Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 7

Læknablaðið - 15.11.1997, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 723 móti kom að örlítil hætta á kransæðastíflu hjá ungum konum virtist lækka enn frekar með þessum nýrri prógestógenum. Áhrif þessarar tilkynningar urðu víðtæk, ekki aðeins í Bretlandi heldur í allri Vestur- Evrópu og víðar. Ungar konur hættu í stórum stíl að taka lágskammtapillur með þessum nýju prógestógenum. Um 11% aukning varð á fóst- ureyðingum í Bretlandi í ársbyrjun 1996 og var hún rakin til þessa (4). Nokkrir þeirra sem stóðu að rannsóknunum töldu ekki rétt farið með niðurstöður sínar og lögðu strax fram mótmæli, en skaðinn var orðinn. Ekki er full- ljóst af hverju hætta á blóðsegamyndun er auk- in, ef hún þá er það, en hún gæti tengst ræsingu blóðstorkuþáttar VII af völdum þríglýseríð- ríkra lípóprótína hjá konum sem taka þessar getnaðarvarnatöflur. Einu og hálfu ári síðar hafa niðurstöðurnar verið skoðaðar vandlega (2) og fleiri athuganir bæst við (5). Aukin hætta á bláæðasegum við töku þessara nýrri prógestógena er talin óveruleg (2,5) og hræðsla við bláæðasega hefur vikið fyrir hlutlægara mati sé tekið tillit til þjóðfélagslegs gagns af því að ungar konur noti örugga getnaðarvörn. Nýj- ustu faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að nýju prógestógenunum fylgi ekki áhætta um- fram eldri lyfjaformin, heldur hafi truflandi þættir vegna mismunandi pilluvals notendanna skekkt niðurstöður. Konur með meiri áhættu völdu nýrri tegundirnar. Meðal annars var skýrt frá þessu á alþjóðaþingi fæðinga- og kvensjúkdómalækna í Kaupmannahöfn nú í byrjun ágústmánaðar (6). Ahættunni má þó ekki stinga undir stól (2,7). Læknar þurfa að meta áhættuþætti hjá konunni (offitu, reykingar, æðahnúta) og taka góða fjölskyldusögu. Athuga má blóðstorku- þætti ef fjölskyldusaga gefur tilefni til. Mæling- ar á andþrombíni III, prótíni S og C og svo- nefndum Leiden þætti (APC viðnámspróf eða PCR athuganir) eru gerðar á hérlendum rann- sóknarstofum. Ekki er ástæða til að breyta um pillutegund frá eldri í nýrri gerð ef sú eldri þolist vel. Sé kona byrjuð á nýrri getnaðar- varnatöflunum þarf ekki að breyta neinu ef ekkert athugavert er í fjölskyldusögu. Ung kona sem er hraust og hefur enga áhættuþætti ætti án vafa að geta nýtt sér kosti nýrra lág- skammta pillutegunda. Haustið 1995 varð engin pilluskelfing hér á landi vegna þess að varlega var tekið á hinum erlendu fregnum um segamyndun, meðal ann- ars vegna tilmæla lækna til fjölmiðla um að bíða nánari fregna. íslenskar konur virtust ekki breyta venjum sínum um pillutöku. En í janúarmánuði á þessu ári kom á dagskrá annað aðaláhyggjuefnið varðandi pilluna. Spurningin um hvort hætta á brjóstakrabbameini gæti auk- ist hjá konum sem hafa tekið pilluna. Niður- stöður íslenskrar rannsóknar á gögnum frá leit- arstöðvum krabbameinsfélaganna og Krabba- meinsskránni voru kynntar á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild (8) og komust með stóru letri á baksíðu Morgunblaðsins (9). Notkun pillunnar virtist geta aukið líkur á brjóstakrabbameini, einkum ef konan hafði byrjað að taka pilluna fyrir tvítugt. Á þessu eru fræðilegir möguleikar, en rannsóknin var ekki stór í sniðum og önnur rannsókn á sama efni- viði unnin með öðrum hætti, sýndi að pillan gæti hugsanlega verið vörn við brjóstakrabba- meini (10). Erlendar rannsóknir hafa í safnúr- vinnslu (meta-analysis) ekki sýnt aukna áhættu, heldur virðist brjóstakrabbamein greinast fyrr hjá konum sem taka pilluna. Jafn- vel kann að vera vörn í pillutökunni þegar liðin eru 10 ár eða fleiri að henni lokinni (11,12). Með aðstoð allmargra lækna á heilsugæslu- stöðvum og í kvensjúkdómamóttökum reyndi höfundur þessarar greinar að fylgjast með því næstu tvo til þrjá mánuði hvort konur hættu notkun pillunnar vegna þessarar fréttar. Aðeins örfáar konur höfðu rætt við læknana um þessi mál og óskað eftir að breyta um getn- aðarvörn. Reynslan af þessum tveimur pillu- skelfingum er því sú að íslenskar konur og læknar bíða átekta. Konurnar breyta ekki um getnaðarvörn sem gefst vel og fréttir sem eru óljósar verða ekki tilefni skelfingarviðbragða, ef umfjöllun fagfólks í fjölmiðlum hvetur til varúðar. Fjölmiðlar bera í þessum efnum mikla ábyrgð. Pillan er eftir sem áður aðalgetnaðarvörn ungra kvenna á íslandi sem annars staðar, eitt öruggasta lyf sem völ er á og að ýmsu leyti heilsufarsleg vörn. Vekja þarf athygli á þessum jákvæðu þáttum, en jafnframt gæta varúðar gagnvart fjölskyldusögu um blóðsegamyndun, háan blóðþrýsting og brjóstakrabbamein. Að koma í veg fyrir ótímabæra þungun með ör- uggri getnaðarvörn getur verið mun mikilvæg- ara en möguleg hætta á aukaverkunum, þegar aðstæður hverrar konu eru metnar. Nýjar og fleiri getnaðarvarnaaðferðir eiga eftir að verða algengar á næstu árum, svo sem andprógester-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.