Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 22

Læknablaðið - 15.11.1997, Side 22
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 734 Fig. 2. Plasma homocysteine concentrations (\rnioUL) plotted against glomerular filtration rates (GFR) (mllminll.73 m2). The univariate correlation coefficient was 0.70. (See ref. (31). Published with the kind permission of Scand- inavian Journal of Clinical and Laboratory lnvestigation.) þýlentetrahýdrófólat redúktasa sem einkennist af helmingi venjulegrar virkni ásamt hitanæmi (23,24). Þessi svipgerð hvatans kemur fyrir hjá einstaklingum sem eru arfhreinir varðandi stökkbreytingu í núkleótíði 677 (T í stað C) í geni meþýlentetrahýdrófólat redúktasa (25). Stökkbreytingin veldur myndun amínósýrunn- ar valíns í stað alaníns. Afleiðingar stökkbreyt- ingarinnar fyrir hómósysteinbúskapinn eru ekki alveg ljósar; rannsóknir á arfhreinum ein- staklingum hafa sýnt allt frá tvöfaldri hækkun á meðalgildi tHcy (25) niður f 20% hækkun sem eingöngu kom í ljós hjá einstaklingum með fólínsýruþéttni undir miðgildi (26). Arfblendn- ir einstaklingar hafa eðlilega tHcy (26). Rann- sóknir á ýmsum þýðum hafa sýnt að algengi arfgerðar TT er nálægt 10% (27-29). Vítamínskortur: Fólínsýra, vítamín B12 og vítamín B6 eru fyrirrennarar hjálparþátta þeirra hvata sem stýra hvarfi hómósysteins. Skortur á þessum vítamínum dregur úr hraða hvarfsins og stuðlar að hækkaðri tHcy (3). Flestar rannsóknir hafa sýnt öfuga fylgni milli tHcy og þéttni vítamínanna bæði innan og utan viðmiðunargilda (30). Skert nýrnastarfsemi: Öfug fylgni er á milli gaukulsíunarhraða og tHcy (31) (mynd 2). tHcy blóðskilunarsjúklinga er um það bil þrisv- ar sinnum hærri en almenns þýðis (31) en lækk- ar eftir hverja skilunarmeðferð (32). í heil- brigðum síast sá hluti hómósysteins sem ekki er prótínbundinn í gauklum og er að mestu leyti tekinn aftur upp og brotinn niður í nær- lægum píplum (proximal tubuli) (33,34). Þó er talið ólíklegt að missir á þessari niðurbrotsleið skýri að fullu áhrif nýrnabilunar á hómósyst- einbúskap (35). Sennilega eru í sermi nýrnabil- aðra sjúklinga einn eða fleiri hemlar (inhibi- tors) sem draga úr virkni þeirra hvata sem stýra hvarfi hómósysteins (36). Það, hve háan skammt fólínsýru (sjá að neðan) þarf til lækk- unar tHcy nýrnabilaðra, styður þá tilgátu að hömlur séu á virkni meþýlentetrahýdrófólat redúktasa. Hins vegar er algengi TT arfgerðar- innar svipað hjá nýrnabiluðum og almennu þýði (37). Nýrnaþegar hafa hækkaða tHcy enda nýrna- starfsemi þeirra skert (38,39). í einni rannsókn höfðu nýrnaþegar sem meðhöndlaðir voru með cýklósporíni hærri tHcy en sem svaraði skerðingunni á nýrnastarfsemi þeirra (39). I þessum sjúklingahópi sást ekki hin venjulega öfuga fylgni milli tHcy og fólínsýruþéttni í rauðum blóðkornum og því var ályktað að cýklósporín truflaði endurmeþýleringu hómó- systeins. Tengsl hómósysteins og æðasjúkdóma Tengsl hómósysteins og fylgikvilla æðakölk- unar: Mudd og samstarfsmenn könnuðu al- gengi blóðsega hjá 629 einstaklingum sem þjáðust af hómósystínmigu vegna systaþíónín- p-synþasaskorts (40). Af sjúklingum sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir höfðu 50% fengið blóðsega í slagæð eða bláæð, að minnsta kosti einu sinni við 29 ára aldur (40). Vefjameina- fræðilegar rannsóknir á sýnum sem fengin voru við krufningu á slíkum sjúklingum sýndu út- breidda æðakölkun í stórum og meðalstórum slagæðum (41). Svipaða sögu var að segja um sjúklinga með hómósystínmigu sökum skorts á meþýlentetrahýdrófólat redúktasa (42,43) eða truflana á kóbalamínbúskap (6,43). Þannig var algengi æðasjúkdóma mjög hátt og óháð erfða- gallanum að baki hómósystínmigunni. Það lá beint við að álykta að hómósystein sem slíkt væri skaðlegt æðum (7). Það lá líka beint við að velta því fyrir sér hvort vægari hómósystein- hækkun en sú sem einkennir hómósystínmigu hefði skaðvænleg áhrif á æðar (8). í fjölmörgum rannsóknum hefur verið leitast við að svara spurningunni um hvort væg hækk-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.