Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 34
580 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Viðhorfsbreyting í samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks Ástríður Stefánsdóttir Hugmyndir um réttindi sjúklinga hafa verið til umræðu í Evrópu í tæp 30 ár. Hvatinn að þeirri umræðu er þríþættur: í fyrsta lagi þróun á þeirri tækni sem unnt er að beita við skoðun mannslíkamans. Sífellt verður auðveldara að kafa æ dýpra inn í líkama og sál einstaklingsins og getur slík rannsókn ógnað mannhelgi pers- ónunnar. Því er orðið nauðsynlegt að tryggja sérstaklega virðingu sjúklingsins. I öðru lagi er staða sjúklingsins innan heilbrigðiskerfisins veik þar sem hann er sjúkur og þarf að berjast við það óöryggi og þá hræðslu sem fylgir því ástandi. í þriðja lagi er sú hætta fyrir hendi að í heilbrigðiskerfinu gleymist að sjúklingurinn er manneskja með tilfinningar og eigin markmið með lífi sínu. Hann verði þess í stað smættaður niður í „tilfelli". Að lokum má nefna aukin áhrif hugmynda um mannréttindi í samfélag- inu. Vaxandi þungi þessarar umræðu í nágranna- löndum okkar hefur knúið á um lagasetningu þar sem reynt er að tryggja sérstaklega rétt sjúklinga. Hin hefðbundna mynd af sambandi læknis og sjúklings þar sem sjúklingurinn legg- ur mál sín í hendur heilbrigðisstarfsfólks víkur því að nokkru fyrir annarri hugmynd. Hún er sú að sjúklingurinn standi andspænis hinu ágenga og tæknivædda bákni sem heilbrigðis- kerfið er og þarfnist verndar gegn því til að geta haldið virðingu sinni og reisn. Erindi flutt á málþingi L.í. um réttindi sjúklinga Höfundur er læknir. Fyrirspurnir, bréfaskriftir Ástríöur Stef- ánsdóttir, Laugarásvegi 53, 104 Reykjavík. Mannréttindi og sjálfræði Mannréttindi eru réttindi sem allir menn hafa óháð lögum. Þau eru ofar lögum í þeim skilningi að þegar lögin ganga gegn þeim þá tölum við um óréttlát lög. Mannréttindi eiga við um alla menn jafnt og án skilyrða. Þau byggja á hugmyndum um manngildi er allir menn hafi sem sé óháð breytilegum verðleik- um manna. Ég þarf ekki að hafa unnið til þess að borin sé virðing fyrir mér sem manneskju, heldur á ég rétt á því hvort sem ég er alþingis- maður, hjúkrunarfræðingur, afbrotamaður eða hvítvoðungur. Mikilvægur grundvöllur þess að geta virt aðra menn og skilið þá hug- myndafræði er mannréttindahugsjónin hvílir á er hæfileikinn til að setja sig í spor annarra og tileinka sér það viðhorf að sérhver maður sé gerandi en ekki bara þolandi. Einstaklingurinn er þannig sjálfráða uppspretta eigin athafna en ekki hlutur sem hægt er að ráðskast með. Auk- inni áherslu á mannréttindi hefur fylgt, að veg- ur sjálfræðis sem siðferðilegs verðmætis hefur aukist. I sjálfræðinu felst viðurkenningin á því að maðurinn eigi eins og frekast er unnt að ráða sjálfur gerðum sínum og því hvað gert er við líkama hans. Réttur sjúklinga byggir á mannréttindum. Veikur maður sem leita þarf á náðir heilbrigð- iskerfisins er í þeirri stöðu að mannréttindum hans gæti verið ógnað. Sérstakra aðgerða er því þörf til að vernda mannréttindi einstak- lingsins. Það er með öðrum orðum verið að slá skjaldborg um réttindi sem eiga að vera öllum sjálfsögð. Þarna gegnir vernd sjálfræðisins mikilvægu hlutverki. Viðurkennt er að mikil- vægt sé að sjúklingur taki þátt í ákvörðunum er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.