Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 6
722 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 722-5 Ritstjórnargrein Óttinn við aukaverkanir af pillunni Það er alvarlegt mál ef rekja má heilsutjón til algengra lyfja, einkum ef neytandinn er ungur og að öðru leyti hraustur einstaklingur. Sam- setta östrógen-prógestógen pillan hefur verið aðalgetnaðarvörn ungra kvenna í yfir 30 ár, á íslandi sem annars staðar (1). Allt frá upphafi var læknum ljóst að pillan var öruggt lyf, enda þótt henni gætu oft fylgt vægar aukaverkanir. Yfirleitt dró úr þeim við lengri notkun. Alvar- leg veikindi og jafnvel dauðsföll vegna krans- æðasjúkdóma og blóðsega voru þekkt, en sjaldgæf, og einkum bundin við eldri konur og þær sem reyktu. Etínýlöstradíólið, sem enn er nær eina östrógenið í pillunni, var minnkað allt að sexfalt í 20-35 míkrógrömm á dag. Nýrri og virkari prógestógen, laus við truflandi andró- genáhrif og með mun hreinni prógesterónverk- un voru framleidd (kölluð „þriðji ættliður" prógestógena). Þau höfðu nær engin og jafnvel jákvæð áhrif á bindiprótín kynhormóna og há- þéttnilípóprótín í blóði (2). Nú er talið óhætt að ávísa pillunni fram að tíðahvörfum hjá hraustum konum sem ekki reykja og eru ekki of feitar (3). Pillunni fylgdu ennfremur heilsu- farslegir og þjóðfélagslegir kostir. Hún er vörn gegn eggjaleiðarabólgum og legslímuflakki, legslíman þynnist sem dregur úr magni blæð- inga, blæðingatruflanir og blæðingaverkir minnka, legbolskrabbmein verður sjaldgæfara, færri eggjastokkablöðrur myndast og eggja- stokkakrabbamein verður fimmtungur þess sem annars yrði. Með pillunotkuninni hvarf ótti við ótímabæra þungun. Staða kvenna í þjóðfélaginu breyttist meðal annars vegna þess að þær gátu stýrt frjósemi sinni mun betur. Pillan gerði fólki betur fært að eignast börn þegar þeirra var óskað. Fjöldi rannsókna hefur staðfest þessar já- kvæðu hliðar á notkun hormóna til getnaðar- varna. Samt sem áður hafa grunsemdir um að pillan hafi skaðleg áhrif ekki hljóðnað og oft hlotið mikla athygli, stundum mun meiri en efni stóðu til. Pilluskelfing (pill panic) hefur orðið til þegar sögur af alvarlegum fylgikvillum eða neikvæðum niðurstöðum rannsókna hafa skotist fram á forsíður fréttablaða. Oftast hef- ur það aðeins leitt til óæskilegra þungana, með fóstureyðingu eða ótímabærri barneign í kjöl- farið. Ein mesta pilluskelfingin varð í lok október 1995, þegar bresk nefnd um lyfjaöryggi sendi út aðvörun um að nýjar pillutegundir sem inni- héldu prógestógenin desógestrel og gestóden tengdust helmingi meiri hættu á bláæðablóð- segum (4). Bréf var sent til breskra lækna, en daginn eftir að það var póstlagt var upplýsing- um einnig komið til allra fjölmiðla landsins. Skyndilega virtist sem um neyðarástand væri að ræða. Aðeins takmarkaðar upplýsingar voru þó gefnar í upphafi. Áhættumatið kom úr fjórum tilfellaviðmiðunar rannsóknum sem að hluta var ekki enn lokið. Ýmsir þættir þessara athugana gátu auk þess aukið á óvissu um nið- urstöðurnar. Þó hlutfallsleg áhætta (relative risk) virtist há, gáfu heildartölur um bláæða- segamyndun (absolute risk) aðra mynd. Talað var um 30 tilfelli af hverjum 100.000 notendum á ári. Viðmiðunin var pillur sem innihéldu pró- gestógenið levónorgestrel, en þar var áhættan 15 af hverjum 100.000 á ári, miðað við 5-11 af 100.000 á ári ef konur notuðu aðrar varnir en pilluna. Tíðni bláæðasega í þungun er til sam- anburðar 60 tilfelli af hverjum 100.000 á ári. Líkur á dauðsfalli við bláæðasegamyndun eru lágar; 1-2 af hverjum 100 konum (2). Öryggis- mörkin fyrir áhættuna náðu niður undir 1 og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.