna eru ekki eins vel þekktar þar sem þessi aðgerð hefur eingöngu verið framkvæmd síðan í upphafi átt- unda áratugarins. Af þeim upplýsingum sem fyrir liggja má þó sjá að þessi aðgerð, sem ennþá er engan veginn fullkomin lækning, get- ur lengt og umbreytt lífi einstaklinga sem eru með ólæknandi hjartasjúkdóma. Lífsgæði hvað varðar líkamlega getu eru almennt mjög góð en fylgikvillar ónæmisbælingar og strangt eftir- lit setur svip sinn á líf þessara barna og ung- linga. Eins og með margar aðgerðir í læknis- fræði virðist þó sem lífsgæðin fari stöðugt batn- andi eftir því sem við lærum meira um þennan líffæraflutning. Þannig á barn sem gengst undir hjartaígræðslu í dag fyrir sér betra og vonandi lengra líf en þau börn sem gengust undir þessa aðgerð fyrir áratug. Hjartaígræðsla er þó eng- an veginn fullkomin lækning og þar sem hinu nýja líffæri fylgir ævilöng lyfjataka og strangt eftirlit má segja að samfara líffæraflutningnum skipti barnið oft um einn sjúkdóm fyrir annan. Hjartaígræðsla getur þó sannarlega gjörbreytt lífi barna og unglinga sem lifað hafa takmörk- uðu lífi vegna ineðfædds hjartasjúkdóms eða hjartavöðvasjúkdóms á lokastigi. HEIMILDIR 1. Sigfusson G, Fricker FJ, Bernstein D. Addonizio LJ, Webber SA, Baum, et al. Long term survivors of pediat- ric heart transplantation: A multicenter report of 68 children who have survived greater than five years. J Pediatr ( in press). 2. Kantrowitz A, Haller JD, Joos H, Cerruti MM, Carsten- sen HE. Transplantation of the heart in an infant and an adult. Am J Cardiol 1968; 22: 782-90. 3. Bcrnard CN. The operation. A human cardiac trans- plant: Aninterim report of a successful operation per- formed at Groote Schuur Hospital, Cape Town. S Afr J 1967; 41: 1271-1. 4. Zuberbuhler JR, Fricker FJ, Griffith BP. Cardiac trans- plantation in children. In: Friedman WF, Rashkind WH, Talner NS, eds. Update in Pediatric Cardiology — Cardiology Clinics; 7: Philadelphia: WB Saunders, 1989: 411-8. 5. Reitz BA. Bieber CP, Raney AA, Pennock JL, Jamie-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.